Skessuhorn - 28.08.2019, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚSt 20194
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Svo lengi lærir
sem lifir
Inn á borð fjölmiðils eins og okkar koma í viku hverri ný verkefni að fást við.
Sem betur fer starfar í landshlutanum frjór hópur ólíkra einstaklinga með
misjöfn verkefni. Jafnvel þótt ég hafi starfað við skriftir og rekstur í aldar-
fjórðung, er ég svo heppinn að enn hlakka ég til að mæta í vinnuna. Hef
stundum sagt að ég njóti þeirra forréttinda að hafa að atvinnu ígildi háskóla-
náms, því til að miðla efni þarf stöðugt að afla upplýsinga, lesa sig til og ræða
við fólk.
Undangengin vika var hreint engin undantekning í fjölbreytileikanum. til
dæmis fylgdist ég með samkomu í Reykholti þar sem skrifað var undir samn-
ing milli stjórnvalda og fræðasamfélagsins um nútíma rannsóknir á kjörum
miðaldarithöfunda. Undanfara nútíma ritstjóra. Nú skal kafa ofan í aðstæður
sagnaritaranna sem færðu söguna fyrstir manna í letur. Áður en þeir hófu þau
störf urðu landsmenn nefnilega að styðjast við sögusagnir og vafalítið hafa
margar Gróur á Leiti átt sinn blómatíma þá. Með nútímatækni á til dæmis að
nota DNA tækni til að greina skinnhandritin og komast að raun um hvernig
kálfum var fórnað til að sagan yrði skráð. Við þessa athöfn lýstu ráðherrar í
ríkisstjórninni áhyggjum sínum af því knappa sagnformi sem unga kynslóð
samtímans notast helst við. Samskiptamiðlar sem takmarka frásagnarrýmið
við kannski 280 innslög gefa tæplega kost á skrúðmælgi og frásagnarformið
verður því knappt. Verja og efla þarf íslenskuna með ráðum og dáð og tryggja
um leið að læsi hraki ekki og ritfærni sömuleiðis.
En til að hægt sé að dreifa áfram boðskap á prentuðu formi, hvort sem
er um rannsóknir í miðaldafræðum eða málefni líðandi stundar, þurfum við
póstþjónustu. Það er einfaldlega ekki allt á stafrænu formi þótt hlutur þeirrar
tækni fari sífellt vaxandi. Ég fékk það verkefni að ræða við stjórnarformann
í opinbera hlutafélaginu Íslandspósti. Bráðnauðsynlegu fyrirtæki fyrir íbúa
landsbyggðarinnar sérstaklega.
Jafnvel þótt nú standi til að afnema einkaleyfi á póstdreifingu munu fjar-
lægðir útiloka að hagkvæmt verði að stunda samkeppnisrekstur í póstþjón-
ustu í hinum dreifðu byggðum. Ríkið mun því þurfa að greiða með slíkri
þjónustu til að við getum áfram fengið póstinn okkar, blöðin, reikningana
og hvað það er nú allt saman. Mér þótti afar áhugavert að ræða við Bjarna
Jónsson, sem segja má að hafi tekið að sér hlutverk böðulsins í þeirri vegferð
sem allir sáu að þyrfti að koma Íslandspósti í gegnum. Allir sem fylgst hafa
með hrakförum þess fyrirækis á umliðnum árum voru búnir að gera sér grein
fyrir að þar átti sér stað stjórnendavandi. Allir sáu það, nema stjórnendurn-
ir sjálfir. Meira að segja fjármálaráðherra var búinn að gera sér grein fyrir
vandamálinu innan fyrirtæksins og valdi því varaþingmann Vinstri grænna í
böðulshlutverkið á annars afar hægri sinnaðri stórnendahæð Póstsins. Stað-
reyndin er nefnilega sú að á þeirra vakt hefur á undanförnum árum verið
skert þjónustu fyrirtækisins á landsbyggðinni, en ekki hróflað við henni í
þéttbýlinu. Nú var semsé komið að tiltekt af hressilegra taginu. Ég hvet þá,
sem áhuga hafa á að kynna sér það sem í gangi er við endurkipulagningu Ís-
landspósts, að lesa viðtalið við Bjarna Jónsson hér aftar í blaðinu.
Svo lengi lærir sem lifir. Því komst ég einmitt líka að þegar ég ræddi við
hárskerann sem staðið hefur vaktina í sjötíu ár og lætur engan bilbug á sér
finna. Ef kalla mætti forréttindi að vera sjálfstæður atvinnurekandi, þá felast
þau forréttindi einmitt í að fá að vinna eins lengi og manni sýnist. Láta ekki
„kerfið“ segja sér að hætta meðan vinnugleðin er enn til staðar. Já, þannig á
það nefnilega að vera. Ég er því líkt og Jón rakari bullandi lukkulegur yfir því
að geta enn notið þess að mæta til vinnu, fá að fræðast um líf og störf fólksins
í landshlutanum, og miðlað því áfram.
Magnús Magnússon.
