Skessuhorn


Skessuhorn - 28.08.2019, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 28.08.2019, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚSt 2019 17 SK ES SU H O R N 2 01 9 Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í eftirfarandi: „Rekstur og umsjón Bíóhallarinnar 2020-2023“ Akraneskaupstaður auglýsir eftir áhugasömum aðila til að sjá um rekstur og umsjón Bíóhallarinnar á Akranesi. Rekstur Bíóhallarinnar skal vera í samræmi við gildandi menningarstefnu Akraneskaupstaðar hverju sinni og þannig bjóða upp á umgjörð og stuðning við menningu í bæjarfélaginu í þeim tilgangi að sköpun og upplifun menningar og lista blómstri. Bíóhöllin var stofnuð árið 1942 og leggur Akraneskaupstaður áherslu á að starfsemi í húsinu samræmist menningarsögu hússins. Bíóhöllin samanstendur af eftirfarandi: Húsnæði, alls 753,27 m²• Salur ásamt leiksviði 415,45 m² (209 hefðbundin bíósæti og 24 ◊ lúxus bíósæti). Undir sviði 73,56 m² (búningsherbergi og snyrtingar).◊ Anddyri 215,28 m² (aðalinngangur, miðasöluherbergi, snyrt-◊ ingar, veitingasala og geymsla). Sýningarherbergi og skrifstofa 48,98 m².◊ Rekstraraðili tekur við húsnæði í núverandi ástandi með öllum þeim búnaði sem snýr að daglegum rekstri og er í eigu Akraneskaupstaðar. Með tilboði skal fylgja greinargerð þar sem lýst er fyrirhugaðri nýtingu á Bíóhöllinni í því skyni að standa fyrir öflugu menningarlífi í húsinu. Eftirfarandi skal koma fram í greinargerð og verða umsóknir metnar á grundvelli eftirfarandi þátta: Fyrirhuguð menningarstarfsemi og framtíðarsýn fyrir Bíóhöllina á • tímabilinu 2020-2023. Reynsla umsækjanda af menningarstarfsemi, viðburðahaldi og • rekstri fyrirtækis. Viðskiptamódel/Rekstraráætlun.• Markaðsáætlun.• Útboðsgögn verða afhent áhugasömum frá og með miðvikudeginum 28. ágúst 2019. Senda skal óskir um útboðsgögn á netfangið akranes@akranes.is. Tilboðum skal skilað í afgreiðslu bæjarskrifstofu Akraness, Stillholti 16-18, 1. hæð, eigi síðar en þriðjudaginn 17. september 2019 kl. 12:00 og þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Auglýsing um útboð Í síðustu viku sást til fólks á svif- vængjum á ferð um Snæfellsnes- ið. Það sem vakti þó athygli ljós- myndara var að þessi svifvængir voru vélknúnir. Hitti hann á þessa ævintýramenn þegar þeir voru lent- ir en þarna voru á ferð ofurhugar sem hönnuðu og framleiddu þessa ákveðnu tegund af vélknúnum svif- vængjum. Bjóða þeir upp á ferðir á ýmsa staði í heiminum þar sem svif- vængjunum er flogið og fjölbreyttr- ar náttúru notið. Hefur hópurinn verið hér á landi síðan í lok júlí og lauk á dögunum síðustu ferð sinni, þremur ferðum á sex vikna tímabili. Staðsetning á landinu var hverju sinni valin með hliðsjón af veðri og náttúru. Meðal annars var flog- ið yfir og í kringum Skógafoss á Suðurlandi þar sem meðfylgjandi mynd var tekin. Síðasti hópurinn sem var á ferðinni fór meðal ann- ars um Snæfellsnes. Var hópurinn mjög ánægðir með bæði með að- stöðu, veður og móttökur. þa Ný snyrtistofa var opnuð 19. ágúst síðastliðinn á Akranesi. Stofan ber nafnið Deluxe Snyrtistofa og er til húsa þar sem að sólbaðsstofan Ma- ríkó er staðsett að Smiðjuvöllum 32. „Ég vissi af rýminu og það var búið að bjóða mér að nota það síð- asta árið, en ég