Skessuhorn - 14.08.2019, Page 30
MIÐVIKUDAGUR 14. áGúSt 201930
Mt: Stefán Gísli með verðlauna-
gripinn síðastliðinn sunnudag.
Hvenær byrjar haustið?
Spurni g
vikunnar
(Spurt á Akranesi)
Ingi Björn Róbertsson
„Þegar ég sé graða bændur á
haustin, nei, ég meina glaða.“
Árný Stefanía I. Ottesen
„Þegar skólinn byrjar.“
Katla Lind Björnsdóttir
„Í september því þá fara laufin
að detta af trjánum.“
Erna Guðnadóttir
„Í október.“
Birkir Guðmundarson
„Það var að byrja.“
Undir lok júlí var Flemming pútt-
mótið haldið á Hvammstanga.
Leiknar voru tvisvar sinnum 18
holur. Að sögn Flemming Jessen
mótsstjóra gekk mótshald vel, þrátt
fyrir að veður hafi verið heldur
leiðinlegt, vindur og kalt. „Þátttak-
endur í ár voru þremur færri en síð-
asta ári. á meðan að á mótinu stóð
gæddu þátttakendur sér á gulrótum
og ídýfu og virtust allir njóta vel,“
sagði Flemming. Um skráningu,
útreikning, ljósmyndum, veitingar
og verðlaunaafhendingu sáu Elín
Jóna Rósinberg, Guðrún Ýr Pét-
ursdóttir, Kristianna Jessen, Krist-
ín Ingibjörg Baldursdóttir og Þór-
dís Benediktsdóttir.
Helstu úrslit urðu þau að í karla-
flokki varð Guðmundur Bachmann
í fyrsta sæti og Indriði Björnsson í
öðru sæti eftir bráðabana við Þor-
berg Þórðarson. Í flokki 16 ára og
yngri drengja varð Gunnar Erik
Guðmundsson á Hvammstanga í
fyrsta sæti og Hrafnhildur Í Harð-
ardóttir í stúlknaflokki. Í kvenna-
flokki sigraði Þóra Stefánsdóttir,
Lilja Ólafsdóttir varð önnur og El-
ínborg Ólafsdóttir þriðja. mm
Drífa Harðardóttir úr Badminton-
félagi Akraness ásamt Erlu Björg
Hafsteinsdóttur úr Badminton-
félagi Hafnarfjarðar keppti fyrir Ís-
lands hönd og stóðu uppi sem sigur-
vegarar á heimsmeistaramóti 40 ára
og eldri í tvíliðaleik kvenna í bad-
minton. Þær stöllur sigruðu Hel-
enu Abusdal frá Noregi og Kötju
Wengberg frá Svíþjóð í úrslitaein-
víginu sem fram fór á sunnudaginn.
Erla og Drífa unnu fyrstu lotuna
24-22 eftir mjög spennandi leik og
unnu svo seinni lotuna mjög sann-
færandi 21-10. Mótið fór fram í
Póllandi dagana 4.-11. ágúst. glh
Hið árlega Hreppslaugarhlaup
verður fimmtudaginn 15. ágúst.
Hlaupið hefst kl. 18:00 við Hrepps-
laug í Skorradal. Að hlaupi loknu
er boðið í sund í hina gömlu og
margrómuðu Hreppslaug. Nán-
ari upplýsingar og skráning er á
hlaup.is
Vegalengdir í hlaupinu verða
14,2 km, 7 km og 3 km með tíma-
töku. Drykkjarstöð verður í lengra
hlaupinu. Verðlaun verða veitt fyr-
ir fyrsta sæti karla og kvenna í eft-
irfarandi aldursflokkum: 18 ára og
yngri, 19-39 ára og 40 ára og eldri.
mm
Knattspyrnufélag ÍA hefur samið
við Sindra Snæ Magnússon um að
leika með liði Skagamanna til ársins
2021. Hann kemur til ÍA frá ÍBV.
Sindri Snær er fæddur árið 1992
og leikur stöðu miðjumanns. Hann
hefur á sínum ferli leikið 200 leiki
fyrir ÍBV, Keflavík og Breiðablik og
skorað 19 mörk í þeim leikjum.
kgk/ Ljósm. Eyjafréttir.
