Skessuhorn


Skessuhorn - 14.08.2019, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 14.08.2019, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 14. áGúSt 20198 Aflatölur fyrir Vesturland 3. – 9. ágúst tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 11 bátar. Heildarlöndun: 8.570 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 2.784 kg í einni löndun. Arnarstapi: 8 bátar. Heildarlöndun: 8.286 kg. Mestur afli: Vísir SH: 2.898 kg í einni löndun. Grundarfjörður: 9 bátar. Heildarlöndun: 11.469 kg. Mestur afli: Margrét SH: 2.049 kg í þremur löndun- um. Ólafsvík: 23 bátar. Heildarlöndun: 171.505 kg. Mestur afli: Júlli Páls SH: 62.981 kg í átta löndunum. Rif: 14 bátar. Heildarlöndun: 39.286 kg. Mestur afli: Kári SH: 13.314 kg í fjórum löndunum. Stykkishólmur: 17 bátar. Heildarlöndun: 55.122 kg. Mestur afli: Blíða SH: 15.477 kg í fimm löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Dögg SU – RIF: 10.817 kg. 9. ágúst. 2. Brynja SH – ÓLA: 10.072 kg. 8. ágúst. 3. Júlli Páls SH – ÓLA: 10.055 kg. 8. ágúst. 4. Júlli Páls SH – ÓLA: 9.929 kg. 6. ágúst. 5. Júlli Páls SH – ÓLA: 9.676 kg. 7. ágúst. -arg Farfuglar stóðu í síðustu viku fyr- ir Vatnsdögum í þeim tilgangi að vekja athygli gesta farfuglaheimila á mengun af völdum plasts og hvetja þá til að nota brúsa í stað þess að kaupa vatn í einnota plastflöskum. Einnig var tilgangurinn að benda ferðamanninum á góða kranavatnið okkar og gildi þess að vera ábyrg- ir ferðamenn. á síðasta ári vöktu Farfuglaheimilin athygli á plast- pokalausa deginum sem var haldin í júlí. Það var gert með því að gefa gestum sem komu á Farfuglaheim- ilin taupoka. Í Vatnsvikunni fengu gestir afhenta fjölnota álbrúsa sem auðvelt er að hafa með sér og fylla á hvar sem er. Þá hvöttu farfugla- heimilin ferðamenn að nota brúsa í stað þess að kaupa vatn í einnota plastflöskum, sem enda langflestar í landfyllingu, sagði í tilkynningu frá farfuglaheimilunum á Íslandi. mm Möns vagninn á Arnarstapa hlaut fyrir skömmu frábæra viðurkenn- ingu frá trip Advisor en álitsgjaf- ar á vefnum gefa matarvagning- um fimm stjörnur af fimm mögu- legum. Guðjón Jóhannesson rek- ur Möns vagninn ásamt foreldrum sýnum, þeim Herdísi Þórðardóttur og Jóhannesi S Ólafssyni frá Akra- nesi. „Við höfum verið með vagn- inn hérna á Arnarstapa frá árinu 2016,“ segir Guðjón og segir hann reksturinn hafa gengið mjög vel öll þessi ár. „Það hefur verið stígandi í gestafjölda til okkar og í ár er áber- andi að íslensku ferðafólki hefur verið að fjölga, enda veðrið hér um vestanvert landið verið upp á sitt allra besta í sumar,“ segir Guðjón. „Við kaupum fiskinn af Hraðfrysti- húsi Hellissands og gerum sjálf orly deigið,“ bætir hann við. Einn- ig er hægt að kaupa hamborgara og franskar í Möns vagninum. af Jón Sindri Emilsson hefur verið ráðinn í starf aðstoðarmanns bæj- arstjóra í Stykkishólmsbæ og tekur hann við starfinu af Hermanni Her- mannssyni. Starfið var auglýst í vor og barst 41 umsókn. Jón Sindri er fæddur og uppalinn í Stykkishólmi, giftur Heiðu Maríu Elfarsdóttur og saman eiga þau tvö börn. Jón Sindri gekk í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði og útskrifaðist það- an árið 2010. Þá fluttu þau hjón- in norður á Akureyri þar sem Jón Sindri lagði fyrir sig fjölmiðlafræði í Háskólanum á Akureyri og Heiða María lærði hjúkrunarfræði. „árið 2015, þegar við áttum von á barni númer tvö ákváðum við að flytja aft- ur heim í Stykkishólm og bara taka þá vinnu sem okkur myndi bjóðast á þeim tíma. Heiða fór að vinna á sjúkrahúsinu hér og ég fékk vinnu á Hótel Egilsen. Þar fékk ég að- eins að pota mér inn í markaðsmál og vera með puttana í samfélags- miðlum hótelsins, svona aðeins að nýta menntunina sem ég hef,“ segir Jón Sindri sem einnig var á þessum tíma sjálfstætt starfandi blaðamað- ur fyrir Skessuhorn. „Ég tók að mér að skrifa nokkrar fréttir þegar eitt- hvað var um að vera hér í Hólmin- um,“ segir hann kátur. Hóf störf á sunnudagskvöldi árið 2017 ákvað Jón Sindri að skipta um starfsvettvang og færði sig yfir í Arion banka þar sem hann hefur starfað síðan. Núna tekur hann enn á ný aðra stefnu og segist mjög spenntur fyrir komandi tím- um. „Þegar ég sá þessa stöðu sem aðstoðarmann bæjarstjóra aug- lýsta þurfti ég í rauninni ekkert að hugsa mig um, það kom ekki ann- að til greina en að sækja um,“ seg- ir Jón Sindri. „Þetta er áhugavert og spennandi starf þar sem ég mun fá að nýta mína menntun. Ég hef lítið fengið að nota menntunina mína fram til þessa svo ég er mjög spenntur,“ heldur hann áfram. En hvað gerir aðstoðarmaður bæjarstjóra? „Ég á í rauninni enn eftir að komast almennilega að því,“ svarar Jón Sindri og hlær. „Þetta er fjölbreytt starf sem er einmitt það sem ég er hvað spenntastur fyrir. Ég mun sjá um ýmis markaðs- og kynningarmál auk þess sem sam- félagsmiðlar verða í mínum hönd- um. Ég mun sjá um upplýsinga- veitu bæjarins og sjá um að miðla upplýsingum bæði hér innan ráð- hússins, til bæjarbúa og annarra,“ bætir hann við. Fyrsta verkefni Jóns Sindra í nýju starfi var að mæta í umhverfisgöngu á sunnudags- kvöldið síðasta þar sem íbúar gátu gengið um bæinn ásamt fulltrúum bæjarins og farið yfir þá hluti sem huga þarf að í bænum. „Þetta er mjög skemmtilegt fyrsta verkefni,“ segir Jón Sindri. arg Guðjón kátur með fiskréttinn sem gestir eru yfir sig hrifnir af. Möns fær fimm stjörnur á Trip Advisior Jóhannes S Ólafsson, Herdís Þórðardóttir og Guðjón sonur þeirra framan við vagninn. Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri í Stykkishólmi t.v. ásamt Jóni Sindra Emilssyni nýráðnum aðstoðarmanni sínum. Ljósm. sá. Nýr aðstoðarmaður bæjarstjóra í Stykkishólmi Farfuglar stóðu fyrir vatns- viku og gáfu vatnsbrúsa

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.