Skessuhorn


Skessuhorn - 14.08.2019, Side 16

Skessuhorn - 14.08.2019, Side 16
MIÐVIKUDAGUR 14. áGúSt 201916 Hjónin Daniel Ivánovics og Eva Helgadóttir opnuðu matarvagn- inn Junkyard á Akranesi í mars á þessu ári. Hefur hann frá opn- un fengið afar góðar viðtökur, bæði heimamanna og gesta bæjar- ins. „Hugmyndina að matarvagni höfum við gengið með í magan- um undanfarin átta ár eða svo,“ segja þau. „Ástæðan fyrir því að við ákváðum að opna vagn en ekki annars konar stað er ekki síst sú að það var sú fjárfesting sem við treystum okkur að leggja út fyrir,“ bæta þau við. „Við gerðumst veg- an fyrir um það bil tveimur árum síðan. Alltaf höfum við verið í ná- vígi við mat. Daniel hefur unnið í veitingageiranum í mörg ár og við eldum mikið heima. Okkur fannst góð hugmynd að opna veganvagn, því valkostirnir sem eru í boði hér á landi, sem og reyndar erlendis, eru ekki endilega í takt við tím- ann, þó þeir séu alltaf að verða betri. Ég lít nánast á það sem skyldu okkar að deila því sem við vitum um veganmat með öðrum,“ segir Daniel. Hreinn skyndibiti Veganmatur hefur í gegnum tíð- ina fyrst og síðast verið markaðssett- ur sem hollur matur. Hjá Junkyard er því öfugt farið. Þar er rík áhersla lögð á að maturinn sem þau selja sé skyndibiti. „Ég held að það hafi ver- ið sniðugt, því veganmatur er ekkert endilega eitthvað heilsufæði. Þess- ir klassísku veganréttir, eins og fólk hugsar um þá, er eitthvað sem kjö- tætum þykir ekkert sérstaklega lyst- ugt. Mér fannst það ekki sjálfum á sínum tíma,“ segir Daniel. „Einn sem kemur oft til okkar í hádeginu sagði einu sinni við mig. „Ég hat- aði alltaf þetta grænmetiskjaftæði, en mér finnst maturinn þinn rosa- lega góður.“ Ég spurði hann; „veistu hvert mitt leyndarmál er? Ég þoli ekki grænmeti heldur,“ segir hann og hlær við. „En ef við erum að bara að hugsa um heilsuna þá er maturinn okkar vissulega aðeins hollari en sam- bærilegir kjötréttir. Engu að síður er þetta ekkert heilsufæði, mikið af sós- um, olíu og salti. Þetta er ruslmatur, hreinræktaður skyndibiti sem kjöt- ætur geta líka notið,“ segir Daniel. „Öllum finnst ruslmatur góður. Þrátt fyrir að ég hafi gerst vegan held ég að ég eigi aldrei eftir að borða neitt sér- staklega heilsusamlega,“ bætir hann við og brosir. „Ég var algjör pitsu- og steikargaur fyrir tveimur árum síð- an. Ég hætti ekki að borða kjöt af því mér líkaði ekki kjötið sjálft. Það eru margar ástæður fyrir því að fólk gerist vegan, svo sem umhverfissjónarmið,“ segir Daniel og heldur áfram: „Allt sem við gerum hér í þessum vagni hefur það að leiðarljósi að draga úr mengun. Allar umbúðirnar brotna niður í náttúrunni og eru framleiddar af fyrirtæki sem einbeitir sér að því að halda losun koltvísýrings í lágmarki. Flestir birgjarnir okkar eru fyrirtæki í Svíþjóð og Bandaríkunum sem nota um það bil 36 sinnum minna af auð- lindum við sína framleiðslu en sam- bærileg fyrirtæki sem framleiða kjöt- vörur. Það er mikilvægt í dag að við opnum augun fyrir því sem er að ger- ast við jörðina okkar. Það þurfa all- ir að leggja sín lóð á vogarskálina og gera það sem þeir geta.