Skessuhorn


Skessuhorn - 14.08.2019, Síða 26

Skessuhorn - 14.08.2019, Síða 26
MIÐVIKUDAGUR 14. áGúSt 201926 Verkefnið Umhverfisganga hefur staðið yfir í Stykkishólmi síðan á sunnudag og lýkur í dag, miðviku- dag. Í göngunni fer Jakob Björg- vin Jakobsson bæjarstjóri, ásamt formönnum umhverfis- og nátt- úrverndarnefndar og skipulags- og byggingarnefndar Stykkishólms- bæjar og öðrum fulltrúum bæjar- ins, með íbúum um hverfi Stykk- ishólmsbæjar og huga að nánasta umhverfi. „tilgangur umhverfis- göngu um hverfi Stykkishólmsbæj- ar er að efna til samtals um nán- asta umhverfi, hvað megi betur fara í frágangi og umhirðu bæjar- ins, auk þess að miðla upplýsing- um frá Stykkishólmsbæ um fram- kvæmdir,“ sagði í tilkynningu frá Stykkishómsbæ í síðustu viku um verkefnið. mm Unglingalandsmót UMFÍ var haldið í 22. skipti á Höfn í Horna- firði um Verslunarmannahelgina. Þar komu saman börn, unglingar og fjölskyldur til að skemmta sér og taka þátt í hinum ýmsu íþrótta- greinum, hefðbundnum og öðr- um. Um 5.000 þátttakendur voru skráðir í greinar þegar mótið hófst formlega á föstudeginum en ung- menni á aldrinum 11-18 ára gátu tekið þátt. Héraðssamböndin þrjú á Vesturlandi; Héraðssamband Snæ- fells- og Hnappadalssýslu, Ung- mennasamband Borgarfjarðar og Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga, sendu flottan og efnilegan hóp þátttak- enda á mótið sem stóðu sig með prýði. Öflugur hópur frá UMSB Öflugur hópur um fimmtíu barna og unglinga fór frá UMSB á mót- ið og voru skráð í flestar þeirra íþróttagreina sem boðið var upp á, þar með talið frjálsar íþróttir, fót- bolta, kökuskreytingar, strandblak, strandhandbolta, körfubolta og sund. árangur keppenda var stór- góður þar sem UMSB átti fjöl- marga sigurvegara á mótinu sem og marga sem komust á pall. „Það var gaman að sjá keppendur spreyta sig í greinum sem þeir hafa ekki áður stundað til gleði og gamans. Aðdá- unarvert var að fylgjast með dygg- um hópi foreldra sem stóð þétt- ur við bakið á börnum sínum frá morgni til kvölds en stuðningur foreldra skiptir sköpum varðandi íþróttaáhuga og -ástund barna,“ sagði Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri UMSB í samtali við Skessuhorn. á laugardagskvöld- inu efndi UMSB til sameiginlegr- ar grillveislu þar sem hópurinn átti skemmtilega kvöldstund saman. „UMSB fagnar því ákaft að ákveðið hefur verið að Unglinga- landsmót UMFÍ árið 2022 verði haldið á sambandssvæði UMSB í Borgarnesi. Næg verkefni eru því framundan hjá UMSB þar sem Landsmót UMFÍ 50+ verður einnig haldið af UMSB árið 2020. Gaman verður að taka vel á móti keppendum og fylgdarmönnum þeirra á næstu árum,“ bætir Sig- urður við stoltur. Flottur árangur hjá HSH Stór hópur frá Héraðssambandi Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu tók virkan þátt í Unglingalands- mótinu. Kepptu krakkarnir meðal annars í frjálsum íþróttum, körfu- bolta og fótbolta, glímu, strandblaki og kökuskreytingum svo fátt eitt sé nefnt. Gekk hópnum almennt vel í sínum greinum og skemmtu krakk- ar, foreldrar og aðrir aðstandendur sér stórvel á mótinu. Efnileg ungmenni hjá UDN tuttugu og þrír keppendur tóku þátt fyrir UDN og komust fimm þeirra á verðlaunapall á mótinu. ásamt góðri mætingu ungmenna voru margir foreldrar og aðrir stuðningsmenn sem gerðu sér ferð á Höfn. Þá mættu 50 frá Reykhól- um. Aníta Hanna Kristjánsdótt- ir varð í 1. sæti í frisbígolfi og 2. sæti í spjótkasti í flokki 14 ára. Jas- mín Hall Valdimarsdóttir varð í 1. sæti í glímu í flokki 11 ára og Borg- hildur Birna Eiríksdóttir var einn- ig í 1. sæti í pílukasti í flokki 11-18 ára. Katrín Einarsdóttir náði 2. sæti í hástökki og 3. sæti í kúluvarpi í flokki 13 ára og Grétar Jónatan Pálmason vann til brons í 600 m í 11 ára flokki. glh. Ljósm/ aðsendar. Umhverfisganga stendur yfir í Stykkishólmi Svipmynd frá göngunni sl. mánudagskvöld. Ljósm. sá. Jasmín Hall hreppti gullið í glímu í flokki 11 ára. Vestlendingar á Unglingalandsmóti UMFÍ Keppnishópur frá UMSB. Á laugardagskvöldinu efndi UMSB til sameiginlegrar grillveislu á tjaldsvæðinu. Birkir Ísak lenti í 2. sæti í glímu í flokki 13-15 ára fyrir HSH. Keppnishópur HSH að skrúðgöngu lokinni. Hópur UDN eftir skrúðgöngu.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.