Skessuhorn


Skessuhorn - 14.08.2019, Page 15

Skessuhorn - 14.08.2019, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 14. áGúSt 2019 15 hagvangur.is Upplýsingar veita: Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri, sími 856 4302 - kjartan@dvalarheimili.is Geirlaug Jóhannsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi geirlaug@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. HJÚKRUNARFORSTJÓRI Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði á Akranesi auglýsir stöðu hjúkrunarforstjóra lausa til umsóknar. Leitað er að einstaklingi með áhuga á öldrunarmálum og vilja til að takast á við krefjandi verkefni. Hjúkrunarforstjóri hefur faglega forystu og ábyrgð á sviði hjúkrunar og umönnunar á heimilinu. Að auki stjórnar hjúkrunarforstjóri faglegri þróun, rekstri og starfsmannahaldi heimilisins á sviði hjúkrunar og umönnunar. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Menntunar- og hæfnikröfur • Gerð er krafa um íslenskt hjúkrunarleyfi • Menntun eða starfsreynsla á sviði öldrunarhjúkrunar eða stjórnunar er skilyrði • Reynsla og þekking á rekstri á sviði öldrunarmála er æskileg • Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum er áskilin sem og hæfni til að vinna sjálfstætt og skipulega Á Höfða eru 74 íbúar, 61 í hjúkrunarrýmum, 4 í biðhjúkrunarrýmum og 9 í dvalarrýmum. Nánari upplýsingar um heimilið eru á www.dvalarheimili.is. Lausar íbúðalóðir í Borgarnesi SK ES SU H O R N 2 01 9 Raðhúsalóðir við Fífuklett nr. 1-7 og 2-8 • Fjölbýlishúsalóðir við Sóleyjarklett nr. 2 og 4• Lóðaumsóknir eru gerðar rafrænt í gegnum íbúa-/ þjónustugátt Borgarbyggðar. Vakin er athygli á nýjum reglum um úthlutun lóða. Aðgengilegar á vef sveitarfélagsins. Umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar Upphaf skólastarfs FSN á haustönn 2019 Nýnemadagur 16.ágúst klukkan 10:00 Dagskrá hefst í FSN klukkan 10:00. Áætluð heimferð er klukkan 14:30 frá FSN Á nýnemadegi verður farið yfir helstu þætti skólastarfsins. Þeir nemendur sem eiga fartölvur eru beðnir um að koma með þær. Nemendur í Framhaldsdeildinni á Patreksfirði mæta á nýnemadag í deildina á Patreksfirði klukkan 10:00. Skólaakstur á nýnemadegi: Brottför: Frá Stykkishólmi kl.9:30 (Íþróttamiðstöð) Frá Hellisandi kl.9:30 (N1) Frá Rifi kl. 9:33 Frá Ólafsvík kl.9:40 (Íþróttahús) Frá FSN kl.14:30 Skólasetning á haustönn 2019 verður þriðjudaginn 20. ágúst kl. 8:30. Að lokinni skólasetningu hefst kennsla samkvæmt stundaskrá. Kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nemenda verður haldinn mánudaginn 26. ágúst kl. 18:00 í sal skólans í Grundarfirði Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari Fimmtudaginn 5. september næstkomandi verður haldin ráð- stefna um fjórðu iðnbyltinguna samtímis á sex stöðum á landinu; í Borgarnesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Reyðarfirði og Selfossi. Öllum erindum ráðstefnunn- ar verður streymt milli staða auk þess sem hægt verður að fylgjast með í gegnum netið fyrir þá sem sjá sér ekki fært að mæta. „Meg- ininntak ráðstefnunnar eru þau tækifæri sem liggja í fjórðu iðn- byltingunni fyrir dreifðari byggð- ir,“ segir Karl Friðriksson, stjórn- arformaður Framtíðarseturs Ís- lands og forstöðumaður hjá Ný- sköpunarmiðstöð Íslands í samtali við Skessuhorn. „Ýmsar breyt- ingar eru að eiga sér stað í samfé- laginu hvað varðar tækni og mik- ið hefur verið fjallað um þá nýju stöðu sem þessar tækniframfar- ir hafa í för með sér í þéttbýlis- kjörnum og borgum, en lítið hef- ur verið fjallað um áhrif tækniþró- unar á dreifðari byggðir. Við vilj- um meina að með þessum breyt- ingum og tækniframförum séu tækifæri fyrir einstök byggðarlög ef rétt verður á málum haldið. Fjórða iðnbyltingin gæti í raun gert samkeppnisstöðu dreifðari byggða sterkari grípi þær þennan bolta á lofti. „Við sjáum fram á að það er að myndast ákveðin núnin- gur í þéttbýliskjörnum. Fólk er að sækjast meira í að komast nær náttúrunni og fjölskylduvænna umhverfi. Dreifðari byggðir eru eftirsóknaverðari sem búsetukos- tur. Samfélagið er að þróast á þá leið að við getum unnið vinnuna okkar hvar sem er og þurfum því ekki lengur að velja búsetu út frá starfi og í því eru möguleikar fyrir landsbyggðina,“ segir Karl. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gyl- fadóttir mun setja ráðstefnuna og á eftir henni fylgja fjögur lykile- rindi. Ragnheiður Magnúsdót- tir formaður tækninefndar Vís- inda- og tækniráðs, David Wood framtíðarfræðingur frá Bretlandi, Berglind Ragnarsdóttir frá Sta- frænu Íslandi og Eva Pandóra Baldursdóttir munu öll segja frá því sem þau eru að vinna að áður en flutt verða erindi frá hverjum landshluta og mun Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi halda erindi fyrir Vesturland. „Ég hvet alla sem sjá sér fært að koma á ráðstefnuna að gera það og aðra að fylgjast með á netinu. Það er mikilvægt fyrir smærri samfé- lög að grípa þann bolta sem fyl- gir fjórðu iðnbyltingunni og nýti þau tækifæri sem í henni felast. Hálaunastörf gætu flust af hö- fuðborgarsvæðinu yfir til smær- ri sveitarfélaga sem og öll önnur störf, en þá þurfa sveitarfélögin að vera undir það búin. Það þarf að tryggja innviði í tækni og hug- búnaði til að möguleikinn sé til staðar fyrir fólk að vinna sína vin- nu. Síðast en ekki síst opnar sta- fræn þróun fyrir að flytja opin- bera þjónustu til dreifðari byggða og við hvetjum fólk til að huga að þessari þróun í tíma,“ segir Karl. Frekari upplýsingar um ráðstef- nuna og skráning er að finna á vefslóð Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, www.nmi.is arg Ráðstefna í Borgarnesi 5. september: Möguleikar í fjórðu iðnbylting- unni fyrir dreifðari byggðir

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.