vildi fá einhvern með mér,“ sagði Ósk Hjartardótt- ir, einn af eigendum Deluxe Snyrti- stofu, í samtali við Skessuhorn. Ósk og Gyða Agnarsdóttir eiga og reka stofuna saman og hafa þær komið sér upp huggulegri aðstöðu til að snyrta og dekra við viðskiptavini sína innan veggja sólbaðstofunnar. „Mamma og stjúppabbi minn eiga Maríkó og það var auka herbergi þarna til afnota, tilvalið fyrir snyrti- stofu,“ bætir Ósk við. Ósk og Gyða ræddu það á einni kvöldvaktinni á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, þar sem þær starfa sam- an, að opna snyrtistofu og áður en þær vissu voru þær búnar að opna og byrjaðar að bóka viðskiptavini. Blaðamaður Skessuhorns kíkti á nýju stofuna og spjallaði við þær stöllur um aðdraganda og framtíð- arsýn Deluxe Snyrtistofu. Skyndiákvörðun Stuttur tími leið frá því að þær vin- konur töluðu um að opna stofuna þar til þær ákváðu að slá til og hefja rekstur en ákvörðunin var tekin á einni kvöldvaktinni á sjúkrahús- inu á Akranesi þar sem þær starfa báðar sem sjúkraliðar. „Við vorum að ræða þetta eitt kvöldið hvort við ættum að opna stofu saman. Það var svo bara í síðustu viku sem við ákváðum að láta verða af þessu. Mikil skyndiákvörðun í rauninni,“ segja þær. Ósk og Gyða kynntust í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi þar sem þær hafa verið að læra sjúkraliðann og stefna á að útskrif- ast þaðan í desember á þessu ári. „Hugmyndin er að hafa snyrtistof- una samhliða vaktavinnunni á spít- alanum,“ bæta þær við en ásamt því að læra sjúkraliðann þá eru þær báð- ar einnig snyrtifræðingar að mennt. Gyða er snyrtimeistari, lærði hjá Snyrtiskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 2004. Í kjölfarið rak hún sína eigin stofu, Deluxe snyrti- og dek- urstofu, sem var staðsett í Glæsibæ í Reykjavík. Síðar elti hún ástina til Akraness þar sem hún hefur skot- ið niður rótum með eiginmanni sínum og börnunum þeirra þrem- ur. „Það er æðislegt að vera hérna, sérstaklega gott fyrir börn,“ segir Gyða um Akranes. Ósk er aftur á móti rótgróin Skagamær. Hún er búsett á Akra- nesi ásamt kærasta sínum og tveim- ur börnum og útskrifaðist Ósk úr Snyrtiakademíunni árið 2016. Litun og vax vinsælast Nóg hefur verið að gera frá því þær byrjuðu að taka við fyrstu tíma- pöntunum en svo virðist vera sem litun og vax á augabrúnum sé vin- sælast. „Augnháralengingarnar eru mjög eftirsóknaverðar hjá mér. Það er mikil þróun búin að vera í því sem og augnhárapermanenti, það er líka vinsælt,“ segir Gyða. Sam- an deila þær dekur rýminu í Maríkó og bóka tíma samkvæmt því. Hægt er að hafa samband við þær í gegn- um Facebook síðu stofunnar, De- luxe snyrtistofa, og panta tíma eða hringja í síma 771-4047, en ekki verður hefðbundinn opnunartími þar sem fólk getur gengið inn og óskað eftir dekri eða annars konar meðferðum og því hvetja þær við- skiptavini til að hafa samband við sig fyrir tímapantanir. Einnig er hægt að sjá allar meðferðir sem eru í boði á Facebook síðunni ásamt verðskrá. „Þetta fer vel af stað og við erum spenntar fyrir framhald- inu,“ bætir Ósk við að lokum. glh Deluxe Snyrtistofa opnuð á Akranesi Ósk og Gyða hafa opnað Deluxe Snyrtistofuna á Akranesi. Á vélknúnum svifvængjum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.