Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2019, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 02.10.2019, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 2 oKtóBER 2019 17 Samningar um sóknaráætlan- ir landshluta renna út næstu ára- mót og drög að nýjum fimm ára samningum liggja fyrir. Lands- hlutarnir undirbúa nú nýjar sókn- aráætlanir sem munu ná yfir tíma- bilið 2020-2024. Drög að sóknar- áætlunum landshluta verða birtar í samráðsgátt stjórnvalda en það er í fyrsta sinn sem mál utan ráðu- neyta eru birt þar. Sunnlendingar og Vestfirðingar hafa riðið á vaðið og birt sín drög í gáttinni, en eftir á að birta aðrar sóknaráætlanir, þar á meðal Vesturlands. Sóknaráætlanir landshluta eru stefnumótandi áætlanir sem taka til starfssvæða landshlutasam- taka sveitarfélaga. Í þeim koma fram stöðumat viðkomandi lands- hluta, framtíðarsýn, markmið og aðgerðir til að ná þeim markmið- um. Í sóknaráætlunum landshluta er mælt fyrir um svæðisbundn- ar áherslur sem taka mið af meg- inmarkmiðum byggðaáætlunar, landsskipulagsstefnu, skipulag- sáætlunum, menningarstefnu og, eftir atvikum, annarri opinberri stefnumótun. Heimamenn í hverj- um landshluta bera ábyrgð á mót- un og framkvæmd sóknaráætlunar og mikil áhersla er lögð á samráð við íbúa. Haldnir eru opnir fundir þar sem kallað er eftir hugmyndum og tillögum og til að tryggja sem mest samráð opnaði Stjórnarráð- ið samráðsgátt sína fyrir birtingu á drögum að sóknaráætlunum. Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál styður landshlutana við framkvæmd sóknaráætlana og gef- ur árlega út greinargerð um fram- vindu samninga og ráðstöfun fjár- muna. Í greinargerð fyrir árið 2018 kemur fram að rúmum milljarði hafi verið varið til sóknaráætlana í landshlutunum átta það ár. mm Sóknaráætlanir landshluta í samráðsgátt stjórnvalda segir Hjördís brosandi og Þórarinn tekur undir það, en skógurinn veit- ir gott skjól. Stoltust af eikinni Við göngum út í garðinn þar sem þau sýna blaðamanni ræktunina og eru þau þá stoltust af litlu eik- artré sem er ansi lítið í samanburði við trén allt í kring. „Eikin vex svo hægt og þarf mikla þolinmæði og svo virðist hún ekki vaxa vel á Ís- landi. Það er allavega ekki mikið um eik hér. Þess vegna erum við svo stolt af þessari plöntu sem virð- ist bara dafna vel hjá okkur,“ seg- ir Hjördís ánægð en tréð er eflaust tæpir þrír metrar. „Við erum með fleiri eikartré sem öll eru enn bara pínulítil,“ bætir Þórarinn við um leið og hænan Bree Van De Kamp vappar framhjá okkur. Á bænum eru þau með tvær hænur, einn hana og þrjá unga auk þess sem þau eru með hunda og hross. „Við höf- um prófað að hafa nokkrar kindur, kálfa, svín og eitthvað fleira,“ seg- ir Hjördís. „Hin hænan okkar heit- ir Lynette Scavo,“ bætir hún við og hlær en hænsnanöfnin koma úr vin- sælu þáttaröðunum Deseperat hou- sewifes. Hænurnar vappa um frjáls- ar í skóginum og hafa komið sér vel fyrir undir nokkrum grenitrjám. Þar sofa þær gjarnan og borða það sem landið gefur þeim eins og ber, skordýr og annað. „Ef þær vilja er kofinn alltaf opinn og matur þar en stundum láta þær lítið sjá sig þar,“ segir Hjördís. Auðlind til framtíðar Þórarinn og Hjördís segja skóg- ræktina fyrst og fremst vera hug- sjón og þeirra leið til að bæta land- ið fyrir komandi kynslóðir. „Við erum viss um að þetta sé auðlind til framtíðar sem barnabörnin okk- ar munu uppskera. Skógrækt gef- ur okkur skjól, trén hlífa húsunum fyrir veðráttunni sem aftur minnk- ar viðhald og svo eykur það lífsgæði okkar hvað varðar veðráttu,“ seg- ir Hjördís og bætir því við að um- hverfissjónarmið séu líka stór þátt- ur í þeirra skógrækt. „Það ættu að mínu mati allir að planta trjám í kringum heimili sín. Það þarf ekki að leggja allt land undir skógrækt en það er gott að hafa tré í kringum húsin sín, þó ekki nema bara til að skapa skjól,“ segir Þórarinn. „Við erum að bralla ýmislegt svona samhliða skógræktinni,“ seg- ir Hjördís. „Ég hef verið í smá við- skiptum með systur minni í Reykja- vík,“ bætir hún við. „Ég er mynd- listarmaður að mennt og er alltaf í ýmissi handavinnu,“ segir Þórarinn. Þá eru þau þessa dagana að vinna að undirbúningi fyrir byggingu gistihúss í landi Iðunnarstaða innar í Lundarreykjadal. „Þetta verður til að byrja með 13 herbergja álma sem við ætlum að byggja, ellefu tveggja manna herbergi og tvö fjölskyldu- herbergi með aðstöðu fyrir fjóra og hjólastólaaðgengi. Við þetta ætlum