Skessuhorn - 28.08.2019, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚSt 2019 23
Vísnahorn
Það virðist allt ætla að
gerast heldur snemma í
ár. Það voraði snemma
og virðist ætla að hausta
snemma. Allavega sýnist
það á gróðrinum. Jóhannes á Gunnarsstöðum
orti eitthvert haustið eða síðsumars:
Haustsins eyði ógnarvald
en þó seiði blandið
er að breiðast eins og tjald
yfir heiðalandið.
Það merka rit sem nefndist Útvarpstíðindi
stóð eitt sinn fyrir vísnakeppni og þar kom
meðal annars fram þessi vísa eftir Jakob Ó.
Pétursson sem oft notaði dulnefnið Peli og
ætli þetta verði ekki endalokin okkar flestra:
Er ég fell í feigðarsjó,
flýgur önd í bláinn,
klerkurinn með kaldri ró
kastar mold á náinn.
Í raun eigum við ekki margra kosta völ í líf-
inu. Annaðhvort að halda því áfram eða yf-
irgefa það. Reyndar sleppur víst enginn við
seinni kostinn að lokum en þangað til er ekki
annað að gera en bíða og þá eldumst við með
eitthvað misjöfnum aðferðum og afleiðing-
um. Erlingur Jóhannesson orti á sínum seinni
árum:
Elli tökum á mér nær,
allt úr skorðum gengur,
svo að varla vísufær
verð ég talinn lengur.
Lengi hefur verið misskipt mannanna gæð-
um og ekki síður veðráttunni. Meðan sumir
landshlutar líða fyrir skort á rigningu fá aðrir
rúmlega nóg og gætu séð af nokkrum rign-
ingardögum ef vildi. Þetta vandamál er víst
ekkert nýtt af nálinni samanber þessa vísu eft-
ir Pela:
Gefðu drottinn, góðan vind,
svo geti bændur þurrkað heyin,
mér finnst vera voða synd
að væta landið öðrumegin.
Ástamál fólks hafa trúlega alla tíð verið dá-
lítið flókin. Kannske voru þau ekkert síður
flókin á tímum forfeðra okkar en unglingar
allra tíma telja sig vera fyrstu kynslóð til að
glíma við foreldravandamálið og hormóna-
ólguna og nefndu það bara. Ekkert veit ég þó
hver orti eftirfarandi. Kannske hann hafi samt
fundið ilmvatnskeim:
Áður maður meyju kaus
að milda lífsins vetur.
Þá var ástin lyktarlaus,
en lánaðist þó betur.
Eftirfarandi vísur munu hinsvegar vera eft-
ir torfmýrar Jónas sem eitt sinn var þekktur
hagyrðingur í Skagafirði:
Drýgja vinn eg varla synd,
vín þó hlynni barmi.
í óminnismeinalind
mínum brynni eg harmi.
Tíminn ryður fram sér fast.
fremur biðar naumur.
Hverfur iðu amakast,
eins og liðinn draumur.
Lífs fram stígur straumur hart,
stund án flýgur biðar;
fljótt á sígur seinnipart,
sól til hnígur viðar.
Saura Gísli var á sinni tíð þekktur maður,
brögðóttur mjög og hrekkjóttur og kvenna-
maður í betra lagi. Eitthvað lenti hann í kast
við yfirvöldin út af kvennamálum sínum og
hlaut refsingu fyrir. Var allavega dæmdur
til hýðingar hvort sem náðist að fullnægja
dómnum. Á seinni árum sínum fluttist hann
að Litlu Þúfu á Snæfellsnesi og þá kvað Sig-
urður Kristjánsson í Syðra Skógarnesi:
Norðursýslum flæmdist frá,
fólk þeim hvíslar orðum:
Lagahríslu þekkti þá
Þúfu-Gísli forðum.
Seinna bætti Sigurður við:
Gísli í Þúfu gráhærður,
gamall Kúfu reiðmaður.
Merarjúfurs mildingur.
Málaskrúfu naglbítur.
Menntaskólinn á Akureyri hefur löngum
verið drjúgur við að hagyrðingaframleiðslu
og ég held ég fari rétt með að á námsárum
sínum þar hafi Ragnar Ingi Aðalsteinsson ort
um Harald Blöndal:
Haraldur er höfuð sinnar ættar,
Haraldur er skólans rímsnillingur,
Haraldur er virði heillar vættar
og veit það upp á sína tíu fingur.
Þeir voru góðir vinir Vesturheimsku skáld-
bræðurnir, Káinn, Stephan G, og Guttorm-
ur J. Guttormsson en skutu stundum dálítið
beitt hver á annan. Einhvern tímann lét Ká-
inn þessa vaða:
Stephan G. hefur tungur tvær,
tyrfín sú vinstri og óframbær,
rassbögufrjó og grasbítsgjörn,
grenjar mannýg við leirutjörn.
Heimspekileg er hin og góð,
hún á skáldmjöð og andans glóð.
Svar Stephans var svohljóðandi og nefnist
,,tekið undir með Káinn“:
Skilningsbirtan mín er myrkt
moldviðre hjá Stebba G
Klám get virt, sé á mig yrt.
Indæle er Káins spé!
Eitt sinn var Sigurður Breiðfjörð staddur
í búð í Reykjavík kenndur að vanda. Þar bar
að mann, er tók hattinn af honum og vatt sér
síðan burt. Sigurður snaraðist á eftir honum
og kvað:
Óttinn hvatti synda svín
sjón að drattast minni frá.
Í því bili náði hann manninum og bætti
við:
Tókstu hattinn, heillin mín?
Hvaða skratti varð þér á!
