Skessuhorn - 14.08.2019, Page 27
MIÐVIKUDAGUR 14. áGúSt 2019 27
Vísnahorn
Margir hafa að undan-
förnu fylgst grannt með
stóra hryggjamálinu og að
sjálfsögðu haft á því mis-
jafnar skoðanir svo sem
eðlilegt er. Guðmundur Halldórsson varpaði
eftirfarandi spurningu bæði til sauðkindanna
og ræktenda þeirra:
Þér lömb sem ljúfust ég þekki
og líf´ykkar fórnið svo dygg.
Ég spyr hví eruð þið ekki
öll með tvöfaldan hrygg?
Og annað sjónarhorn eftir sama höfund:
Manninn hendir margskyns slys
mæðan hjartað byggir
Í öngum sínum erlendis
eru vorir hryggir.
Stundum er haft orð á veldi hins skagfirska
efnahagssvæðis og þykir sumum nóg um.
Auðvitað er uppbygging nauðsynleg og trú-
lega flestir sammála um það en alltaf er nú
stutt í einhvern agnúahátt hjá mannskepnunni
þegar öðrum gengur vel. Líklega hefur Kaup-
félag Skagfirðinga verið að byggja frystihús á
velmektardögum Sambandsins þegar Hannes
Pétursson orti:
Á Eyrinni framan við Frissa Júl fiskhúsið
mikla rís.
Af tækjum og áhöldum alveg fullt sem
iðnaðarparadís.
Það flekka má ekki fiskur neinn sem fyrr
hefur legið í ís.
Breyta á salnum í bænahús þar sem
bændurnir þakka SÍS.
Þó SÍS væri stórveldi á sínum tíma fór þó
svo að fjaraði undan því og veldi þess gufaði
upp með einhverjum óútskýrðum hætti. á að-
alfundi eitt árið sátu fulltrúar gneypir und-
ir harmatölum Guðjóns B. Ólafssonar og þá
hraut þessi staka af munni Jóns thórs Har-
aldssonar:
Það syrtir í álinn og voðinn er vís
og verðmætasköpunin þver,
eiginfjárstaðan er afleit hjá SÍS
- og ekki er hún betri hjá mér.
Eitthvað um svipað leyti og af líku tilefni
orti Stefán Jónsson fréttamaður undir ræðu
Erlendar Einarssonar:
Nú er sæmdin eftir ein
illa stödd og rambandi.
-,,Við skulum ekki nefna nein
nöfn í þessu sambandi.“
Eilífðarmálin verða mörgum hugleikin
þegar líður á ævina og Bjarni Sigtryggsson
varpaði fram þessari spurningu og svaraði sér
síðan um hæl:
Hvað verður að endingu um okkur
eftir vorn hinsta dag?
Við tekur Framsóknarflokkur
og frelsarans Kaupfélag.
Það er ekki alltaf sældarlíf að vera veður-
fræðingur og eiga að segja þeim sem eiga allt
sitt undir réttum spám hvernig veðrið verði
eftir nokkra daga. Allavega sagði Páll Berg-
þórsson einhvern tímann:
Víst er stundum vont að fá
veðrið til að skána
og löngum hafa loftin blá
leikið á Pál og spána.
Sigurður árnason á Raufarhöfn orti aftur
á móti um þá Jón Eyþórsson sem var einn
af okkar fyrstu lærðu veðurfræðingum og
Drottinn:
Mikill liggur munur í
maður og Guð að vera.
Annar getur uppá því
hvað ætli hinn að gera.
Er nú svosem sama hvernig viðrar að því
leyti að viðhaldsþörf mannkynsins verður
alltaf til staðar hvað sem á dynur og Guði sé
lof fyrir það. Angantýr Jónsson var staddur á
dansleik í Grindavík ásamt kunningja sínum
sem virtist nokkuð eftirsóttur af hinu veikara
kyni sem reyndar er oftast sterkara þegar á
reynir:
Æði hraður er hann því
engar kvaðir hugann þvinga.
