Skessuhorn


Skessuhorn - 28.08.2019, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 28.08.2019, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚSt 2019 21 „Sumarið hefur verið alveg frábært í mínum huga. Völlurinn var frá- bær og veðrið lék við okkur. Elstu menn muna ekki eftir annarri eins sumarblíðu,“ segir Guðmund- ur Sigvaldason, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis, í samtali við Skessuhorn. „Umferðin um Garða- völl hefur verið mikil og núna um miðjan ágúst hafa verið spilaðir um 17 þúsund hringir á vellinum í sum- ar. Það er svipað og gerist í góðu meðalári og samt er allur septem- ber eftir,“ segir framkvæmdastjór- inn og telur veðrið leika þar stórt hlutverk, ásamt opnun nýrrar frí- stundamiðstöðvar sem tekin var í notkun í apríl síðastliðnum. Guð- mundur segir nýja húsinu hafa ver- ið afar vel tekið. „Það er sama hvert litið er; félagsmenn, gestir og kylf- ingar eru allir ánægðir með nýja húsið og lofa það í hástert. Jafn- vel er haft orð á því að umgjörð- in sé orðin eins og hún gerist best erlendis. Okkur sem störfum hér á vegum klúbbsins finnst gaman að heyra það,“ segir hann ánægð- ur. „Bygging hússins, í samstarfi við Akraneskaupstað, var í alla staði vel heppnuð. Verkið gekk bæði hratt og örugglega. Ekki liðu nema 14 mánuðir frá því byrjað var að rífa gamla klúbbhúsið og þar til ný frí- stundamiðstöð var tekin í notkun. Öll umgjörð og aðstaða til golfiðk- unar er orðin til fyrirmyndar, bæði úti og inni og vinnuaðstaða starfs- fólks mjög góð,“ segir Guðmund- ur. Fleiri sækja Garðavöll heim „Þá má ekki gleyma samstarfinu við Galito, sem annast veitingarekstur í húsinu. Það hefur gengið afar vel. Mér finnst þeim hafa tekist að búa til fjölskylduvænan veitingastað við Garðavöll þar sem hlýleikinn er í fyrirrúmi. Enda höfum við fengið margar heimsóknir af götunni og mun meiri umferð um svæðið en verið hefur undanfarin ár. Algengt er orðið að fólk líti við til að njóta góðra veitinga, útsýnisins, umhverf- isins og nándarinnar við kylfingana. Þetta samstarf gefur því ekki tilefni til annars en bjartsýni,“ segir hann. „Húsið býður upp á marga mögu- leika til fundahalda, ráðstefna og hvers kyns mannamóta. Í vor og sumar hafa verið haldnar ferming- arveislur, afmæli, brúðkaupsveislur, árgangsmót, erfidrykkjur og djass- tónleikar í húsinu. Þannig að við erum búin að prófa ýmislegt, en allir hafa þessir viðburðir heppnast vel. Hér er góð hljóðvist og stað- urinn hentar því vel til hvers kyns samkvæma og mannamóta,“ seg- ir Guðmundur. „Allt hefur þetta haft góð áhrif á klúbbinn og rekst- urinn hefur tekið miklum breyt- ingum í ár. Þar hefur ný aðstaða og gott veður auðvitað mikið að segja eftir tvö döpur rekstrarár og tap af rekstri klúbbsins,“ segir hann. Fjölgun milli ára Nýliðun hefur verið mikil í Golf- klúbbnum Leyni undanfarin ár og á þessu ári hefur félagsmönn- um fjölgað lítillega, eða um 1% að sögn Guðmundar. „En síðan við tókum við vellinum í ársbyrjun 2013, eftir fimm ár í höndum Golf- klúbbs Reykjavíkur, hefur félags- mönnum fjölgað um 31%,“ seg- ir hann. „Eitt af því sem sem mér þykir samt athyglisverðast er að skoða fjölda félagsmanna sem hlut- fall af íbúafjölda í póstnúmerinu 300. Á þessum sjö árum, frá 2013 til dagsins í dag, hefur okkur tek- ist að halda í við mikla fjölgun íbúa og eru félagsmenn Leynis á milli 6 og 7% af heildaríbúafjölda og hefur það hlutfall heldur verið að hækka síðustu ár. Það þykir mér mjög já- kvætt, sérstaklega í ljósi þess að íbú- um á Akranesi hefur fjölgað mik- ið á þessu sama tímabili. Það segir okkur að stjórn Leynis hefur unn- ið mjög gott starf á hverjum tíma,“ segir hann. Alls voru 499 manns skráðir í klúbbinn 19. ágúst síðastliðinn og Leynir því þriðja stærsta íþróttafé- lagið innan vébanda ÍA, þar af með á fjórða tug nýliða. „Ekkert íþrótta- félag hér í bæ tel ég