Skessuhorn


Skessuhorn - 12.06.2019, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 12.06.2019, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 12. júNÍ 2019 17 Mjög mikil aðsókn var í heita pott- inn Guðlaugu við Langasand á Akranesi um Hvítasunnuhelgina, en á annað þúsund manns nutu þess þá að fara í laugina, sjóin og börn voru að leik á Langasandi. Mest voru þetta Íslendingar á ferðinni, fjölmargir af höfuðborgarsvæðinu og frá Reykjanesi að sögn starfs- fólks. Þær jill Syrstad og Írena Rut jónsdóttir voru á vaktinni við laug- arhúsið þegar blaðamaður kom þar við á öðrum degi Hvítasunnu. Þær sögðu nánast hafa verið fullt í laug- inni þann dag og að á laugardeg- inum hefðu gestir til dæmis verið 400. Þær sinna hefðbundinni laug- argæslu, en hægt er að fylgjast með gestum í gegnum tvær myndavél- ar en þriðja vélin er væntanleg. Þá þarf að leiðbeina börnum svo sem um hvar megi ekki klifra en einn- ig þarf að leiðbeina fólki varðandi sjósund, til dæmis um að vera ekki of lengi í sjónum í einu. Auk þess selja þær matvæli í vaktskúrnum, en nýlega var samið við Matarbúr Kaju um vörur sem þar eru boðn- ar til sölu. Guðlaug var opnuð með viðhöfn 8. desember á liðnu ári. Þær jill og Írena Rut segja að gestafjöldinn í laugina sé frá þeim degi kominn í ellefu þúsund. Frítt er í Guðlaugu og er ekki ætlun að innheimta gjald þetta árið að minnsta kosti. mm Jill Syrstad og Írena Rut Jónsdóttir standa vaktina í Guðlaugu. Þétt setið í Guðlaugu Svipmynd frá Langasandi á mánudaginn. Maður við mann í efri lauginni. Hvarvetna var fólk. Fyrir utan húsið hjá hjónunum er skynjari til að láta vita ef tófa er á ferðinni. Þegar skynjarinn fer af stað, þá tekur Sigurbjörg riffilinn og stekkur í dyragættina til að reyna að ná varginum. Mynd þessi er sviðsett. Strangar útflutningskröfur Þegar búið er að taka saman dún- inn þá þarf að hreinsa hann. Þeg- ar blaðamaður kom var Óskar Þór í miðju slíku verkefni í einni skemm- unni á bænum. „Nú er ég búinn að hreinsa þetta eins og við gerum,“ sagði hann á meðan hann hand- fjatlaði dúninn yfir grind sem lögð var yfir hjólbörur sem tóku við öllu ruslinu. „Svo förum við með þetta til fyrirtækis í Stykkishólmi í frek- ari hreinsun þar sem að dúnninn er svo seldur. Þau eru með vélar og hreinsa allt úr þessu,“ bætir hann við. Ferlið er þannig að dúnninn er tekinn og settur inn í þurrkara sem nær yfir 100 gráðu hita. Dúnninn er bakaður í einhvern tíma. Þá er allt rusl sem er eftir orðið stökkt að það brotnar auðveldlega frá dúnin- um. Næst fer dúninn í vélar og vél- in djöflast í dúninum og ákveðnir blásarar draga rykið úr. Þegar þar er komið þá þarf að taka fjaðrirn- ar. Til þess er notuð önnur vél sem hreinsar fjaðrirnar en nær þó ekki öllum fjöðrunum. Þá tekur við handtínsla þar til engar fjaðrir eru eftir. „Það eru mjög strangar út- flutningskröfur til dúnsins. Hann þarf að vera alveg 100%. Það geng- ur ekki upp að selja dún sem er illa hreinsaður,“ segir Óskar. Rétt um 40% nýting er á þeim dún sem hjónin tína og þarf að tína úr 65 hreiðrum til að búa til eitt kíló af hreinum dún sem er til dæmis það magn sem þarf til að gera eina dúnsæng. „Við seljum allt út, mikið til Þýskalands og japans,“ segir Sigurbjörg. Tófan ágeng Æðarfuglinn heldur til meðfram ströndinni allt árið og segir Sig- urbjörg aðal varpið vera í eyjun- um. „Mesta varpið er í Skutulsey, þá erum við með lítinn bát til að sigla á út í eyjuna og litlu eyjarn- ar í kring til að tína dúninn,“ seg- ir Sigurbjörg, en eitthvað af fugl- inum verpir líka í kringum bæinn sjálfan. Töluverður tími fer hjá þeim hjónum í að verja æðarvarpið fyrir varginum og þarf að standa vaktina dag og nótt. „Það hefur heyrst af miklu tófuveseni á svæðinu hérna og varpið minnkað mikið frá því hvernig það var. Hún er kannski bara að vinna okkur,“ veltir Óskar Þór fyrir sér. „Þetta endar með því að við gefumst upp. Við þurfum að vaka á nóttunni og vakta svæðið,“ bætir Sigurbjörg við. Þrátt fyrir að hafa girt svæðið vel af til að halda tófunni frá þá tek- ur Óskar Þór að sér næturvaktina og hefur sinnt því síðustu ár þar sem hann situr í gömlum bílskrjóði sunnan við bæinn. Þar situr hann með byssu og fylgist með hvort tófan sé á ferðinni. „Í fyrra vor var ég 40 nætur í bílnum og skaut sjö tófur en ein eða tvær sluppu niður fyrir. Þá fengum við til liðs við okk- ur tófuskyttur til að aðstoða okkar að ná þeim. Það verður allt vitlaust hérna þegar tófan kemst niður fyr- ir. Hún bara stoppar ekki og skimar svæðið alveg látlaust,“ segir Óskar. Hjónin segja meiri frið ríkja núna því skytturnar eru búnar að drepa svo mikið. Þau eru þó aldrei alveg laus við varginn og halda áfram að standa vaktina. „Ég sef ekki á vakt- inni heldur þarf ég stöðugt að vera að rýna eftir tófunni. Ég þarf að passa 180 gráður fyrir framan mig. Fjaran færist alltaf til eins og gerist og gengur. Þegar ég fer til dæm- is klukkan 12 á miðnætti á vaktina þá er ég til fimm að morgni. Eftir vaktina fer ég heim og legg mig,“ útskýrir hann. „Það er svo mikil ánægja með samhliða æðarvarpinu, að tína dún og vera í kringum fuglinn. Þetta er svo skemmtilegur fugl sem þakk- ar fyrir sig með dúninum, en það er spurning hvort þetta sé gaman lengur eða hvort þetta sé meira streð,“ bætir Óskar við. „Við höf- um hingað til verið laus við tóf- una í eyjunum því hún vill helst ekki bleyta sig í lappirnar, en ger- ir það ef hún er örvæntingafull og ef það er eitthvað verið að sækja að henni,“ segir Sigurbjörg að end- ingu en eins og fyrr segir þá er mesta varpið í Skutulsey. glh Óskar Þór segir blaðamanni sögur úr sveitinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.