Skessuhorn - 28.08.2019, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚSt 201918
Parið Quentin Monnier og Jamie
Lai Boon Lee hittust fyrst í smala-
mennsku hjá Bergsveini Reynissyni
bónda á Gróustöðum í Gilsfirði.
Hingað til lands koma þau úr sitt-
hvorri áttinni, hann frá Frakklandi
en hún er af kínverskum ættum en
alin upp í Bandaríkjunum. Þótt þau
hafi lítið kynnst fyrst þegar leiðir
þeirra lágu í saman í smalamennsku
þá átti það eftir að breytast nokkr-
um mánuðum síðar á sömu slóðum.
Í dag búa Quentin og Jamie saman
í Króksfjarðarnesi í Reykhólasveit
þar sem fréttaritari Skessuhorns
náði tali af parinu.
Tók fjórar grásleppu-
vertíðar í röð
Quentin Monnier er frá Angers í
Frakklandi en hann kom til Íslands
fyrir fjórum árum áhugasamur um
að kynnast landi okkar og menn-
ingu.
„Ég vildi ferðast, kom hingað af
því að ég var forvitinn um eldfjöll
og einangruð svæði og hef mikinn
áhuga á náttúrunni. Ég hafði ekki
áhuga á að vera í borginni held-
ur vildi ég sjá sveitirnar og hvern-
ig fólk lifir í dreifbýlinu. Lands-
lagið eitt og sér dugar ekki,“ seg-
ir Quentin sem byrjaði dvöl sína
sem sjálfboðaliði á Gróustöðum
hjá Bergsveini Reynissyni, eða
Begga eins og hann er jafnan kall-
aður. Quentin hefur verið í sveit-
inni meira og minna eftir það með
búsetu við bryggjuna í Króksfjarð-
arnesi. Sjómennsku hafði Quent-
in ekki kynnst fyrr en hann fór að
stunda sjóinn með Begga sem ger-
ir út á bláskel frá Króksfjarðarnesi.
Fyrir þremur árum komst Quentin
einnig á grásleppu með feðgunum
Gísla Baldurssyni og Baldri Gísla-
syni í Búðardal. Þeir feðgar hafa
gert út þrjá báta svo Quentin hef-
ur náð þremur vertíðum í röð með
þeim feðgum. Í ár bætti hann um
betur og tók til viðbótar eina ver-
tíð með Hlyni Gunnarssyni frá
Hólmavík og náði því fjórum ver-
tíðum í beit. Líklega er það met í
sjósókn á þessum veiðum.
„Það var góð grásleppuveiði í ár
og það var mjög áhugavert að prófa
bátinn frá Hólmavík því það er svo
ólíkt verðurfar á þeim slóðum. Það
er líka talsverður munur á veiðiað-
ferðum út frá Hólmavík og hér á
Breiðafirði þar sem ég hef siglt með
Gísla og Baldri. Það þarf að halda
lengra út og fara miklu dýpra út frá
Hólmavík,“ segir Quentin sem hóf
fyrstu vertíð ársins 20. mars og lauk
þeirri síðustu snemma í ágúst.
Lærði haf- og strand-
veiðistjórnun á Ísafirði
Jamie Lai Boon Lee, unnusta
Quentin, er af kínverskum upp-
runa en fæddist í San Francisco í
Bandaríkjunum. Í uppeldinu segist
Jamie hafa fengið góða blöndu af
amerískri og kínverskri menningu.
„Móðurmálin mín eru tvö; enska
og kínverska eða Cantonese. Ég bjó
í Hong Kong frá þriggja til sextán
ára aldurs og grunnskólanámið fór
því fram á Cantonese. Einhvern
tímann heyrði ég þá speki að það
tungumál sem þú notar til að telja
er þitt móðurmál. Ég nota ennþá
Cantonese þegar ég tel,“ segir Ja-
mie sem einnig hefur lært talsvert í
íslensku á dvöl sinni hér á landi.
Jamie kom til Íslands til að
stunda nám í Háskólasetri Vest-
fjarða á Ísafirði og útskrifaðist það-
an í haf- og strandsvæðastjórnun;
Master of Resource Management.
Þótt San Francisco í Kaliforníu sé
við strandlengju ólst Jamie ekki
upp við sjávarmenningu og þekkti
lítið til. Námsvalið vakti því áhuga
fréttaritara.