Nýnemaball nemenda Fjölbrauta-
skóla Vesturlands verður haldið á
Gamla Kaupfélaginu fimmtudags-
kvöldið 29. ágúst. Fulltrúar frá skól-
anum verða með viðveru á ballinu
ásamt annarri gæslu. „Við viljum
minna á mikilvægi þess að foreldr-
ar hafi eftirlit með fyrirpartýum hjá
börnum sínum,“ segir í tilkynningu
frá skólanum til foreldra og forráða-
manna. „Einnig viljum við minna á
að ölvun ógildir miðann og að öll
meðferð áfengis og tóbaks er bönn-
uð. Á það að sjálfsögðu einnig við
um rafrettur. Allt áfengi verður gert
upptækt ef það finnst á nemendum
og haft verður samband við foreldra
ólögráða barna sé ástæða til þess.“
Þá verður allt tóbak og rafrettur
sem nemendur taka með sér á skóla-
böll NFFA gert upptækt og afhent
stjórnendum skólans. Nemend-
ur geta svo nálgast eigur sínar hjá
stjórnendum næsta skóladag. „Sé
nemandi yngri en 18 ára verður for-
eldrum gert viðvart næsta skóladag
og geta þeir nálgast tóbakið/rafrett-
urnar/veipið á skrifstofu stjórnenda
fyrir hönd barns síns kjósi þeir svo.
Að öðrum kosti verður tóbakinu/
rafrettunum/veipinu fargað.“
mm
„Jú, vatnið jókst aðeins í Norðurá
rétt áður en við komum til veiða
og það hafi sitt að segja í hollinu.
Við veiddum yfir tuttugu laxa og
það var að ganga nýr fiskur í ána,“
sagði Birgir Örn Pálmason sem var
að koma úr Norðurá í Borgarfirði.
„Veiðin gekk vel hjá okkur og við
fengum fiska víða um ána. Norðurá
er skemmtileg veiðiá,“ bætti Birg-
ir Örn við. Norðurá hefur nú gef-
ið 360 laxa, en það er 1.300 löx-
um minni veiði en á sama tíma í
fyrra. Veiðispekingur sem taldi laxa
í ánum nýverið sagði að það væru
komnir um 16 þúsund laxar úr
þeim en í meðalári eru þær að gefa
35 þúsund laxa. Það er því ljóst að
þetta ár mun fara í sögubækurnar
fyrir dræma veiði.
Þverá í Borgarfirði er að kom-
ast í 700 laxa veiði og vatnið hefur
heldur aukist í henni og bætt veiði-
skapinn.
gb
Bygging raðhúss við Hólatröð á
Reykhólum er á lokametrunum.
Framkvæmdir hófust í vor og hafa
gengið vel, að sögn tryggva Harð-
arsonar sveitarstjóra. „Það hefur
rokgengið að koma húsinu upp og
allt samkvæmt áætlun. Ég reikna
með að við fáum húsið afhent um
miðjan næsta mánuð,“ segir tryggvi
í samtali við Skessuhorn, en um er
að ræða forsmíðað einingarhús frá
Seve, sem smíðað er í Eistlandi.
„Nú er aðeins lokafrágangur eft-
ir, fyrst og fremst innréttingar.
Þær eru á leiðinni til landsins og
eru væntanlegar um mánaðamót-
in. Þegar þær eru komnar reiknum
við með að taki viku til tíu daga að
ganga frá öllu saman,“ bætir hann
við.
Það er Reykhólahreppur sem
byggir og er eigandi hússins, en
stefnt er að stofnun húsnæðissjálfs-
eignarstofnunar um eignarhaldið.
Viðræður hafa þegar átt sér stað um
stofnun slíks félags milli Reykhóla-
hrepps og nágrannasveitarfélaga
þar sem svipuð áform eru uppi, að
sögn sveitarstjóra. En þangað til
sjálfseignarstofnuninni hefur ver-
ið komið á fót verður húsið í eigu
hreppsins.
Íbúðirnar í raðhúsinu við Hóla-
tröð eru þrjár talsins; ein um 95 fer-
metrar að stærð og tvær um 76 fer-
metrar. Leigjendur eru komnir að
öllum íbúðunum, en um langa hríð
hefur vantað húsnæði á Reykhól-
um. Segir sveitarstjórinn tilkomu
raðhússins því kærkomna. „Við
byrjum á því að leigja íbúðirnar út,
en við höfum ákveðið að bjóða þær
einnig til kaups ef áhugi er fyrir
hendi,“ segir hann. „Ég vonast til
að hægt verði að afhenda leigend-
um lyklana um miðjan september,
um leið og frágangi er lokið,“ segir
tryggvi Harðarson að endingu.
kgk
Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri Reykhólahrepps.
Raðhússbygging á lokametrunum
Vonast til að geta afhent leigjendum um miðjan september
Raðhúsið er þriggja íbúða og stendur við Hólatröð á Reykhólum.
Jóhann Óli með nýgenginn lax úr
Norðurá í Borgarfirði fyrir fáum
dögum. Ljósm. Birgir Örn.
Nýgengnir laxar í Norðurá
Ákveðnar reglur gilda um
skólaböll NFFA