Skessuhorn


Skessuhorn - 14.08.2019, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 14.08.2019, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 14. áGúSt 2019 17 • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Þekking Gæði Þjónusta Grensásvegi 46 - 108 Reykjavík - sími 5113388 Upphaf haustannar 2019 Fjölbrautaskóli Vesturlands verður settur föstudaginn 16. ágúst. Móttaka fyrir nýnema verður á sal skólans kl. 10. Gert er ráð fyrir dagskrá með nýnemum til kl. 14 þennan dag. Kennsla samkvæmt stundatöflu hefst mánudaginn 19. ágúst. Kynningarfundur fyrir nemendur sem hefja nám með vinnu verður haldinn þriðjudaginn 27. ágúst kl. 17. Skólameistari Fjölbrautaskóli Vesturlands SK ES SU H O R N 2 01 9 SK ES SU H O R N 2 01 9 Auglýst er eftir umsóknum um styrki til greiðslu fasteigna- skatts til aðila með starfsemi á sviði menningar-, íþrótta-, æskulýðs-, tómstunda- eða mannúðarmála. Sótt um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar á þar til gerðu eyðublaði. Umsóknarfrestur er til og með 8. september 2019. Nánari upplýsingar er að finna á www.akranes.is Styrkir til greiðslu fasteignaskatts 2019 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is tindur Ólafur Guðmundsson á Grund í Reykhólasveit útskrifað- ist úr Reykhólaskóla síðastliðið vor ásamt bekkjarfélögum sínum. Hann er einn af þeim sem hneigist ekki til bóknáms en er hæfileikamaður á öðrum sviðum. tindur hefur mik- inn áhuga á bílum og tækjum, kann sitthvað fyrir sér í viðgerðum og er margfalt fróðari um hvers kyns ökutæki og vélar en flestallir sem eru eldri en hann. Hann fékk því í samráði við kennara að taka val í bílasmíði í 10. bekk. Gerði hann sér lítið fyrir og gerði upp Ford Rang- er pallbíl, árgerð 2001. „Ég byrj- aði að vinna í honum í fyrrasumar. Þá reif ég pallinn af bílnum og tók í gegn, sauð í götin og málaði svo pallinn með svona bedliner. Síðan gerði ég bílinn kláran fyrir spraut- un, skar í brettin, gerði hann til- búinn fyrir brettakanta og setti þá síðan upp,“ segir tindur, sem nýtti tækifærið og setti stærri dekk und- ir bílinn en voru fyrir. „Bíllinn var í svona sæmilegu ástandi þegar ég fékk hann, en frekar ryðgaður. Aðal verkið var að koma stærri dekkjum undir hann,“ segir tindur. Bíllinn í ágætu standi núna Hann varði fjórum klukkustundum á viku í bílasmíðarnar, eða tveimur tvöföldum kennslustundum í Reyk- hólaskóla. „Síðan vann ég nú líka í honum um helgar og á kvöldin, þegar ég átti lausan tíma og nennti því,“ segir hann léttur í bragði. Við verkefni sitt naut tindur leiðsagnar Bergs Þrastarsonar, bónda á Reyk- hólum, sem jafnframt er bílasmíða- meistari. Hilmir Hjaltason bifvéla- virki og mágur tinds, aðstoðaði hann við smá vélarbilun sem kom upp. „Það var öryggi sem bilaði, einhver tölvukubbur. En ég tók það bara úr og beintengdi það. Þetta var eina vélarbilunin sem ég veit af,“ segir hann og hlær við. „Síð- an var bara skipt um síur og olíur og svona. Bíllinn er í ágætu standi núna. Ég þarf að skipta um stýris- stöng til að koma honum í gegn- um skoðun og seinna meir að kíkja á kúplinguna. Það hefur örugglega aldrei verið skipt um hana og fer að koma tími á það,“ segir tindur. Ætlar að leggja fagið fyrir sig Aðspurður segir tindur að hon- um hafi líkað vel að fá svona verk- efni í skólanum. „Þetta var mjög fínt og skemmtilegt bara. Ég klár- aði bílinn reyndar á síðustu stundu. Endaði á því að sprauta hann og var síðan tvo daga að setja hann sam- an aftur, þrífa hann og taka gólfið í gegn,“ segir hann. „En mér fannst miklu betra að fá að vera í þessu en í handavinnu eða bóklestri,“ seg- ir tindur, sem hefur í hyggju að leggja fagið fyrir sig. „Ég ætla í Borgarholtsskóla í haust að læra bílasmiðinn, það er planið. Fyrstu önnina verða reyndar einhver fög sem gilda til stúdentsprófs, en eftir það fæ ég að einbeita mér að verk- legu,“ segir tindur Ólafur Guð- mundsson að endingu. kgk Tindur Ólafur fyrir framan Ford Ranger pallbílinn, árgerð 2001, sem hann gerði upp í 10. bekk. Gerði upp bíl sem verkefni í grunnskólanum Byrjar í Borgarholtsskóla í haust og stefnir á bifreiðasmíði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.