„Mér er annt um umhverfið,
dýr og sjóinn, en sjórinn þekur svo
stóran hluta af jörðinni. Seinustu
árin heyrum við meira af bráðnun
jökla og áhrifin þess á sjóinn,“ seg-
ir Jamie sem er einnig menntaður
grafískur hönnuður og hafði verið
að vinna sem slíkur í San Francisco
áður en hún kom til Íslands. Jamie
vinnur á Reykhólum á Báta- og
hlunnindasýningunni og síðastlið-
inn vetur vann hún einnig í félags-
starfi unglinga á Reykhólum.
Hittust fyrst
í smalamennsku
Jamie kom fyrst í Reykhóla-
sveitina til að sinna rannsóknar-
vinnu tengdri náminu við haf- og
strandsvæðastjórnun. Þegar kom
að smalamennsku langaði Jamie að
taka þátt og leitaði til Begga á Gró-
ustöðum og það var auðsótt mál.
„Þá hittumst ég og Quentin fyrst,
í bílnum hans Begga í Gilsfirði. Og
það vita allir að Beggi á bara bíl-
druslur,“ bætir Jamie við hlæjandi
og Quentin tekur undir. „Við vor-
um í stórum bíl og vorum mörg
á ferðinni. Við Quentin töluðum
ekkert saman í þeirri ferð. Ég hélt
að hann væri frá Grænlandi eða ein-
hvers staðar frá einangruðum stað
því hann talaði ekkert, notaði bara
tímann í bílnum að vefja sér sígar-
ettur og reykja. Þess á milli stökk
hann út úr bílnum þar sem Beggi
benti honum hingað og þangað að
hlaupa á eftir rollum í rigningunni.
Annars var hann bara sultuslakur,“
segir Jamie og þau Quentin hafa
gaman af endurminningunni.
„Maður verður að vera slak-
ur, það er ástæðulaust að sprengja
sig með látum og verða uppgefinn
strax. Það er skynsamlegt að taka
því rólega á milli,“ segir Quentin
og þau Jamie eru sammála um að
hann hafi verið „supercool“ þenn-
an daginn.
Nokkur tími leið þar til þau
Qentin og Jamie hittust næst en
hún kom til Reykhóla um miðj-
an vetur og fór í sauðburð þá um
vorið hjá Begga. „Þá fórum við að
tala saman,“ segja þau Quentin og
Jamie og vísa til þess að eftir þau
kynni hafa þau verið par í sambúð
við bryggjuna í Króksfjarðarnesi.
Á Íslandi talar
fólk í árstíðum
Fréttaritara stenst ekki mátið að
ljúka samtalinu með því að spyrja
þau Quentin og Jamie út í veður-
farið og hvort þau sakni mildara
veðurfars heimaslóðanna? Jamie er
fljót til svara:
„Maður fer bara í jakka, þá getur
manni liðið svipað og í stutterma-
bol í San Francisco.“ Quentin tek-
ur undir þetta og þau Jamie hafa
gaman af hvernig Íslendingar tala
í árstíðum. „Hér talar fólk í árstíð-
um sem við gerum ekki heima enda
eru árstíðaskiptin svo flöt þar, mað-
ur tekur svo lítið eftir þeim,“ segir
Jamie og Quentin segir það svipað
á hans heimaslóðum. „Árstíðirn-
ar renna meira saman, skiptin eru
ekki eins áberandi eins og hér á Ís-
landi.“
sm
Leiðir þeirra lágu saman í smalamennsku í Gilsfirði
Í sambúð við bryggjuna á Króksfjarðarnesi
Dreymin.
Quentin og Jamie í kvöldsólinni við bryggjuna í Króksfjarðarnesi.
Quentin náði því í sumar að fara á
fjórar grásleppuvertíðar, frá 20. mars
og fram í byrjun ágúst. Hér er hann á
veiðum með Baldri Gíslasyni.
Ljósm. bg.
Kvöldstemning í Króksfjarðarnesi. Bergsveinn Reynisson, bóndi á Gróustöðum,
áhrifavaldur í lífi parsins, stendur í dyragættinni.
Við bryggjuna sem vissulega má muna sinn fífil fegurri.