Skessuhorn - 28.08.2019, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚSt 2019 19
tryggvi Konráðsson staðarhaldari
í Reykholti hélt ásamt dóttur sinni
Guðrúnu Huldu, veglega bílasýn-
ingu í Reykholti á sunnudaginn.
Þokkalegur fjöldi mætti á sýninga-
stað til að skoða gömlu glæsibif-
reiðarnar og gátu ungir sem aldn-
ir notið sín á sýningunni. „Yngsta
kynslóðin gat fengið að prófa fót-
stigsbílana og líka farið í bíltúr með
tunnulestinni sem var eftirsókn-
arvert. Það er nauðsynlegt að hafa
eitthvað fyrir krakkana að gera því
ég get ímyndað mér að það sé ekk-
ert rosalega skemmtilegt að skoða
stóru bílana sem má ekki snerta,“
segir tryggvi í samtali við Skessu-
horn. „Þetta er í fyrsta skipti sem
við höldum svona sýningu fyr-
ir almenning, yfirleitt er þetta
bara vinafólk sem kemur saman ár
hvert,“ bætir hann við.
Eftir sýningu var slegið til 60
manna vinaveislu þar sem heilir
lambaskrokkar voru grillaðir á sér-
stöku bíla-grilli sem tryggvi hafði
sjálfur sett saman. „Fjölskyldan
hjálpaði til við grillveisluna, ég get
náttúrlega ekki verið allsstaðar, svo
einfalt er það.“
glh/ Ljósm. Josefina Morell
Þriðja umferð Íslandsmótsins í
rallýi; Rallý Reykjavík, fram fer
dagana 29. - 31. ágúst næstkom-
andi. Að þessu sinni fer stærsti hluti
keppninnar fram á Vesturlandi, það
er í Borgarfirði sem og á Snæfells-
nesi. Einn Borgfirðingurinn; Aðal-
steinn Símonarson mætir til leiks
ásamt Valdimari Jóni Sveinssyni á
MMC Lancer Evo 7, en þetta er
fyrsta keppnistímabil þeirra sam-
an. Aðalsteinn er rallýáhugamönn-
um vel kunnur, en hann hefur ver-
ið viðriðinn rallý frá unglingsaldri
og skapað sér gott orðspor sem að-
stoðarökumaður. Varð hann meðal
annars Íslandsmeistari árið 2014 og
2015.
Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykja-
víkur sér um framkvæmd keppn-
innar að þessu sinni en um er að
ræða umfangsmestu rallýkeppni
ársins, þar sem eknir verða rúmlega
þúsund kílómetrar, þar af tæplega
300 km. á sérleiðum.
Keppnin hefst stundvíslega
fimmtudaginn 29. ágúst klukkan
17:00 við Olís í Mjódd en fyrsta
sérleið dagsins verður ekin um
Djúpavatn. Eftir næturhlé í Reykja-
vík verður dagurinn tekinn snemma
og haldið vestur á Snæfellsnes þar
sem fyrsti bíll verður ræstur frá
Arnarstapa klukkan 10:00. Verða
eknar fjórar umferðir milli Arnar-
stapa, Ólafsvíkur og Prestahrauns
áður en hádegishlé verður tekið hjá
söluskála ÓK í Ólafsvík. Eftir há-
degishlé verður haldið í Berserkja-
hraun en að því loknu verður ekið
yfir á Mýrarnar þar sem eknar verða
fjórar ferðir um Skíðsholt og Híta-
rdal. Samansöfnun og viðgerðarhlé
verður síðan um klukkan 21:30 við
Olís í Borgarnesi.
Þriðja og síðasta daginn, laugar-
daginn 31. ágúst, hefst keppni aft-
ur snemma og munu keppendur að
mestu halda sig í Borgarfirðinum,
nánar tiltekið á gamla veginum um
tröllháls, Uxahryggi og Kaldadal.
Verður fyrsti bíll ræstur inn á tröll-
háls klukkan 08:10 og munu kepp-
endur aka hverja leið tvisvar sinn-
um. Að þeim loknum verður haldið
að Djúpavatni en keppninni lýkur
klukkan 15:15 við Olís í Mjódd.
„Af öryggisástæðum er fólk beð-
ið að virða lokanir á leiðum meðan
á keppni stendur en einnig er fólk
hvatt til að koma og hitta keppend-
ur, skoða bílana og upplifa stemm-
inguna. Nánari upplýsingar um
keppnina er að finna á heimasíðu
Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur,
bikr.is,“ segir í tilkynningu.
mm
Rallýkeppni víðsvegar um Vesturland um næstu helgi
Hélt bílasýningu í Reykholti
Bílarnir hver öðrum glæsilegri á sýningunni.
Bílafjölskylda.Tunnulestin var vinsæl hjá yngstu kynslóðinni.
Heilir lambaskrokkar voru grillaðir í 60 manna
vinaveislu eftir sýningu.
Benz bílafloti.