við að byggja veitingastað og vera með tjaldsvæði,“ segja þau. Bíða eftir grænu ljósi til að hefja framkvæmdir Framkvæmdir við byggingu gisti- hússins á Iðunnarstöðum vonast þau til að hefjist innan skamms en verkefnið er um þessar mundir á lokametrunum í deiliskipulagi og um leið og samþykki fæst verður hafist handa. „Húsin verða steypt hjá BM Vallá og koma í raun full- kláruð að utan til okkar, það þarf bara að setja saman. En það er bara beðið eftir samþykki svo hægt sé að byrja að steypa,“ segir Þórarinn. Þau binda vonir við að húsin verði komin upp næsta vor en vilja þó ekki setja sér neinn tímaramma fyr- ir framkvæmdirnar. „Þetta ferli hef- ur allt tekið mikinn tíma, að fá allt samþykkt svo hægt sé að byrja. Svo ræðst það bara af veðrinu hvernig okkur gengur að koma húsinu upp í vetur. Vonandi náum við að klára þetta fyrir sumarið en ef ekki þá bara klárum við þetta næsta sum- ar,“ segir Hjördís. Hugmyndin að gistihúsinu kviknaði fyrir nokkrum árum því þeim þótti þessa þjónustu vanta á svæðinu. „Upphaflega ætluðum við að setja upp nokkra litla kofa en svo hefur þetta þróast svona og nú er loksins allt tilbúið á teikni- borðinu,“ segir Hjördís um leið og Þórarinn fer og nær í teikningar af húsinu og sýnir blaðamanni. Spurð um veitingastaðinn segir Þórar- inn þau ekki hafa neina fastmótaða hugmynd um hann. „Þetta verður kaffihús eða bistró eða eitthvað í þeim dúr. Eða þannig er hugmynd- in í dag. Þetta er allt breytingum háð og fær bara að þróast samhliða því sem við lærum inn á þetta. Það þýðir ekki að fara af stað með fast- mótaða hugmynd í svona verkefni því við vitum í rauninni ekkert hvað það er sem fólk á eftir að vilja,“ seg- ir Þórarinn. Tröllatrú á staðsetningunni Gistihúsareksturinn verður frum- raun Þórarins á þessu sviði en Hjördís rak áður gistihús með móður sinni í Biskupstungum og hefur unnið á hótelum. „Ég veit svona aðeins út í hvað við erum að fara,“ segir Hjördís og brosir. „Við höfum fyrst og fremst trú á þess- ari staðsetningu og það er ástæð- an fyrir að við ákváðum að fara út í þetta. Það vantar alveg eitthvað svona á þessum stað en við erum rosalega miðsvæðis hér fyrir ferða- menn sem vilja skoða bæði Suður- og Vesturland. Héðan er stutt að fara um Uxahryggina yfir á Þing- velli eða til að skoða Gullfoss og Geysi. Svo í hina áttina er stutt að fara út á Snæfellsnes eða lengra upp í Borgarfjörð,“ segir Þórarinn. Þau segja umferðina í Lundarreykja- dalnum hafa aukist mikið síðustu ár og nú sé stöðug umferð yfir sumar- ið. „Vegurinn hefur lagast mikið og það er ekki nema um 20 kílómetra kafli sem á eftir að malbika milli Lundarreykjadals og Þingvalla. Það geta allir keyrt þetta nema þeg- ar það er snjór, en þá koma skafl- ar sem þú ferð ekki yfir á litlum bíl. En það ætti ekki að vera mikið mál að halda þessum vegi opnum á vet- urna, þetta eru bara örfáir staðir sem snjórinn safnast fyrir á,“ segja þau. „Við erum í raun á besta stað og höfum tröllatrú á þessu. Það er ekki mikil þjónusta á milli Borgar- ness og Laugavatns, ef þessi leið er farin og þetta er því eitthvað sem vantar,“ segir Þórarinn. Fundu vatnsból Aðspurð segja þau það ekki ætl- unina að nýta Iðunnarstaði undir skógrækt þó einhver tré fái að fara þar niður. „Við ætlum að gróður- setja til að gera skjól en svo verð- ur reksturinn allur kolefnisjafnaður með trjáplöntun,“ segir Þórarinn. „Við ætlum að jafna allan rekstur og svo verður gestum boðið upp á að planta trjám til að kolefnisjafna ferðalagið,“ bætir Hjördís við. En er hægt að planta trjám allt árið? „tæknilega séð er það hægt ef veðr- ið er hagstætt. Við plöntum helst á vorin og haustin því þá er blautt en þú vilt hafa jarðveginn blautan þeg- ar þú plantar trjám,“ svara Hjör- dís. Þau segja þurrkasumar eins og í ár geta reynst erfið fyrir skógrækt- ina. „Fyrir okkur var þó mikið lán í óláni hversu þurrt var,“ segir Þór- arinn. Þau, eins og margir aðrir á Vesturlandi, lentu í því að vatns- brunnurinn sem þau höfðu hugsað sér að nota fyrir gistihúsið á Iðunn- arstöðum tæmdist. „Við fengum aðstoð við að finna nýtt vatnsból og fundum þar þetta góða ból sem virðist ekki tæmast þó það sé svona þurrkur. Við hefðum sett vatnsból á kolvitlausum stað ef ekki hefði ver- ið fyrir þessa þurrka,“ segja þau að endingu. arg Þetta fallega eikartré hefur dafnað vel í skóginum. Hænan Bree Van De Kamp á vappinu í skóginum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.