Skessuhorn - 02.10.2019, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 2 oKtóBER 2019 13
Ert þú til í að taka þátt
í kvartlausum október?
Borgarbyggð – heilsueflandi samfélag fetar í fótspor leikskólans Andabæjar og tekur þátt í
kvartlausum október. Áskorunin felst í að hreinsa hugann af ómeðvitaðri neikvæðni með því
að kvarta ekki í 31 dag samfleytt.
Reglurnar eru:
Ekki kvarta•
Ekki setja útá / gagnrýna neikvætt (því það er í rauninni kvörtun)•
Hvað er kvörtun?
Öll neikvæð komment í kvörtunartón.•
Baktal.•
Hvað er ekki kvörtun?
Ef þú kemur erindinu kurteisislega frá þér við manneskjuna sem málið varðar, bara hana.•
Hvað er ekki baktal?
Þegar þú talar um aðra á jákvæðum nótum og myndir hiklaust segja þetta beint við aðilann sem þú talar um.•
Lítum tilveruna jákvæðum augum í október Sjáðu það góða í upplifunum. Gríptu þig þegar þú ert að hugsa um
slæmu eiginleikana við upplifunina eða þú ert að kvarta yfir tilverunni eða dæma annað fólk. Upplifanir eru nefnilega
ekki bara góðar eða slæmar, þær eru yfrleitt sambland af þessu tvennu. Það er alltaf eitthvað jákvætt við það sem
þú ert að upplifa. Snúðu raunveruleikanum þér í hag með að beina athyglinni þinni á það góða hverju sinni. Sýndu
þakklæti. Með því að líta jákvæðum augum á tilveruna
býrð þú til betri raunveruleika, sem nærir sjálfan þig og
aðra í kringum þig.
Ert þú til?
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Tilkynning til lóðarhafa
í Borgarbyggð
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Borgarbyggð hvetur lóðarhafa til að huga að
eftirfarandi fyrir veturinn:
Tryggja að sorpílát séu tryggilega fest og að •
lokin fjúki ekki upp
Snyrta gróður á lóðamörkum við götur og •
stíga
Sjá nánar á www.borgarbyggd.is
Umhverfis-og skipulagssvið Borgarbyggðar
Í gær veitti Alþjóðahafrannsókna-
ráðið (ICES) ráðgjöf um veiðar árs-
ins 2020 fyrir norsk-íslenska síld,
makríl og kolmunna. Í norsk-ís-
lenskri vorgotssíld leggur ICES til,
í samræmi við samþykkta aflareglu
strandríkja, að afli ársins 2020 verði
ekki meiri en 526 þúsund tonn.
Ráðgjöf yfirstandandi árs var 589
þúsund tonn og er því um að ræða
11% lækkun í tillögum ráðsins um
afla næsta árs. Ástæða þess er fyrst
og fremst að stofninn er enn á nið-
urleið eftir slaka nýliðun um árabil.
Áætlað er að heildarafli ársins 2019
verði um 774 þúsund tonn sem er
31% umfram ráðgjöf.
ICES leggur til, í samræmi við
nýtingarstefnu sem mun leiða til
hámarks afraksturs til lengri tíma
litið (MSY), að afli ársins 2020 í
makríl verði ekki meiri en 922 þús-
und tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs
var 770 þúsund tonn og er því um
að ræða tæplega 20% aukningu í
tillögum ráðsins um afla næsta árs.
Áætlað er að heildarafli ársins 2019
verði um 835 þúsund tonn, rúm
9% umfram ráðgjöf.
Loks varðandi kolmunna leggur
ICES til, í samræmi við langtím-
anýtingarstefnu, að afli ársins 2020
verði ekki meiri en 1,161 milljón
tonn. Ráðgjöf fyrir árið 2019 var
mjög svipuð eða 1,14 milljón tonn
en gert er ráð fyrir að aflinn á árinu
verði um 1,44 milljón tonn, 26%
umfram ráðgjöf. mm
Næstkomandi laugardag verður
mikið um að vera í Snæfellsbæ þeg-
ar landsæfing Slysavarnafélagsins
Landsbjargar fer þar fram. Und-
irbúningur að æfingunni og fram-
kvæmd hennar er í höndum hóps
á svæði fimm hjá Landsbjörgu og
hafa fulltrúar björgunarsveitanna
á Snæfellsnesi og í Dölum borið
hita og þunga verkefnisins. Gert
er ráð fyrir um 300 þátttakendum
víðs vegar að af landinu auk þess
sem nokkrir björgunarsveitarmenn
frá Færeyjum og Noregi hafa sýnt
áhuga fyrir þátttöku. Æfingasvæð-
ið verður afmarkað frá Fróðárheiði
og út fyrir Saxhól og verða æfingar
með fjölbreyttu sniði. Verkefni sem
björgunarsveitafólk leysa verða 60
– 70 talsins og má þar nefna fjalla-
og rústabjörgun, leitarverkefni,
fyrstu hjálp auk báta- og tækjaverk-
efna. Íbúar eru hvattir til að fylgjast
með æfingunni, en verða að virða
æfinga- og athafnasvæði þátttak-
enda. Æfingin hefst kl. 9 á laugar-
daginn og lýkur með sameiginleg-
um kvöldverði í Félagsheimilinu
Klifi sem slysavarnadeildir á svæði
fimm sjá um.
Kallað hefur verið eftir sjálfboða-
liðum til að sinna hlutverki „sjúk-
linga“ og verkefnisstjóra við einsta-
ka æfingar. „Öll aðstoð er vel þe-
gin og þátttaka í verkefni sem þessu
er í flestum tilfellum mjög gefandi.
Gætt verður að öryggi sjúklinga og
engin áhættuatriði í boði,” segir í
tilkynningu frá skipuleggjendum
æfingarinnar.
mm/ Ljósm. snb.is
Minni veiðiráðgjöf í síld
en aukin í makríl
Samæfing björgunarsveita verður
á Snæfellsnesi næsta laugardag