Skessuhorn - 02.10.2019, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 2 oKtóBER 2019 31
körfuknattleikstímabilið hafið
„Ég held að við verðum betri en á síðasta
ári. Við höfum bætt okkur á stöðum þar sem
við vorum í vandræðum í fyrra, eins og und-
ir körfunni, fengum leikmenn til að leysa
þær stöður. Að því sögðu erum við ennþá
með mjög ungt lið. Strákarnir í stöðum eitt
til þrjú eru að meðaltali 17 ára gamlir. Við
förum eins langt í vetur og ungir og efni-
legir leikmenn geta borið okkur,“ segir Vla-
dimir Ivankovic, þjálfari karlaliðs Snæfells í
1. deild karla, í samtali við Skessuhorn. „Lið-
ið er efnilegt, en strákarnir eru ungir og eiga
eftir að mæta reynslumiklum og góðum leik-
mönnum í vetur. Strákarnir okkar tóku mikl-
um framförum í fyrra og ef þeir halda áfram
að bæta sig þá verðum við með gott lið,“ bæt-
ir hann við.
Snæfell vann tvo leiki af 21 síðasta vetur
og hafnaði í 7. sæti 1. deildar. Kynslóðaskipti
hafa orðið í liðinu og er það í dag að stærst-
um hluta skipað mjög ungum en efnilegum
leikmönnum. Vladimir segir fyrir öllu að
liðið haldi áfram að þroskast og verða betra.
„Aðalmarkmiðið er að búa til góða leikmenn,
hjálpa þeim að vaxa og dafna. Í ár teljum við
að það muni ekki koma niður á árangri liðs-
ins,“ segir hann. „Snæfell er lið sem mun alltaf
þurfa að byggja á góðum kjarna heimamanna.
Úr hverri kynslóð leikmanna þurfa einn eða
tveir leikmenn að skila sér inn í meistara-
flokk,“ segir hann og bætir því við að hann
sé ánægður með hópinn. „Ef við ætluðum að
berjast um sæti í Domino‘s deildinni þá væri
liðið öðruvísi. Markmiðið og það sem skipt-
ir mestu máli núna er að byggja upp gott og
samkeppnishæft lið. okkur tókst að byggja
aðeins upp í fyrra. Núna erum við reynslu-
meiri, bæði ég sem þjálfari og liðið sjálft. Ég
held við verðum vel samkeppnishæfir og get-
um endað mótið um miðja deild. Það væri
gott. En ef færi gefst þá auðvitað reynum við
að gera enn betur.“
Nú í fyrsta sinn skipulögðu aðstandend-
ur Snæfellsliðsins sérstakan viðburð fyrir
keppnistímabilið. Meistaraflokkar karla og
kvenna léku rauðir gegn hvítum og þannig
voru leikmenn liðsins kynntir til sögunnar
fyrir veturinn. Vladimir segist ánægður með
þessa nýbreytni og vonast til að hún sé kom-
in til að vera. „Það var góð mæting í endur-
nýjað íþróttahúsið okkar. Mér finnst að við
ættum að gera þetta á hverju ári og vona að
þetta verði að hefð hér í Stykkishólmi,“ segir
hann.
Hvað varðar undirbúninginn sjálfan hafa
meiðsli hrjáð karlaliðið á undirbúningstíma-
bilinu. Einkum hefur meiðslagrýlan hrjáð
leikstjórnendur liðsins og þurfti Snæfell til
að mynda að leika æfingaleiki gegn Vestra og
Hamri án leikstjórnanda. „Leiknum á móti
Vestra töpuðum við með 17 stigum og þar
áður töpuðum við fyrir Hamri með 16 stig-
um,“ segir Vladimir. „En þrátt fyrir að vera
án leikstjórnanda þá sást greinlega að liðið
hefur tekið framförum frá síðasta ári. Eftir
þessa leiki sagði ég stráknum að þeir væru að
spila á 75% af þeirri getu sem ég tel liðið búa
yfir. Við höfum verið að glíma við meiðsli en
við náum að verða 100% fyrr eða síðar. Þá
getum við keppt um miðja deildina,“ segir
hann. „okkur langar gjarnan að ná 5. sæti
eða ofar og komast í úrslitakeppnina, við vilj-
um lengja tímabilið og spila meiri körfubolta
en í fyrra. En ef það gerist ekki og við erum
samt samkeppnishæfir þá verðum við ekkert
óánægðir með það. Við verðum að setja okk-
ur erfið markmið til að ná okkar aðalmark-
miðum,“ segir Vladimir Ivankovic að end-
ingu. kgk
Guðrún ósk Ámundadóttir er öllum hnút-
um kunnug hjá Skallagrími. Hún er upp-
alin hjá félaginu og á að baki fjölda leikja
með meistaraflokki Borgarnesliðsins. Á sín-
um leikmannaferli varð hún Íslandsmeist-
ari með Haukum og fimmfaldur bikarmeist-
ari með bæði Haukum og KR. Hún sneri aft-
ur í Borgarnes þegar meistaraflokkur kvenna
var endurvakinn haustið 2015 og var fyrirliði
liðsins sem sigraði 1. deild kvenna vorið eft-
ir og tryggði sér sæti í Domino‘s deildinni.
