Skessuhorn - 14.08.2019, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 14. áGúSt 2019 13
Laus störf hjá
Akraneskaupstað
Eftirfarandi störf eru laus
til umsóknar:
Leikskólinn Garðasel
Starf leikskólakennara eða •
háskólamenntaðs starfsmanns
Brekkubæjarskóli
Störf stuðningsfulltrúa•
Starf heimilisfræðikennara•
Nánari upplýsingar ásamt
umsóknareyðublaði má
finna á www.akranes.is/lausstorf.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
Metfjöldi skemmtiferðaskipa hef-
ur viðkomu í Grundarfjarðarhöfn
þetta sumarið en alls verða kom-
urnar 53. Mánudaginn 5. ágúst
síðastliðinn voru fjögur slík skip í
höfninni í einu. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Hafsteini Garðarssyni
hafnarstjóra, hafði það aldrei gerst
áður. Seglskútan Pan Orama sem
hefur komið reglulega í sumar er
skemmtiferðaskip með 49 farþega
og 16-18 manna áhöfn en skipið
lá bundið við Miðgarð. á Norð-
urgarði lá svo skipið Star Breeze
en það skip er með 208 farþega og
164 manna áhöfn. á ytri höfninni
lágu svo skipin Seabourn Quest og
Astoria en Seabourn Quest tekur
450 farþega og er með 335 manna
áhöfn. Astoria tekur 550 farþega og
er með 280 manna áhöfn. Farþeg-
ar fengu ágætis veður þennan dag
hvort sem þeir fóru í göngutúr um
Grundarfjörð eða í rútuferð hring-
inn í kringum Snæfellsnes.
tfk
Í vikunni fyrir verslunarmanna-
helgi var rykið dustað af horfnum
atvinnuháttum á Breiðinni á Akra-
nesi. Starfsmenn garðyrkjudeild-
ar Akraneskaupstaðar unnu þá að
því að endurgera hluta stakkstæð-
anna, sem áður fyrr voru notuð til
að breiða út saltfisk til þurrkunar.
Verkið er hluti af heildarhönn-
un arkitektarstofunnar Landslags
fyrir Breiðarsvæðið. Steinalögnin
er unnin undir handleiðslu Unn-
steins Elíassonar, torf- og grjót-
hleðslumanns á Ferjubakka í Borg-
arfirði.
Verkefnið nýtur styrks úr Fram-
kvæmdasjóði ferðamannastaða.
Akraneskaupstaður fékk í vor út-
hlutað 35 milljónum króna til
Breiðarsvæðisins. Styrkurinn er
veittur til að leggja nýtt yfirborð-
sefni á svæðinu; grasstein, steina-
lögn, stakkstæði og torf, sem og að
jarðvegsskipta hluta svæðisins og
hækka til samræmis við umhverf-
ið.
kgk/ Ljósm. Akraneskaupstaður.
Fjögur
skemmti-
ferðaskip
í einu
Stakkstæðin á Breiðinni endurgerð
• Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnir stefnuna
•
•
• Pallborðsumræður
• Heilbrigðisráðherr tekt
• Fundarslit
Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.
Heilbrigðisstefna
til ársins 2030
Opinn kynningarfundur í fundarsal
.
1 . kl. 17 – 19.
Heilbrigðisstefna – stefna fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030
var samþykkt á Alþingi 3. júní síðastliðinn. Þetta eru mikilvæg tímamót
fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu. Á fundinum ver allað um hvað
felst í stefnunni, hvaða breytingar hún er líkleg til að hafa í för með sér og
hvers vegna hún skiptir svo miklu máli, hvort heldur í þéttbýli eða í
dreifðari byggðum landsins.
Heilbrigðisstefnan verður kynnt í öllum heilbrigðisumdæmum landsins
undurinn á er í röðinni.
D agskrá:
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is