Skessuhorn


Skessuhorn - 28.08.2019, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 28.08.2019, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚSt 201914 Það fer ekki mikið fyrir húsinu að Kirkjubraut 30 á Akranesi. Þetta er eitt af þessum vinalegu gömlu húsum í miðbæ Akraness sem setja snotran svip á bæjarmyndina. Hús- ið stendur nærri Kirkjubrautinni á horninu þar sem beygt er inn í Merkigerði. Í þessu húsi hafa frá 1979 búið hjónin Brimrún Vilbergs og Jón Hjartarson. Í kjallaranum rekur Jón rakarastofu sína Hár- skerann. Jón stendur nú á tvenn- um tímamótum því á sunnudag- inn verða rétt sjötíu ár frá því hann komst á samning hjá Geirlaugi Kristjáni Árnasyni hárskera og lærði til rakara. Síðar í september verður kappinn svo 85 ára. Allt frá 1. september 1949 hefur Jón haft hendur í hári Skagamanna og raun- ar mikið fleiri því margir Borgfirð- ingar og Snæfellingar leggja leið sína til hans og hafa gert í ár og jafnvel áratugi. „Ég byrjaði fyrr en ég mátti, var ekki orðinn 15 ára og vantaði því í raun níu daga og eitt ár að mega fara á samning við sext- án ára aldurinn eins og þá tíðkaðist. Í fyrstu var Geirlaugur með stofuna í gömlu Símstöðinni við Vestur- götu, þar sem Hinrik rakari, gam- all lærlingur hjá mér, er enn með sína rakarastofu.“ tekið er hús á Jóni rakara og Brimrúnu konu hans fyrir síðustu helgi. Rætt er um líf- ið og tilveruna og víða komið við. Reyndar finnst Jóni það ekkert sér- lega merkilegt og alls ekki tilefni til viðtals að hafa starfað við hárskurð í sjö áratugi. Hann fellst þó á að spjalla, enda viðræðugóður maður. Ætíð Snæfellingur „Ég fæddist árið 1934 og ólst upp á Stóru-Þúfu í Miklaholtshreppi og hef alltaf litið á mig sem Snæ- felling fremur en Skagamann. For- eldrar mínir voru Hjörtur Líndal Hannesson og Sigríður Einars- dóttir. Hún átti rætur sínar uppi í Flókadal í Borgarfirði. Á Stóru- Þúfu bjuggu þau með kýr og kind- ur en þegar ég var tólf ára ákveða þau að flytja á Akranes, þaðan sem pabbi var. Stóra-Þúfa var ríkis- jörð sem var seld eftir að foreldrar mínir hættu þar búskap.“ Jón seg- ir fyrstu upplifun sína eftir að hann flutti á Akranes hafa verið góða. „Ég var reyndar logandi hræddur lítill sveitastrákur að koma í þetta kraðak sem mér fannst bærinn þá vera, en mér var alltaf vel tekið og var aldrei tekinn fyrir, eins og það var kallað, frekar en nokkur ann- ar krakki. Allir voru vinir á þessum tíma. Þessar fyrstu minningar hafa líklega mest um það að segja að mér hefur alla tíð liðið vel á Akranesi,“ segir hann. Handsalað í stólnum Fljótlega eftir flutninginn að vestan fór drengurinn að huga að framtíð- inni og hvaða starf hann gæti tekið sér fyrir hendur. „Einna helst lang- aði mig að læra rafvirkjun. Það voru hins vegar margir á biðlista eftir slíku námi og mér tjáð að það væri útilokað. Ég fór einn sumardaginn í klippinu til Geirlaugs og af rælni spurði ég hann hvort hann tæki nokkuð lærling? Hann tók því vel og þarna í stólnum var það hand- salað að ég kæmi á samning til hans þá um haustið. Það skipti engu þótt ég hefði ekki náð fullum aldri, ég myndi bara verða lengur sem því næmi. Þannig fór það og hjá Geir- laugi var ég í ein átta ár, fyrst sem nemi en nokkur ár löggiltur hár- skeri eftir það. Eftir veruna hjá Geirlaugi fór ég til Reykjavík- ur og var að klippa í tryggvagöt- unni í þrjú ár hjá sómamannin- um Skúla Þorkelssyni ættuðum úr Vestmannaeyjum. Eftir Reykjavík- urdvölina kem ég aftur á Skagann og kaupi rakarastofuna af Ara Guð- jónssyni á Kirkjubraut 2 árið 1959, var um tíma með stofu í Björkinni við Skagabraut, svo á Skólabraut en kaupi húsið hér við Kirkjubraut 30 árið 1979 og hef verið hér síðan.“ Hafa lifað lífinu lifandi Þegar þarna var komið sögu höfðu þau Brimrún og Jón kynnst og mestalla sína búskapartíð hafa þau átt í húsinu sínu við Kirkjubraut 30. „Við hittumst fyrst á þorrablóti í Rein árið 1974 þar sem Jón var dyravörður,“ rifjar Brimrún upp. Aðspurður um hvort það hafi verið læti í henni, svarar Jón sposkur: „Já, það var þess vegna sem ég tók eftir henni.