Kann að vaða kvinnum í
kvennamaður Grindvíkinga.
Þjóðbjörg í Barði í Reykholtsdal var kaffi-
manneskja mikil og geymdi kaffibaunir í
svartri glerflösku. Eitt sinn virti hún fyrir sér
flöskuna og leist ekki meira en svo á birgða-
stöðuna:
Eyðslunni má ég illa við,
það angrar sumra hjörtu,
fjarski er orðið framorðið
á flöskunni minni svörtu.
Eftir að Þjóðbjörg var orðin gamalmenni
var hún tíma og tíma á bæjum og eitt sinn er
sonur hennar hafði lofað að færa henni kaffi
en í staðinn komið með skrokk af á sem hafði
misfarist varð Þjóðbjörgu að orði:
Þau útlátin minnst ég met
mun þó við þeim taka,
sonur minn lét kafnað ket
en kaffið er til baka.
ágúst Sigfússon eða Villu Gústi var prýði-
legur hagyrðingur og eftir hann er þessi ágæta
vísa en reyndar virðist ekki hafa legið sérstak-
lega vel á honum. Gæti verið að vonahallir
hans hafi risið á full ótraustum grunni sem
hefur svosem margan hent:
Svo má kalla svört var nótt,
sorgin valla dvínar.
Við það falla vildu fljótt
vonarhallir mínar.
Og önnur eftir Gústa. Snjall hringhend-
umaður greinilega en virðist ekki hafa legið
sérstaklega vel á honum þegar þetta var kveð-
ið:
Hreyfir taki harðsnúinn
hefur slaka kosti
Geðs er akur allur minn
orðinn þakinn frosti.
á efri árum sínum yrkir ásgrímur Krist-
insson og svosem ekki endilega svo bjart yfir
þessari heldur:
Er af glöpum æskunnar
ekki nokkur friður,
afturgöngur ævinnar
enginn kveður niður.
Ætli það væri nú ekki rétt að breyta aðeins
um tón svona undir lokin og koma með eina
eftir Húnvetninginn Sigrúnu Haraldsdóttur:
Bára á fleti tiplar tær
tindrar sólargljái
hrifning mína fangað fær
flóinn himinblái.
Og önnur eftir Gissur Jónsson frá Valadal:
Vart mig stingur veiklynd þrá,
vonin yngir bjarta,
mín óþvinguð mærðarskrá
mitt við syngur hjarta.
Að lokum langar mig að vita hvort ein-
hver lesenda minna kannast við fyrripartinn
af þessari:
„Allra mest ég eftir sé / ekki drýgðum
syndum.“
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is
Afturgöngur ævinnar - enginn kveður niður
Villikettir er góðgerðafélag sem
hefur verið starfrækt frá árinu
2014. Félagið hefur það markmið
að vernda villiketti á Íslandi. „Þetta
byrjaði í rauninni bara því ég vissi
af villiketti hér í götunni hjá mér
og ég leitaði til Villikattafélagsins í
Reykjavík með aðstoð við að fanga
hann. Ég fékk fellibúr og náði kett-
inum. Hann reyndist svo vera ver-
gangskisi, sem er köttur sem hef-
ur áður átt heimili og er því vanur
fólki. Hann fékk því nýtt heimili og
á gott líf. Upp frá þessu ákvað ég að
stofna deild fyrir Villiketti á Vest-
urlandi,“ segir María Björk Helga-
dóttir sem í kjölfarið gerðist sjálf-
boðaliði fyrir Villikattafélagið á
Vesturlandi. Hún auglýsti þvínæst
eftir fleiri sjálfboðaliðum í lands-
hlutanum og hefur í dag náð að
mynda lítinn hóp villikattavina á
Vesturlandi.