Þar hefur liðið spilað síðan. Á síðasta keppn-
istímabili var Guðrún spilandi aðstoðarþjálf-
ari og mun í vetur þreyta frumraun sína sem
aðalþjálfari. Hún segir ráðninguna hafa bor-
ið brátt að. „Það hefur alltaf verið draumur
hjá mér að taka við liðinu, en ég bjóst ekki
við því að það yrði á þessu ári. Ég er búin
að eiga mjög fínan feril sem leikmaður og er
mjög sátt við hann. En ég bjóst ekki við að
taka við svona stóru hlutverki alveg strax. En
það er bara skref upp á við, það eru krefjandi
tímar framundan og mér finnst þetta ótrú-
lega spennandi verkefni að takast á við,“ seg-
ir Guðrún í samtali við Skessuhorn. „Mér líst
vel á komandi vetur. Við erum með töluvert
breyttan hóp frá því í fyrra, mjög góða ein-
staklinga en fyrst og fremst mjög flottan hóp.
Liðsandinn er góður og með góðri stemningu
getur allt gerst,“ segir hún. Guðrún þekkir
hópinn vel og deildina, búin að eiga farsælan
leikmannaferil auk þess að hafa þjálfað yngri
flokka Skallagríms undanfarin ár. „Yngri
flokkar Skallagríms hafa styrkst mjög mikið
undanfarin ár. Þar hafa verið miklar framfar-
ir og iðkendum hefur fjölgað verulega, sér-
staklega hjá stelpunum
eftir að meistaraflokk-
ur var endurvakinn, það
hefur haft mjög jákvæð
áhrif á yngri flokkana,“
segir hún. „Núna þurf-
um við að sjá til þess
að halda meistaraflokki
uppi með okkar hóp
auk erlendra leikmanna
í þrjú til fjögur ár í við-
bót. Þá er mjög efnileg-
ur hópur að koma upp úr yngri flokkunum
og taka við keflinu. Þetta er fljótt að gerast,
um leið og ungar stelpur hafa fyrirmyndir þá
eykst áhuginn. Ef megnið af þeim stelpum
sem eru svona í kringum fermingaraldurinn
skila sér upp í meistaraflokk eftir nokkur ár
þá er framtíðin ótrúlega björt og við getum
byggt meistaraflokkinn alfarið á heimastelp-
um í framtíðinni, sem er ótrúlega flott,“ seg-
ir Guðrún.
Vilja í úrslitakeppnina
Spurð hvort það verði einhverjar sérstakar
áherslur hjá Skallagrími í vetur nefnir Guð-
rún varnarleikinn. „Ég legg áherslu á að við
spilum góða vörn og sýnum baráttu inni á
vellinum. Við erum að einbeita okkur að
því núna og það hefur gengið vel. Reyndar
höfum við ekki haft tækifæri til að æfa mik-
ið saman, allur hópurinn, en þetta er allt að
koma og lítur bara mjög vel út. Við verð-
um betri og betri nánast bara með hverjum
deginum sem líður,“ segir hún. En hver eru
markmið Skallagrímsliðsins á komandi tí-
ambili? „Við ætlum í alla leiki til að reyna
að vinna þá og munum alltaf gera okkar allra
besta inni á vellinum og verðum að sjá hvað
það fleytir okkur áfram,“ segir Guðrún. „En
auðvitað er alltaf markmiðið að ná einu af
fjórum efstu sætunum og komast í úrslita-
keppnina. Með góðri baráttu, liðsheild og
liðsanda ætti það að geta gengið. Það er fyr-
irséð að í deildinni í ár eru tvö mjög sterk
lið, KR og Valur, sem munu skipa sér í tvö
efstu sætin. Ég spái því að næstu lið eigi eftir
að stela stigum hvert af öðru í allan vetur og
það verði hörð barátta um seinni tvö sætin í
úrslitakeppnina allt tímabilið. Það kæmi mér
ekki á óvart að það myndi ekki ráðast fyrr
en í síðustu umferðinni hvaða tvö lið enda í
3. og 4. sæti, allavega svona eins og deildin
blasir við manni núna fyrir mót,“ segir hún.
Að lokum vill Guðrún nýta tækifærið
og koma á framfæri þakklæti til stuðnings-
manna Skallagríms fyrir að hafa stutt við
bakið á liðinu undanfarin ár. „Þeir hafa
staðið sig mjög vel og ég vona að þeir haldi
áfram að mæta á leiki og styðja við bakið á
liðinu,“ segir hún. „Mér finnst vera mjög
góð stemning í bænum núna fyrir mót og
liðsandinn er frábær,“ segir Guðrún ánægð.
