Skessuhorn - 28.08.2019, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚSt 2019 13
FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ
www.frumherji. is
Stykkishólmur 2019
Bifreiðaskoðun verður við
Fiskiðjuna Bylgjuna, Bankastræti 1
miðvikudagur 4. september
fimmtudagur 5. september
föstudagur 6. september
Allar tegundir bíla
Upplýsingar í síma 863-0710
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Síðastliðinn fimmtudag var í Reyk-
holti skrifað undir samning sem
felur í sér samstarfsyfirlýsingu um
þverfaglegar rannsóknir á ritmenn-
ingu íslenskra miðalda. Um er að
ræða nýtt átaksverkefni til fimm ára
sem hrint er af stað í tilefni 75 ára
afmælis lýðveldis á Íslandi. til verk-
efnisins renna 175 milljónir króna;
35 milljónir á ári frá og með 2020.
Bakhjarlar verkefnisins eru forsæt-
isráðuneytið, fjármálaráðuneyt-
ið og mennta- og menningarmála-
ráðuneytið auk Stofnunar Árna
Magnússonar í íslenskum fræðum
og Snorrastofu í Reykholti.
Verkefnið „Ritmenning íslenskra
miðalda“, [RML], hefur að megin-
markmiði að efla rannsóknir sem
tengjast þeim stöðum á Íslandi þar
sem ritmenning blómstraði á mið-
öldum. teknir verða sérstaklega til
skoðunar Oddi á Rangárvöllum,
Reykholt, Þingeyrar og Staðar-
hóll í Dölum. Sérstaka verkefnis-
stjórn skipa Guðrún Nordal, sem
er formaður, Ágúst Sigurðsson og
Margrét Hallgrímsdóttir. Snorra-
stofa mun sjá um framkvæmd
undir forsystu Bergs Þorgeirsson-
ar, forstöðumanns stofnunarinn-
ar, en hugmyndafræði verkefnis-
ins þróuðu þeir Bergur og Friðrik
Erlingsson rithöfundur að beiðni
Björns Bjarnasonar, formanns
stjórnar Snorrastofu.
Sjálfsmynd þjóða ræðst
af ritmenningu
Eftir að ritað hafði verið undir
samstarfsyfirlýsingu um verkefnið
ávörpuðu þeir sem að því standa
gesti. Katrín Jakobsdóttir forsætis-
ráðherra sagði að ritmenning hafi á
miðöldum leyst umræðumenningu
af hólmi og til hafi orðið nýr miðill,
og vísaði þar í handritin. Að sam-
skipti og upplýsingar hafi við það
færst úr munnmennt yfir á ritað mál.
Kom Katrín inn á að nútíma miðl-
un væri að fjarlægjast ritmenningu
og vísaði þar til samfélagsmiðla eins
og t.d. twitter sem einungis leyfði
280 stafi í hverju „tísti“. Smáskila-
boð af því tagi væru ekki sérlega
djúp og í sögulegu samhengi frem-
ur knappur samskiptamáti.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta-
málaráðherra tók í sama streng.
Kom hún í ávarpi sínu inn á að rit-
menning miðalda hefði fyrst og síð-
ast átt sinn þátt í að varðveita sög-
una og því væri vel við hæfi að þetta
rannsóknaverkefni væri hýst í Reyk-
holti þar sem sagan var meðal ann-
ars rituð. „Sjálfsmynd þjóða kemur
í gegnum ritmenningu og hagsæld
þjóða ræðst að miklu leyti af hversu
rík áhersla er lögð á ritmenningu,“
sagði hún og vísaði í upplýsingagjöf
og almenn samskipti. Sagði Lilja að
hjá ungu fólki í dag réði færni þess
í læsi því hversu vel þau ná að fóta
sig í skóla og lífinu almennt. „Börn
lenda einfaldlega utangátta í þjóð-
félaginu ef þau hafa ekki náð góð-
um tökum á lestri við tólf ára aldur-
inn. Þau verða félagslega útundan
og ná ekki að fylgja jafnöldrum sín-
um eftir í námi og leik. Því verð-
um við að halda á lofti sögu okkar
og dýrmætri reynslu í ritmenningu.
Frásögn um hvernig við komumst
þangað sem við erum í dag,“ sagði
Lilja. Benti hún á að kennarar telji
að börnum hafi farið aftur í ritun
texta á liðnum árum og kenna að
hluta til notkun smáskilaboða og
nútíma samfélagsmiðlanotkun um
það. „Okkur má ekki hraka sem
þjóð í þessum efnum,“ sagði Lilja.