“ Viðtökurnar framar vonum Það er auðheyrt á Daniel að hann hefur mikla ástríðu fyrir því sem þau eru að gera. „Ég held að hann hafi miklu meiri ástríðu fyrir matargerð en ég,“ segir Eva létt í bragði. „Ég er í annarri vinnu en hann er í fullu starfi í Junkyard, hefur mikinn áhuga á þessu og er reyndur í veitingageir- anum,“ bætir hún við og Daniel sam- sinnir því. „Ég er búinn að vinna á fjölmörgum veitingastöðum og hót- elum. Það hefur alltaf verið mitt svið, að þjónusta og taka á móti fólki,“ segir hann. „Ég fór reyndar ekki að snúa mér að eldamennskunni fyrr en við opnuðum vagninn. áður hafði ég lengi verið í þjónustugeiranum, mest sem þjónn á fínum veitingastöðum hér á Íslandi. En ég fann mig ein- hvern veginn aldrei, þannig að ég vissi að ég þyrfti að prófa að gera eitt- hvað sjálfur,“ bætir Daniel við. Eftir að þau opnuðu Junkyard hef- ur Daniel heldur betur fundið fjölina sína og viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa. „Það hefur gengið mikið betur en við þorðum nokkurn tímann að vona,“ segja þau. „Að teknu tilliti til þess að við erum í litlum bæ með lítinn vagn þá held ég að við höfum bara neglt þetta. Það hefur gengið rosalega vel,“ segir Daniel. „Suma dagana gætum við ekki afgreitt fleiri þó við glöð vildum,“ segir hann. „Oft fáum við töluvert af heimsókn- um þegar nálgast lokun hjá okkur kl. 22:00, því þá hafa aðrir staðir lokað fyrir pantanir. Við tökum við pönt- unum allt til auglýstrar lokunar og stundum lengur ef svo ber undir,“ segir Eva. „Við viljum vera áreiðan- legur valkostur því það er töluvert af grænkerum á Akranesi. Þeir þurfa að hafa aðgang að góðum mat og við erum nánast eini valmöguleik- inn þeirra. Vissulega eru veganréttir í boði á veitingastöðunum, en þeir eru ekki ýkja margir. Við erum eini staðurinn sem býður eingöngu upp á veganmat. Þannig að ef einhver kem- ur til okkar eftir lokun þá reynum við að þjónusta hann eins vel og við get- um,“ segir Daniel. Ætla að opna fleiri staði Hjónin ætla ekki að láta þar við sitja með Junkyard vagninn á Akranesi heldur hyggjast þau opna fleiri staði á komandi misserum. „Þessi vagn er bara toppurinn á ísjakanum hvað varðar það sem við getum gert og ætlum að reyna. Við erum að fara að opna stað í Reykjavík á næstunni, vonandi innan tveggja mánaða,“ bæt- ir hann við. „Síðan höfum við hugs- að okkur að búa til stærri einingu sem við getum farið með á Suðurlandið og markaðssett ekki síst fyrir ferðamenn. Auk þess langar okkur að reyna að opna stað á Akureyri. Þetta tvennt getum við vonandi gert á næsta ári,“ segir Daniel. „Þar fyrir utan erum við með góðar sósur sem okkur langar gjarnan að koma að í matvöruverslan- ir og höfum hugmyndir að tilbúnum réttum sem hægt væri að dreifa í búð- ir hringinn í kringum landið. Þetta er bara svona á teikniborðinu, vonandi getum við farið að gera eitthvað með sósurnar á þessu ári en við getum ekki lofað því. Það eina sem við getum lof- að er að við munum alltaf gera okkar allra besta,“ segja þau Daniel og Eva að endingu. kgk „Öllum finnst ruslmatur góður“ segja Daniel og Eva í Junkyard matarvagninum Eva Helgadóttir og Daniel Ivánovics reka matarvagninn Junkyard á Akranesi. Daniel nýbúinn að útbúa einn sveitaborgara, sem kenndur er við Andor afa hans. Hjónin fyrir framan matarvagninn. Daniel með grillspaðann á lofti. Junkyard vagninn er staðsettur fyrir framan íþróttahúsið við Jaðarsbakka.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.