Halldóra B. Björnsson skáldkona vann mörg
ár á Alþingi og varpaði þá oft fram stökum að
gefnu tilefni. Á þinginu 1946-1947 kvað hún
og var tilefnið 180. mál, þingskjal 445:
Það má sjá af þingskjölum
(en þau eru stundum margumdeild)
að flutt hefur verið frumvarp um
fávitahæli í efri deild.
Líka er hægt að lesa þar
löngu vituð sannindi
að tillögunni tekið var
með takmörkuðum skilningi.
Já, lengi hefur verið margt skrítið á Alþingi
en eigum við svo ekki að ljúka þessu með
ágætri vísu eftir Friðrik Hansen og ætli þetta
verði ekki örlög æði margra af vorum andlegu
snilldarverkum:
Öll voru döpur örlög þín
nú ætla ég þig að heygja.
Svona er því varið vísan mín
að verða til og deyja.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is
Rassbögufrjó og grasbítsgjörn - grenjar mannýg við leirutjörn
Eins og greint var frá í Skessuhorni
í síðustu viku færði Bryndís Guð-
mundsdóttir talmeinafræðingur
öllum leikskólum á Akranesi náms-
efni að gjöf sem ætlað er að bæta
málþroska barna. En Bryndís ger-
ir gott betur og í samstarfi við Ikea,
Lýsi, Marel, Raddlist og hjón-
in Björgólf thor Björgólfsson og
Kristínu Ólafsdóttur mun hún færa
öllum leikskólum á landinu náms-
efnið að gjöf.
Námsefnið heitir Lærum og leik-
um með hljóðin og er ætlað öllum
barnafjölskyldum og skólum. „Allir
leikskólar á landinu fá nú í sumar
heildstætt efni úr Lærum og leik-
um með orðin að gjöf til að nýta í
starfi með leikskólabörnum. Auka-
efni eins og púsl, límmiðar og
vinnusvuntur, sem styðja við hljóð-
anámið með fallegum stafamynd-
um, fylgir með í skólapökkunum.
Einnig munu fimm íslensk smáfor-
rit fyrir iPad vera gefin samhliða til
allra skólanna og foreldra íslenskra
barna,“ segir á vef Borgarbyggðar,
en þangað í sveit kom Bryndís fær-
andi hendi í síðustu viku.
kgk
Starfsfólk Matvælastofnunar hefur
komist að þeirri niðurstöðu að há-
þrýstiþvottur á umhverfi nautgripa
hafi að líkindum verið ein af smit-
leiðum StEC smitsins í Efstadal
II í fólk. Stofnunin vekur athygli
bænda og annarra framleiðenda á
því að úði frá háþrýstiþvotti á smit-
uðu umhverfi geti dreift smitefn-
um og valdið sjúkdómi í dýrum og
mönnum.
„Á Íslandi og víðar er hefð fyrir
því að nota háþrýstiþvott í landbún-
aði. Í úðanum sem myndast við há-
þrýstiþvott geta verið sveppir, bakt-
eríur, veirur, sníkjudýr eða önnur
smitefni sem berast auðveldlega í
fólk og dýr, t.d. með því að anda úð-
anum að sér. Auk þess leggst úðinn
á yfirborðsfleti og mengar þá. Smit
getur þá orðið við snertingu. Fólk
í landbúnaði þarf að gera sér grein
fyrir þessu og endurskoða starfs-
venjur sínar þannig að komið verði í
veg fyrir óþarfa dreifingu smits. Það
sama getur átt við í matvælaiðnaði.
Lágþrýstiþvottur (20-22 bör)
hefur kosti umfram háþrýstiþvott
(um og yfir 100 bör) að því leiti
að hvorki myndast úði né dreif-
ast óhreinindi eins mikið, þannig
er lágþrýstiþvottur betri kostur til
þvotta í landbúnaði. Í landbúnaði
eru óhjákvæmilega smitefni og ætíð
ætti að gera ráð fyrir að smitefni
geti verið hættuleg heilsu manna og
dýra. Í öllu falli ætti ekki að nota há-
þrýstiþvott þar sem nálægð er mik-
il milli dýra og manna og/eða mat-
væla, því úðinn fer víða. Aldrei skal
þvo gripahús með háþrýstingi þegar
dýr eru inni og nota skal grímur til
að verjast úðasmiti,“ segir í tilkynn-
ingu Matvælastofnunar.
Þá segir að sýking af völdum
sníkjudýrsins Cryptosporidium
parvum meðal dýralæknanema í
Danmörku árið 2012 sé gott dæmi
um hvað getur gerst við háþrýsti-
þvott í smituðu umhverfi. Við frá-
gang eftir verklega kennslu með
kálfa sem voru með niðurgang var
kennslurýmið háþrýstiþvegið. Allir
sem þar voru inni veiktust, alls 24
manns. Smitið barst að öllum lík-
indum með úðanum sem myndaðist
við þvottinn, sem viðstaddir önd-
uðu að sér.
„Matvælastofnun hvetur bænd-
ur og þá sem eru ábyrgir fyrir mat-
vælaöryggi til að skoða þrifa- og
sótthreinsiaðferðir sem viðhafðar
eru og leita ráða um tæki og efni
sem í boði eru á markaðnum og
henta vel til notkunar í landbúnaði
og við meðferð matvæla.“ mm
Háþrýstiþvottur í gripahúsum
getur borið smit
Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, Bryndís Guðmundsdóttir
talmeinafræðingur, Magnús Smári Snorrason formaður fræðslunefndar og Lilja
Björg Ágústsdóttir forseti sveitarstjórnar. Ljósm. Borgarbyggð.
Færir öllum leik-
skólum landsins gjöf