Skessuhorn - 28.08.2019, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚSt 2019 9
AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM Í
UPPBYGGINGARSJÓÐ
VESTURLANDS
VEITTIR VERÐA STYRKIR TIL
ATVINNUÞRÓUNAR OG NÝSKÖPUNAR
Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, er að finna reglur
og viðmið varðandi styrkveitingar.
Umsóknarformið er á heimasíðu ssv.is:
http://ssv.is/uppbyggingarsjodur-vesturlands/
Nánari upplýsingar í síma 433-2310 eða senda fyrirspurnir á
netfang: uppbyggingarsjodur@ssv.is
Frestur til að skila inn umsóknum rennur út á miðnætti
mánudaginn 23. september 2019
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
MATUR VERÐUR Í BOÐI AÐ ÞINGI LOKNU FYRIR ÞÁTTTAKENDUR
Markmiðið með íbúaþinginu er að leita svara við ýmsum spurningum sem varða skólastefnu og
áherslur skólahverfisins.
Ingvar Sigurgeirsson mun stýra umræðum og úrvinnslu.
Innlegg frá þinginu verða nýtt til að kynnast áherslum og nýta þær við mótun skólastefnu
sveitarfélagsins.
Leitað verður svara við mörgum brennandi spurningum t.d.:
· Hvernig getum við eflt skólastarfið í Laugargerðisskóla?•
· Hvernig sjáum við framtíð skólans okkar, t.d. eftir 5 ár eða 10?•
· Hvað brennur mest á íbúum skólahverfisins í skólamálum?•
· Hvað er brýnast að gera?•
· Hvaða leiðir eru bestar?•
Allir íbúar Eyja- og Miklaholtshrepps og Kolbeinsstaðahrepps sem áhuga hafa á skólamálum,
hvort sem þeir eiga börn í skólanum eður ei, eru hvattir til að mæta og koma sjónarmiðum
sínum á framfæri.
Innan skólans munu nemendur og starfsmenn sömuleiðis leita svara við þessum spurningum
þannig að sem flestir komi að stefnumótuninni.
Saman byggjum við sterkt skólasamfélag.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í tölvupósti til skólastjóra Ingveldar Eiríksdóttur
skolastjori@laugargerdisskoli.is
LAUGARGERÐISSKÓLI, Í SAMSTARFI VIÐ
SKÓLASTOFUNA SLF – RANNSÓKNIR OG RÁÐGJÖF
OG EYJA- OG MIKLAHOLTSHREPP, KYNNIR ÍBÚAÞING
UM SKÓLAMÁL MIÐVIKUDAGINN 4. SEPTEMBER
KLUKKAN 10:30 - 12 00
Blóðbankinn hefur komið á Snæ-
fellsnes í allmörg ár en í næstu
viku er heimsókn bílsins einmitt
skipulögð. „Við verðum með blóð-
söfnun í Grundarfirði við Kjör-
búðina þriðjudaginn 3. septem-
ber frá kl. 12:00-17:00. Í Stykkis-
hólmi verður bíllinn miðvikudag-
inn 4. september við íþróttamið-
stöðina frá kl. 08:30-12:00 og við
Söluskálann í Ólafsvík sama dag
frá kl. 14:30-18:00. „Við hvetjum
alla, nýja sem vana blóðgjafa, til
að koma til okkar og endilega látið
orðið berast,“ segir í tilkynningu frá
Blóðbankanum. „Blóðgjöf er raun-
veruleg lífgjöf og getur ein blóðgjöf
bjargað allt að þremur mannslíf-
um. Því skiptir hver og einn blóð-
gjafi ótrúlega miklu máli. til þess
að anna eftirspurn eftir blóði þarf
u.þ.b. 2000 nýja blóðgjafa á hverju
ári til viðbótar við þann hóp sem
við höfum nú þegar. Við erum afar
þakklát fyrir alla þá blóðgjafa sem
hafa lagt leið sína til okkar. Hjart-
ans þakkir,“ segir í tilkynningu.
mm
Þeir voru frekar skömmustulegir
ferðamennirnir á þessum bíl þeg-
ar ljósmyndara Skessuhorns bar
að garði, en þá var Birgir tryggva-
son hjá Bílaaðstoð og flutningum
ehf að vinna við að ná bílnum upp.
Þarna höfðu ferðamennirnir verið
að beygja inn á planið við Grundar-
foss í Grundarfirði og af einhverj-
um ástæðum ekki hitt á afleggjar-
ann. Bíllinn endaði fyrir utan veg
þar sem hann komst hvorki lönd né
strönd. Stuttan tíma tók að draga
bílinn upp og ferðamennirnir gátu
haldið áleiðis og skoðað hinn fagra
Grundarfoss sem var ansi tignar-
legur eftir mikla úrkomu síðustu
daga. tfk
Á meðfylgjandi grafi má sjá árangurinn af þeim ferðum sem bíllinn hefur farið
á Snæfellsnes frá árinu 2013. Eins og sjá má hefur komum blóðgjafa í Blóð-
bankabílinn þar aðeins farið fækkandi með árunum. Nú þarf að snúa þeirri þróun
á réttan veg að nýju!
Blóðsöfnun á
Snæfellsnesi í næstu viku
Bíll Blóðbankans verður í Grundarfirði, Stykkishólmi og Ólafsvík í næstu viku.
Misreiknaður
beygjuradíus