Snæfellingar unnu stórsigur á KM
í 12. umferð fjórðu deildar karla í
knattspyrnu og hrifsuðu í leiðinni
toppsætið til sín á ný frá Hvíta ridd-
aranum. Leikið var á Stykkishólms-
velli á laugardaginn. Fyrsta mark
leiksins kom hjá Hólmurum á 27.
mínútu. Sigurjón Kristinsson kom
þá sínum mönnum yfir. tveimur
mínútum síðar jafnaði Orats Reta
Garcia metin fyrir KM. Rétt und-
ir lok fyrri hálfleiks kom Alfredas
Skroblas heimamönnum yfir á ný
og leiddu þeir 2-1 í hálfleik.
Í byrjun síðari hálfleiks var nokk-
uð jafnræði með liðunum. Það var
ekki fyrr en á 61. mínútu þegar
næsta mark kom. Þá bætti Mat-
teo tuta við þriðja marki Stykkis-
hólmsliðisins. Níu mínútum síðar
kom fjórða markið, þá frá Lovre
Krncevic. á 82. mínútu skoraði Mi-
los Janicijevic fimmta mark þeirra
rauðklæddu og Lovre Krncevic
bætti við tveimur mörkum á 87. og
89. mínútu. Matteo tuta skoraði
svo annað mark sitt í uppbótartíma
og kórónaði stórsigur með því að
setja boltann í netið. Öruggur 8-1
sigur Hólmara staðreynd.
Hólmarar fá kærkomin þrjú stig
í B-riðli fjórðu deildar en mik-
il barátta er á milli Stykkishólms-
liðisins, Hvíta Riddarans og Kor-
máks/Hvatar um hvert þeirra fær
sæti í úrslitakeppni fjórðu deildar.
Einungis þrjú stig skilja að Snæfell
sem er í efsta sæti og Hvíta ridd-
arann sem eru í því þriðja en efstu
tvö liðin fara áfram í úrlsitakeppn-
ina. tvær umferðir eru eftir af
hefðbundnum deildarleikjum og fá
Snæfellingar botnlið Afríku til sín
á Stykkishólsvöll næsta laugardag.
Leikurinn hefst klukkan 16:00.
glh
Skallagrímur tapaði gegn KH í
16. umferð þriðju deildar karla í
knattspyrnu þegar liðin mættust á
Valsvelli í Reykjavík síðasta föstu-
dag. Borgarnesliðið hefur átt erfitt
tímabil til þessa og úrslit umferð-
arinnar því á pari við árangur liðs-
ins í sumar.
Einu mörk leiksins komu ekki
fyrr en í síðari hálfleik. Mías Ólaf-
arson skoraði þau bæði á þriggja
mínútna millibili. Fyrsta markið
kom á 68. mínútu og það síðara á
71. mínútu. Ekki náðu Borgnes-
ingar að svara fyrir sig og KH sigur
staðreynd þegar leikurinn var flaut-
aður af.
Eftir 16 umferðir verma Skalla-
grímsmenn botnsætið með ein-
ungis sex stig eða heilum sjö stig-
um minna en KH sem eru í næst-
neðsta sæti.
Í næstu umferð spila þeir gul-
klæddu gegn Sindra frá Höfn.
Leikið verður í Borgarnesi á laug-
ardaginn og hefst leikurinn klukk-
an 14:00.
glh
Flemming púttmótið
á Hvammstanga
Hreppslaugarhlaupið
framundan
Snæfell tók
toppsætið á ný
Drífa og Erla eftir sigurinn á HM. Ljósm. Badmintonsamband Íslands.
Heimsmeistarar í
tvíliðaleik í badminton
Sindri Snær til ÍA
Tap hjá Skallagrími