“ Þau hlæja bæði. Saman voru þau gefin 17. nóvember 1979 og ári seinna eignast þau soninn Vilberg Hafstein sem starfar líkt og fað- ir hans sem rakari. Börn þeirra eru samtals sex og afkomendahópurinn stór. „Svo það sé sagt þá er Brimrún minn betri helmingur og án hennar væri ég ekkert,“ segir Jón ákveðinn. „Án hennar væri ég annað hvort dauður eða örvasa á brókinni,“ seg- ir hann og hlær. Þau hjónin gera svikalaust grín að hvort öðru, en væntumþykjan skín í gegn. Brimr- ún er fædd 1947 á Patreksfirði, ólst þar upp en fór snemma á unglings- árum að heiman. Hún bjó um tíma í Borgarnesi og Reykjavík en upp- úr 1975 flytur hún á Akranes með börnin sín tvö þar sem hún fékk vinnu sem sjúkraliði við Sjúkrahús Akraness. Þar starfaði hún sam- fleytt til 65 ára aldurs. „Þegar hún hætti að vinna, sagði ég henni að nú kæmi ekki til greina að ég hætti að klippa, einhver yrði jú að sjá fyrir heimilinu! Og það myndi ég gera meðan ég stæði í lappinar,“ rifjar Jón upp í gamansömum tón. Sam- an hafa þau hjón átt ýmis sameigin- leg áhugamál og lifað lífinu lifandi, eins og sagt er. Jón kvaddi á sínum tíma Bakkus sem hann segir hafa verið leiðindar fylginaut, enda hafa gárungarnir og vinir stundum eftir það kallað hann „Jón þurrara.“ Þau hjón eru liprir dansarar og þræða samkomur þar sem gömlu dansarn- ir eru stignir, stunduðu lengi hesta- mennsku, ferðast um landið og veiða silung upp til fjalla. Þau við- urkenna að um hafi hægst á liðn- um árum, áhugamálunum hefur eitthvað fækkað en þau leggja nú mesta áherslu á reglulegar göngu- ferðir sér til heilsubótar. Ráði starfslokum sjálft Við ræðum um hversu algengt það er að einstaklingar starfi við sömu starfsgrein í sjö áratugi. Líklega séu dæmin ekki mörg og þá einna helst að finna í röðum bænda og annarra sem eru eigin herrar. „Það er dálítið sorglegt þegar fólki sem starfar hjá hinu opinbera er bókstaflega ýtt úr vinnu bara af því það er orðið sjö- tíu ára gamalt. Þetta fólk er kannski í fullu fjöri og langar alls ekkert að hætta að vinna, en starfskrafta þess er ekki óskað lengur. Mér finnst það dapurlegt. Kannski má segja að það séu þrátt fyrir allt forréttindi okk- ar sem störfum hjá okkur sjálfum að fá að ráða þessu. Svo er það ekk- ert endilega sniðugt hjá stofnunum og fyrirtækjum að losa sig við fólk- ið með mestu reynsluna. Ég heyrði einhverju sinni sögu af manni sem vann hjá Eimskip. Hann hafði ver- ið látinn hætta sökum aldurs. Í starf hans voru þrír yngri menn ráðn- ir. Eftir nokkrar vikur var svo haft samband við þennan mann og hon- um boðið að koma aftur. Hann mætti halda vinnunni sinni eins lengi og hann vildi. Þá hafði nefni- lega komið í ljós að þessi maður kunni svo margt og var svo góður starfsmaður að þrír aðrir réðu ekki við að leysa hann af hólmi. Þessi stutta saga segir meira en margt um hversu kerfið getur verið öfug- snúið,“ segir Jón. Hætti að eldast um áttrætt Jón segist ekki þekkja marga í stétt rakara, en haldi þó reglulega sam- bandi við vin sinn Einar Magnús- son sem á ættir að rekja í Mýrdal- inn. „Aðra þekki ég lítið enda fer ég lítið út á við.“ Aðspurður segist hann loka stofunni af og til í þeim tilgangi að fá frí og ferðast eitt- hvað með Brimrúnu sinni. Síðustu tvö árin hefur Jón glímt við veik- Jón rakari fagnar sjötíu ára starfsafmæli sínu um mánaðamótin „Ég hef aldrei haft það að markmiði að hætta að vinna“ Jón Hjartarson framan við rakarastofuna sína. Hjónin Jón Hjartarson og Brimrún Vilbergs. Jón vill meina að konan sem hann er skírður eftir hafi alla tíð fylgt sér og honum sé hlýtt til hennar. Þessi mynd af Jónínu Árnadóttur hangir uppi á vegg í rakarastofunni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.