Skessuhorn - 28.08.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚSt 201912
FJARNÁM
Skráning á haustönn fer fram dagana 22. ágúst til
5. september á slóðinni www.fa.is/fjarnam
3
3 l .
Á mánudag var boðað til opins
kynningarfundar á fyrirhuguð-
um skipulagsbreytingum á Skóg-
arhverfi á Akranesi. Nokkur um-
ræða hefur skapast um fyrirhugað-
ar skipulagsbreytingar meðal íbúa
á Akranesi undanfarið, einkum um
þann þátt breytinganna er snýr að
skipulagsmörkum skógræktarsvæð-
isins Garðalundar. Eldra deiliskipu-
lag er fellt úr gildi og það svæði sem
þar heitir Stækkun Garðalundar,
vestan vegslóðans sem liggur með-
fram Garðalundi í dag, er áform-
að að taka undir íbúabyggð. Engar
breytingar eru fyrirhugaðar á skóg-
ræktinni sjálfri eins og hún er í dag,
en íbúar ljáðu máls á því á fund-
inum að með þessum áformum
þætti þeim þrengt að útivistarsvæð-
inu í Garðalundi. Flestir þeir sem
tjáðu sig um þetta á fundinum vildu
halda sig við gamla skipulagið, þar
sem gert er ráð fyrir því að Garða-
lundur geti stækkað til vesturs og
að þar verðir áfram grænt svæði.
Þykir þrengt
að Garðalundi
Í drögum að deiliskipulagi 3. áfanga
er áætlað að byggð verði um 40
metrum frá veginum, þar sem nú
er flói. Lýstu nokkrir fundarmenn
þeirri skoðun sinni að þeim þætti
byggðin of nálægt Garðalundi og
lýstu áhyggjum sínum af því að í
framhaldinu yrði vegslóðinn mal-
bikaður og tengdur við þjóðveginn.
Þar með yrði komin umferðargata
út á þjóðveg, meðfram Garðalundi.
Sigurður Páll Harðarson, sviðs-
stjóri skipulags- og umhverfissviðs,
sagði að ekki hefði verið tekin af-
staða til þess í umhverfis- og skipu-
lagsráði hvort tenging yrði út úr
hverfinu á veg meðfram Garða-
lundi og heldur ekki hvort sá veg-
ur yrði tengdur þjóðveginum. Það
væri ekki hluti af skipulagsdrögun-
um en ljóst að taka þyrfti afstöðu
til þess. Gert væri ráð fyrir teng-
ingu við nýtt hverfi í gegnum Akra-
lund og Asparskóga. Seinna, þegar
byggðin færist nær þjóðveginum, er
áformuð tenging við Akrafjallsveg
út úr Skógarhverfinu neðar í hverf-
inu. Íbúar þess hluta hverfisins sem
þegar hefur verið byggður lýstu
áhyggjum af aukinni bílaumferð.
Sigurður Páll sagði að hugmyndin
væri að allar götur í hverfinu yrðu
með 30 km/klst. hámarkshraða, til
að umferð yrði sem öruggust.
Eftirspurn eftir rað- og
parhúsalóðum
Spurður um ástæður fyrirhug-
aðra breytinga sagði Sigurður Páll
þær tvíþættar; núgildandi skipulag
væri orðið tólf ára gamalt og kjörn-
ir fulltrúar hafi viljað endurskoða
það. Einnig hafi verið eftirspurn
eftir rað- og parhúsalóðum á Akra-
nesi og fyrirhuguð skipulagsbreyt-
ing Skógarhverfis 3A væri liður í að
bregðast við þeirri eftirspurn.
Einnig hafi verið ákveðið að
deiliskipuleggja stofnanalóð fyrir
grunnskóla, leikskóla og íþróttahús
í hverfinu, það sem kallað er áfangi
3B. Þegar eru uppi hugmyndir um
byggingu nýs leikskóla á Akranesi,
en enn þykir ekki grundvöllur fyr-
ir byggingu nýs grunnskóla. Þann
möguleika vilja bæjaryfirvöld hins
vegar hafa fyrir hendi í skipulagi,
sem og að hugsanlega mætti reisa
þar íþróttahús þegar fram líða
stundir.
Samhliða þessu hafi enn frem-
ur verið ákveðið að gera drög að
skipulagi alls 3. áfanga hverfisins,
til að skapa heildarsýn fyrir hverf-
ið sem þar myndi rísa þó að sá
hluti verði ekki auglýstur strax. Al-
mennt séð er í drögunum gert ráð
fyrir einbýlishúsalóðum nær jaðri
hverfisins, en síðan bæði fjölbýlis-,
rað- og parhúsum inni í hverfinu.
Í þriðja áfanga er gert ráð fyrir
grænu svæði, nokkurs konar kraga
kringum þann áfanga Skógahverf-
isins. Hluti græna kragans er meira
að segja inni í deiliskipulagi Skóg-
arhverfis 3A, sem yrði eitt af því
sem yrði auglýst fyrst. Fundargest-
ir sögðu það gott og blessað, töldu
græn svæði verðmæt til framtíðar
en flestir kváðust engu að síður sjá á
eftir því græna svæði sem yrði tekið
undir byggð ef núgildandi skipulag
verður fellt úr gildi.
Mismunandi skoðanir
Ekki voru allir fundarmenn and-
snúnir því að fella eldra deili-
skipulag úr gildi. Ekki var annað
að heyra á einum fundarmanna en
að hann væri frekar fylgjandi því
að færa byggð nær Garðalundi en
ekki. Meirihluti þeirra sem litu við
á fundinum þá rúmu klukkustund
sem Skessuhorn var þar voru hins
vegar andvígir breytingunni.
Athugið að hér hefur aðeins
reynt í grófum dráttum að gera skil
þeim sjónarmiðum sem fram komu
á fundinum á þeim tíma sem blaða-
maður sat hann. Einhverjar um-
ræður hafa einnig skapast um málið
á samfélagsmiðlum og ljóst að íbú-
ar hafa mismunandi skoðanir á fyr-
irhuguðum skipulagsbreytingum.
Í kjölfar fundarins verða skipu-
lagsgögnin lögð fyrir skipulags- og
umhverfisráð ásamt fundargögnum
og síðan bæjarstjórn til frekari af-
greiðslu. Verði ákveðið að auglýsa
skipulagsbreytingarnar gefst íbúum
að minnsta kosti sex vikna frestur
til að gera athugasemdir við þær,
eins og kveðið er á um í skipulags-
lögum. kgk
Sigurður Páll Harðarson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaup-
staðar, kynnti fyrirhugaðar skipulagsbreytingar.
Fyrirhugaðar skipulagsbreytingar kynntar á Akranesi
Garðalundur á hægri hönd. Fyrir miðju má sjá stíginn sem liggur meðfram
skógræktarsvæðinu í dag og er einkum nýttur sem göngu- og reiðstígur þó stöku
sinnum sé ekið þar um á bíl.
Sá hluti breytinganna sem helst er tekist á um er skipulagssvæði Garðalundar.
Fyrir ofan má sjá gildandi deiliskipulag en fyrir neðan þann hluta deiliskipulags
sem áformað er að fella úr gildi og skipuleggja upp á nýtt. Teikning fengin úr
skipulagsgögnunum.
Uppdráttur að deiliskipulagi Skógarhverfis 3A, ásamt drögum að skipulagi 3.
áfanga. Teikning fengin úr skipulagsgögnunum.