„Þetta á auðvitað fyrst og fremst að vera
gaman, það er númer eitt, tvö og þrjú. Þó
þetta sé keppni þá náum við ekki langt ef
þetta er ekki gaman,“ segir Guðrún ósk
Ámundadóttir að endingu.
kgk/ Ljósm. Skallagrímur.
„Góð stemning í bænum og liðsandinn frábær“
segir Guðrún Ósk Ámundadóttir, þjálfari kvennaliðs Skallagríms
Frá leik Skallagrímsliðsins síðasta vetur. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir gerir atlögu að körfunni.
Guðrún Ósk
Ámundadóttir, nýr
þjálfari kvennaliðs
Skallagríms.
„Aðalmarkmiðið að búa
til góða leikmenn“
Vladimir Ivankovic á hliðarlínunni hjá Snæfelli
síðasta vetur. Ljósm. sá.
ÍA hóf leik í 2. deild karla í körfuknattleik síð-
astliðinn sunnudag þegar liðið beið lægri hlut
gegn Njarðvík B á Akranesi, 121-131. Eins
og lokatölur fyrsta leiksins gefa til kynna ætl-
ar ungt og efnilegt lið Skagamanna að spila
hraðan bolta eins og í fyrra. „Það verður spil-
að á fullu gasi í vetur,“ segir Jón Þór Þórð-
arson, formaður Körfuknattleiksfélags ÍA,
í samtali við Skessuhorn. Honum líst vel á
komandi vetur í körfunni.
„Mér líst vel á þetta og þetta verður spenn-
andi tímabil fyrir okkur. Við völdum að vera
áfram í 2. deildinni af því við erum með mjög
ungt lið. Margir leikmenn sem munu spila
þónokkrar mínútur í vetur eru enn í 9. og 10.
bekk og að stíga sín fyrstu skref í meistara-
flokki, í bland við nokkra reynslubolta. Við
mátum það svo að 2. deildin væri fínn vett-
vangur fyrir svoleiðis hóp,“ segir hann. „Þess-
ir leikmenn sem eru að ganga upp í meistara-
flokk núna eru hluti af því uppbyggingarstarfi
sem við höfum verið í núna um langt skeið.
Fyrstu sprotarnir af því eru að koma upp úr
jörðinni og vonandi getum við byggt á þessu
starfi til framtíðar,“ segir Jón Þór. „Ungu
leikmennirnir verða auðvitað reynslunni rík-
ari með hverju árinu. Það er ákveðið tækifæri
að fá að spila í fullorðinsflokki svona snemma
á ferlinum, það flýtir þroskanum mikið,“ seg-
ir hann.
Bandaríkjamaðurinn Chaz Franklin snýr
aftur sem þjálfari liðsins. Jón Þór lætur vel
af samstarfinu við hann. „Hann þekkir hóp-
inn og félagið eftir að hafa verið með okkur
í fyrra og við erum ánægðir að hafa fengið
hann aftur,“ segir Jón Þór. Undirbúningur-
inn segir hann að hafi gengið vel og að mestu
verið hefðbundinn. „Leikmenn frá okkur
voru í landsliðsúrtökum í vor og svo fórum
við með ungu strákana til Spánar í sumar.
Þannig að það eru allir ferskir og koma til-
búnir til leiks,“ segir hann og bætir því við að
honum þyki spennandi hvernig körfuknatt-
leiksfélagið nálgast hlutina þennan veturinn.
„Við erum með lágvaxið og snöggt körfubol-
talið og spilum algjöran „run and gun“ bolta.
Það er ein leið til að spila körfubolta og önn-
ur lið verða bara að hlaupa með okkur ef þau
ætla sér að halda í við okkur inni á vellinum.
Það verður fjör og gaman á ÍA leikjum í vet-
ur, þessi leikstíll er mjög líflegur og skemmti-
legur,“ segir Jón Þór.
Helstu áherslur og markmið vetrarins hjá
liðinu verða að halda áfram að þroska leik-
menn og gera þá að betri körfuknattleiks-
mönnum. „Auðvitað væri gaman að kom-
ast í úrslitakeppnina eins og í fyrra og okkur
langar að berjast um fjögur efstu sætin, það
gefur góða og skemmtilega stemningu í lok
tímabilsins,“ segir hann. „En fyrst og fremst
snýst þetta um að halda áfram uppbyggingar-
starfinu og við horfum bjartir til vetrarins og
framtíðarinar,“ segir Jón Þór Þórðarson að
endingu. kgk/ Ljósm. úr safni.
„Horfum bjartir til
vetrarins og framtíðarinnar“
Jón Þór Þórðarson er formaður Körfuknattleiksfélags ÍA.