Fanga – gelda – sleppa
„Við föngum villiketti og byrjum á
að fara með þá í skoðun og geldingu
hjá dýralækni. Svo eru sjálfboðalið-
ar innan félagsins sem taka að sér
að sjá hvort hægt sé að gera kett-
ina að heimilisköttum. Það er gert
með því að hafa þá í herbergi eða
skúr í svona viku og reyna að nálg-
ast þá þar en ef kettirnir hafa áður
átt heimili eru líkur á að það verði
hægt,“ segir María Björk og bætir
því við að þeir kettir sem hafa alltaf
verið villikettir verði aldrei heimil-
iskettir. „Þeir eru svo grimmir og
það er ekki hægt að nálgast þá,“
segir hún. En hvað verður um þá
ketti sem ekki verða heimiliskett-
ir? „Við sleppum þeim aftur á sama
stað og þeir voru fangaðir og för-
um svo reglulega og gefum þeim
að borða. En þá erum við búin að
gelda þá og þar með koma í veg fyr-
ir að þeir fjölgi sér,“ svarar María
Björk.
Vantar sjálfboðaliða
Villikattafélagið er eingöngu starf-
rækt af sjálfboðaliðum og seg-
ir María Björk skort á fleiri sjálf-
boðaliðum á Vesturlandi. „Það er
alltaf pláss fyrir fleiri sjálfboðaliða
en okkur vantar alveg sérstaklega
fleiri hér á Vesturlandi. Við erum
með nokkra sjálfboðaliða sem hafa
verið að hjálpa okkur með kett-
ina sem hægt er að gera að heim-
ilisköttum en annars erum við eig-
inlega bara tvær hér að sjá um að
fanga kettina og hugsa um þá og
því fylgir mikil vinna. Þegar við
erum að fanga ketti notum við fel-
libúr sem við vöktum allan tímann
og það væri alveg gott að hafa fleiri
með okkur,“ segir María Björk.
„Við erum líka að hjálpa fólki að
finna týndar kisur eða að ná inni-
köttum sem hafa sloppið út. Það
hafa töluvert margir sent okkur
myndir af týndri kisu og beðið okk-
ur að hafa augun opin ef við sjáum
þær,“ segir hún brosandi og bæt-
ir því við að mikilvægt sé fyrir alla
eigendur að örmerkja kisurnar sín-
ar. „Við erum með skanna til að lesa
örmerki og ef við náum ketti sem er
örmerktur höfum við að sjálfsögðu
samband við eigendur.“
Hvetur fólk til að heita
á hlaupara
Villikattafélagið treystir ein-
göngu á styrki og gjafir til að standa
undir öllum kostnaði. „Allur dýra-
læknakostnaður og matur er borg-
aður með styrkjum,“ segir María
Björk. Aðspurð hvert fólk geti leitað
til að styrkja félagið bendir hún á að
hægt sé að hafa samband við Villi-
ketti á Facebook. „Svo fer að líða að
Reykjavíkurmaraþoni og fólk getur
heitið á þá sem ætla að hlaupa til
styrktar Villikattarfélagsins. Versl-
unin Gæludýr.is er með körfur í
verslunum sínum fyrir dót eða mat
sem fólk vill leggja til félagsins. Fyr-
ir þá sem komast ekki í búðina er
líka hægt að kaupa á heimasíðunni
og haka við að þetta sé til styrktar
Villikatta og þá fer það í körfuna.
Svo má fólk hafa samband við mig á
Facebook ef það vill leggja eitthvað
til eða gerast sjálfboðaliði,“ segir
María Björk.
arg/ Ljósm. úr einkasafni.
Þessi litli kettlingur hafði fæðst
villiköttur en náðist fyrr í sumar og
mun vonandi eignast gott heimili.
Villikattafélag starfrækt á Vesturlandi
María Björk Helgadóttir gerðist sjálfboðaliði fyrir félagið Villikettir.
Einn af köttunum sem hafa verið
fangaðir á Vesturlandi.