að geti státað sig af jafn breiðum hópi iðkenda og aldursbili, það þori ég að fullyrða. Yngsti félagsmaðurinn okkar er sex ára gamall en sá elsti er um nírætt,“ segir Guðmundur og brosir. Öflugt æskulýðsstarf „Þannig að starf klúbbsins nær yfir mjög breiðan aldurshóp. Nýlið- ar í klúbbnum voru milli 30 og 40 talsins á liðnu sumri, á öllum aldri. Fjölgun hefur orðið í hópi barna og unglinga frá síðasta ári, enda stefna stjórnar að hafa barna- og ung- lingastarfið eins öflugt og kostur er hverju sinni. Birgir Leifur Haf- þórsson hefur verið íþróttastjóri Leynis undanfarin þrjú ár og hef- ur hann aukið gæði barna- og ung- lingastarfsins. Það hefur skilað sér í fjölgun iðkenda í þeim hópi,“ segir Guðmundur. „Þá höfum við sömu- leiðis staðið fyrir golfleikjanám- skeiðum á sumrin fyrir sex til tíu ára krakka. Námskeiðin hafa notið vin- sælda og í raun varð algjör spreng- ing í aðsókn að þeim núna í sum- ar þegar vel yfir hundrað krakkar tóku þátt. Elstu krakkarnir í ung- lingastarfinu eru leiðbeinendur þar og hafa staðið sig ofboðslega vel,“ segir hann. „Þarna er grasrótin og mikilvægt að hlúa að henni. Þetta er hópurinn sem kemur til með að taka við keflinu þegar fram líða stundir,“ bætir hann við. Gott starf Alls hafa um 15 starfsmenn stað- ið vaktina hjá golfklúbbnum frá því Garðavöllur var opnaður í vor. „Þeim ber að þakka fyrir vel unn- in störf, öllum sem einum; vallar- starfsmenn, starfsmenn í afgreiðslu og golfverslun, þjálfarar og starfs- menn leikjanámskeiðanna,“ seg- ir Guðmundur. „Á veturna er ég í fullu starfi og svo einn starfsmað- ur í hlutastarfi við kennslu. Síðan vorum við að bæta við starfsmanni í hlutastarf við bókhald og önnur til- fallandi störf á skrifstofu fyrir kom- andi vetur,“ segir hann. „Auk þess höfum við verið í góðu samstarfi við verktakann Grastec um um- hirðu vallarins og ráðgjöf. Vélavið- haldið hefur Steðji séð um en mik- ilvægt er að viðhalda og vera með góðan vélakost. „Þar að auki má geta þess að margir áhugasamir samstarfsaðilar styðja við klúbbinn með ýmsum hætti og vilja leggja öflugu starfi Leynis lið.“ Miklir möguleikar til framtíðar Starfsemi klúbbsins fer að dragast saman þegar líður að lokum sept- embermánaðar. Að endingu verð- ur vellinum lokað yfir veturinn og starfið færist undir þak. „Í janú- ar síðastliðnum opnuðum við nýja inniaðstöðu í kjallara frístunda- miðstöðvarinnar. Hún hefur slegið í gegn og bjart framundan í starf- inu þar í vetur. Þar er 9 holu pútt- völlur og tveir golfhermar og allir velkomnir að nýta sér þá aðstöðu,“ segir hann. Framundan á komandi árum eru breytingar á vellinum, en til stendur m.a. að endurnýja sex flat- ir og nokkra teiga. „Það ásamt við- haldi og áframhaldandi endur- nýjun tækjakosts eru stærstu verk- efni næstu ára. Við þurfum að vera með góð tæki ef við viljum vera með góðan völl,“ segir Guðmund- ur og bætir því við að endingu að framtíðin sé björt hjá Golfklúbbn- um Leyni. „Við höfum þegar skip- að okkur í hóp fremstu golfklúbba landsins þegar gæði vallar og þjón- usta við kylfinga er annars vegar. Klúbburinn hefur mikla möguleika til framtíðar með þennan frábæra völl og glæsilega frístundamiðstöð við Garðavöll,“ segir Guðmundur Sigvaldason að endingu. kgk Guðmundur og Sævar Freyr bæjarstjóri bjóða keppendur á Íslandsmóti 60+ í pútti velkomna síðastliðinn fimmtudag. Ljósm. mm. Frábært sumar að baki í golfinu á Akranesi Guðmundur Sigvaldason, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis. Ljósm. kgk. Ný frístundamiðstöð við Garðavöll var formlega opnuð laugardaginn 11. maí síðastliðinn. Vilhjálmur Birgisson mundar kylfuna á fyrsta teig á styrktarmóti VLFA sem haldið var í maí. Ljósm. úr safni/ mm. Eldri kylfingar keppa á púttmóti sem haldið var á púttvellinum við Garðavöll í júlímánuði. Ljósm. úr safni/ mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.