Hægt að DNA greina
skinn handritanna
Guðrún Nordal, forstöðumaður
Stofnunar Árna Magnússonar í ís-
lenskum fræðum, nefndi í ávarpi
sínu að Snorri Sturluson hafi fang-
að menningu síns tíma og fært í let-
ur. „Í þessu verkefni verður horft út
frá þeim stöðum sem sagan var rit-
uð á, meðal annars Odda og Reyk-
holts, í tilviki Snorra Sturlusonar.
Það er svo margt sem hægt er að
komast að með því að tengja efni
handritanna við þá staði sem þau
voru rituð á. Í dag búum við yfir
byltingarkenndum aðferðum til
rannsókna á því skinni sem handrit-
in voru skrifuð á, blekinu sem not-
að var til ritunar og svo framvegis.
Í þessu þverfaglega samstarfi fræði-
manna á sviði bókmennta-, texta-
og fornleifafræða verður reynt að
varpa ljósi á svo margt annað en það
sem nákvæmlega stendur í hand-
ritunum, svo sem hagrænar hliðar
samfélagsins á þeim tímum sem rit-
un þeirra fór fram á. til að komast
að slíku munum við til dæmis rann-
saka skinnin sjálf, hvernig kálfum
var slátrað til að nýta skinn þeirra,
hvernig gras þeir bitu og svo fram-
vegis. Með nútíma DNA rannsókn-
um er svo margt hægt,“ sagði Guð-
rún.
Mikil viðurkenning
Segja má að rannsóknir þær sem
fara af stað við þetta verkefni tóni
Verkefninu Ritmenning íslenskra
miðalda verður stýrt af Snorrastofu
Björn Bjarnason, formaður stjórnar Snorrastofu og Bergur Þorgeirsson for-
stöðumaður.
Skrifað undir samning um verkefnið. F.v. Guðrún Nordal, Lilja D. Alfreðsdóttir,
Katrín Jakobsdóttir og Björn Bjarnason. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
hafði áður ritað undir plaggið.
Hluti gesta þegar samningurinn var undirritaður.
Í anddyri Snorrastofu og Reykholtskirkju var komið fyrir þeim ritum sem Snorra-
stofa hefur gefið út á liðnum árum, en Snorrastofa hefur komið að útgáfu 20 bóka
með rannsóknarniðurstöðum.
vel sem framhald af hinu svokall-
aða Reykholtsverkefni sem hófst
á tíunda áratugnum og fólst í að
miðaldabærinn var grafinn upp,
en samtals hafa tólf bækur með
rannsóknarniðurstöðum verið
gefnar út í tengslum við verkefnið.
Að því verkefni kom þverfaglegur
hópur rannsóknafólks líkt og fyr-
irhugað er í rannsóknum þessum
á íslenskri ritmenningu. Þá hef-
ur Snorrastofa unnið að stóru al-
þjóðlegu verkefni um norræna
goðafræði, sem einnig lýkur með
útgáfu nokkkurra bóka. Fræða-
setrið Snorrastofa óx að stærð og
virðingu við þessi tvö stóru verk-
efni og segja má að nú sé sóst eft-
ir aðild Snorrastofu að verkefn-
um af þessu tagi. Samningurinn
er því rós í hnappagat Bergs Þor-
geirssonar forstöðumanns og hans
fólks í Reykholti.
Niðurstöðurnar í nýju
Þjóðmenningarhúsi
Í ávarpi Björns Bjarnasonar, for-
manns stjórnar Snorrastofu og
hvatamanns að þessu þverfag-
lega rannsóknarverkefni, þakk-
aði hann ráðamönnum í ríkis-
stjórn fyrir að koma myndarlega
að verkefninu. Kvaðst hann ekki
í vafa um að með þessum stuðn-
ingi myndi það reynast auðveld-
ara að leita enn frekari stuðnings
til rannsókna erlendis frá, eins og
dæmi hafa sannað úr öðrum verk-
efnum Snorrastofu. Bæði Björn
og Guðrún Nordal voru þess full-
viss að niðurstaða úr þessu verk-
efni gæti orðið eitt af því fyrsta
sem kynnt yrði í nýju húsi ís-
lenskra fræða sem nú er loks byrj-
að að byggja í nágrenni Háskóla
Íslands. mm
Umsóknarfrestur á haustönn 2019 er
til 15. október n.k.
Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána
hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði.
Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem stunda nám
fjarri heimili sínu.
Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri
lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms).
Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám
frá lögheimili fjarri skóla).
Opnað er fyrir umsóknir 1. september 2019.
Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna
sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.lin.is).
Lánasjóður íslenskra námsmanna
Námsstyrkjanefnd
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
9
Jöfnunarstyrkur til náms