Skessuhorn - 14.08.2019, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 14. áGúSt 20192
Gott er að minna lesendur
Skessuhorns á að hlúa vel að lík-
ama sínum. Sérstaklega þeg-
ar engin ummerki um verki eða
bólgur eru til staðar. Oftar en
ekki bíður fólk, ef eitthvað bjátar
á, þangað til það er gjörsamlega
að „deyja“ með að gera eitthvað
í málunum. Gott er t.d. að fara í
heitan pott eða skreppa í nudd
af og til.
Á morgun verður hlýjast um
landið suðvestanvert eða 8-16
stig og norðlæg átt. Á föstudag
má búast við björtu veðri. Um
helgina er spáð norðaustlægri
átt, skýjað og lítilsháttar væta
verður á landinu en þó bjart á
Vesturlandi. Á mánudag er bú-
ist við björtu og mildu veðri en
stöku skúrum sunnanlands.
Spurt var í liðinni viku á vef
Skessuhorns „Hvað gerirðu þegar
sólin skín?“ Flestir völdu valkost-
inn „annað“ eða 28% svarenda.
14% svöruðu „Fer í sund“, 14%
sögðu „Grilla góðan mat“ og 14%
kusu „Fer í sólbað“. Fæstir sögðu
„Fer út að leika“ eða 9%.
Í næstu viku er spurt:
Hvaða haustmat hlakkar þig
mest til að borða?
Alexandrea Rán Guðnýjardóttir
bætti í liðinni viku eigið Íslands-
met í bekkpressu. Alexandrea
Rán er Vestlendingur vikunnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Veðurhorfur
Vestlendingur
vikunnar
Róleg verslun-
armannahelgi
VESTURLAND: Verslun-
armannahelgin var mjög ró-
leg í umdæmi Lögreglunn-
ar á Vesturlandi. tveir voru
teknir fyrir að aka undir
áhrifum fíkniefna og þrír fyr-
ir ölvun við akstur. Mikil um-
ferð var í gegnum umdæmið,
en hraðakstur var í minna
lagi, að sögn lögreglu. Flest-
allar útisamkomur fóru fram
í öðrum landshlutum. Fíkni-
efnaframleiðsla var stöðv-
uð í nágrenni við Borgarnes
á frídegi verslunarmanna 5.
ágúst. 16 plöntur voru tekn-
ar og er málið í rannsókn, að
sögn lögreglu.
-arg
Verslun Ozone
lokað
AKRANES: tísku- og
íþró t t avöruver s lun inn i
Ozone á Akranesi var lok-
að í lok júlí og er fyrirtækið
gjaldþrota samkvæmt heim-
ildum Skessuhorns. Versl-
unin var lengst af til húsa við
Kirkjubraut 12 en var flutt í
minna húsnæði að Stillholti
23 á síðasta ári.
-mm
Atvinnuleysi
4,4% á öðrum
ársfjórðungi
LANDIÐ: á öðrum árs-
fjórðungi 2019 reyndist án
vinnu hér á landi vera 9.400
sem jafngildir 4,4% atvinnu-
leysi. á sama tíma voru um
6.200 störf laus á íslenskum
vinnumarkaði samkvæmt
starfaskráningu Hagstofunn-
ar, eða um 2,7% starfa. At-
vinnulausir voru því um einn
og hálfur um hvert laust starf
samanborið við tveir á móti
einu starfi á fyrsta ársfjórð-
ungi þessa árs. Atvinnuleysi
jókst frá öðrum ársfjórðungi
2018 um 0,9 prósentustig og
hlutfall starfandi af mann-
fjölda minnkaði um 0,8 pró-
sentustig.
-mm
Miklir þurrkar hafa ein-
kennt veðráttuna í sum-
ar líkt og Skessuhorn
hefur fjallað um. Afleið-
ingarnar eru af ýmsum
toga, þ.á.m. aukin hætta
á gróðureldum, vatns-
litlar ár og minni upp-
skera hjá bændum. Hjá
bændum og sumarhúsa-
eigendum hefur borið á
því að neysluvatnsból séu
að þorna upp. á kúabúinu
í Miðskógi í Dölum búa
þau Skúli Hreinn Guð-
björnsson og Guðrún Est-
er Jónsdóttir. Þau hafa
brugðið á það ráð að leita
til Slökkviliðsins Dala-
byggðar eftir flutningi á
vatni til að geta sinnt dag-
legum rekstri kúabúsins.
á meðfylgjandi mynd eru
þeir Skúli Hreinn og Karl
Ingi frá Slökkviliði Dala-
byggðar að dæla á vatns-
tankinn í Miðskógi.
sm
Heilbrigðisstefna – stefna fyrir ís-
lenska heilbrigðisþjónustu til ársins
2030, var samþykkt á Alþingi 3. júní
síðastliðinn. Þessi mikilvægu tíma-
mót fyrir heilbrigðisþjónustuna í
landinu verða kynnt á opnum fundi
sem haldinn verður í fundasal HVE
á Akranesi á morgun, fimmtudag-
inn 15. ágúst klukkan 17-19. á
fundinum verður fjallað um hvað
felst í stefnunni, hvaða breytingar
hún er líkleg til að hafa í för með
sér og hvers vegna hún skiptir svo
miklu máli, hvort heldur í þéttbýli
eða í dreifðari byggðum landsins.
Ný heilbrigðisstefna kynnt á fundi á Akranesi
Heilbrigðisstefnan verður kynnt í
öllum heilbrigðisumdæmum lands-
ins, en fundurinn á Vesturlandi er
fjórði í röðinni.
Í drögum að dagskrá fundar-
ins kemur fram að Svandís Svav-
arsdóttir heilbrigðisráðherra mun
kynna stefnuna og Jóhanna Fjóla
Jóhannesdóttir, forstjóri Heil-
brigðisstofnunar Vesturlands seg-
ir frá sýn forstjóra HVE. Loks
mun María Heimisdóttir, forstjóri
Sjúkratrygginga Íslands fjalla um
áhrif heilbrigðisstefnu á hlutverk
og starfsemi SÍ.
Pallborðsumræður verða í lok
fundar. Auk frummælenda taka
þátt í þeim þær Rakel Óskars-
dóttir, bæjarfulltrúi á Akranesi og
Elsa B. Friðfinssdóttir, skrifstofu-
stjóri skrifstofu heilbrigðisþjón-
ustu í heilbrigðisráðuneytinu. Að
endingu verður heilbrigðisráðherra
með samantekt. Fundarstjóri verð-
ur Björn Bjarki Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins
Brákarhlíðar í Borgarnesi. Fund-
urinn er öllum opinn og aðgangur
ókeypis.
mm
Fundurinn
verður hald-
inn á HVE á
Akranesi.
SMÁRATORGI | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
ÍSLENSK HÖNNUN OG VISTVÆN
FRAMLEIÐSLA FYRIR ÞIG OG ÞÍNA
Svandís Svavarsdóttir mun kynna það helsta sem felst í nýrri heilbrigðisstefnu.
Neysluvatnsból að þorna upp í Dölum