Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2019, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 02.10.2019, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 2. oKtóBER 20196 RKÍ kynnir áfallahóp BORGARFJ: Rauði Krossinn í Borgarfirði býður til kynning- ar á viðbragðshópi sem nýverið tók til starfa. Hópnum er ætlað að sinna sálrænni skyndihjálp, viðurkenndu verklagi á vett- vangi áfalla með það markmið að styðja einstaklinga til fyrra jafnvægis og sjálfstæðis. Einnig verður farið stuttlega yfir hvað átt er við með áfalli og hugs- anlegar afleiðingar áfalla, sögu áfallahjálpar á Íslandi og upp- byggingu sálrænar skyndihjálp- ar. Kynningin verður í Hjálm- akletti fimmtudaginn 3. októ- ber klukkan 17:00. „Áhuga- samir eru hvattir til að mæta og kynna sér þetta mikilvæga sam- félaglega verkefni. Viðburð- inn má finna á facebook undir – Áfall er ekki sprungið dekk! Hvað er áfall, hvað getum við gert,“ segir í tilkynningu. -mm Hluti háskóla norðurslóða HVANNEYRI: Landbúnað- arháskóli Íslands var 18. sept- ember sl. formlega samþykkt- ur sem hluti af Háskóla norður- slóða (University of the Arctic – UARCtIC). Var það samþykkt á aðalfundi samtakanna í Stokk- hólmi. Nú er LbhÍ hluti af Há- skóla norðurslóða en þá opn- ast spennandi nýir möguleikar til nemenda- og kennaraskipta við til dæmis Alaska, Kanada, Grænland, Færeyjar, Rússland og Norðurlönd ásamt því að styrkja alþjóðlegan prófíl LbhÍ. Frá þessu var greint á heima- síðu skólans. -mm Orkuveitan fjár- festir fyrir 102 milljarða SV-LAND: Fjárhagsspá orkuveitu Reykjavíkur hefur verið kynnt. Þar kemur m.a. fram að næstu sex árin verði 102 milljörðum króna varið í viðhalds- og nýfjárfestingar á vegum samstæðunnar, sem nær auk móðurfyrirtækisins til Veitna, orku náttúrunn- ar og Gagnaveitu Reykjavík- ur. Fjárhagsspá samstæðu oR fyrir árabilið 2020-2025 var samþykkt af stjórn oR síðast- liðinn mánudag og fer til um- fjöllunar sem hluti af fjárhags- áætlun samstæðu Reykjavík- urborgar. „Fjárhagur orku- veitu Reykjavíkur er traust- ur og engra stórra breytinga að vænta í tekjum eða gjöld- um á næstu árum samkvæmt spánni. Allsherjaruppfærsla á orkumælum Veitna er stærsta einstaka fjárfestingarverkefnið á tímabilinu en einnig er gert ráð fyrir byggingu nýrrar að- veitustöðvar rafmagns sem getur þjónað farþegaskipum í Sundahöfn,“ segir í tilkynn- ingu. -mm Stórar uppsagnir hjá bönkunum LANDIÐ: Fyrir síðustu helgi voru uppsagnir í tveimur ís- lensku viðskiptabönkum. Ar- ionbanki sagði upp 100 starf- mönnum og Íslandsbanki upp 20, auk sex annarra fyrr í mán- uðinum. Þá sagði Validor, dótturfélag Arion banka, upp tólf starfsmönnum. Nú í byrj- un október eru því 140 færri sem starfa í bankatengdri starf- semi hér á landi. Fram kem- ur í tilkynningum frá þessum fjármálastofnunum að fækkun starfsfólks sé vegna almennrar hagræðingar í rekstri. -mm Atvinnuleysi að aukast LANDIÐ: Samkvæmt árs- tíðaleiðréttum tölum vinnu- markaðsrannsóknar Hagstof- unnar voru atvinnulausir hér á landi 8.500 í ágúst, eða 4,4%, sem er 1,3 prósentustigum hærra hlutfall en í júlí. Á vef Vinnuálastofnunar má sjá skiptingu atvinnulausra eftir sveitarfélögum á Vesturlandi, en í júlí var heildarfjöldi at- vinnulausra 177 í landshlutan- um. Þar af voru 85 án atvinnu á Akranesi, 38 í Borgarbyggð, 26 í Snæfellsbæ, 7 í Stykkis- hólmi, 7 í Hvalfjarðarsveit, 5 í Dalabyggð, 5 í Eyja- og Miklaholtsreppi, 3 í Grundar- firði og einn í Skorradal. -mm Féll af fjórhjóli AKRANES: Fjórhjólaslys varð síðdegis á þriðjudaginn í síðustu viku þegar ökumað- ur fjórhjóls velti hjóli sínu á gamla Akranesvegi. Ökumað- urinn missti stjórn á hjólinu við aksturinn með þeim af- leiðingum að hann kastaðist af því og hjólið hafnaði utan veg- ar á hvolfi við ræsi. Ökumað- ur fjórhjólsins er handleggs- brotinn og meiddist auk þess á mjöðm. Hann var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi til að- hlynningar. -kgk Ríkið og sex sveitarfélög á höfuð- borgarsvæðinu; Garðabær, Hafnar- fjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Seltjarnarnes og Reykjavík undir- rituðu í síðustu viku samkomulag um uppbyggingu samgönguinnviða og almenningssamgangna á höf- uðborgarsvæðinu til næstu fimm- tán ára. Samgöngusáttmáli höfuð- borgarsvæðisins var undirritaður af forsætisráðherra, fjármála- og efna- hagsráðherra, samgöngu- og sveit- arstjórnarráðherra og sveitarstjór- um sveitarfélaganna sex. Fjárfest- ingin í heild er upp á 120 milljarða króna. Ríkið mun leggja fram 45 milljarða og sveitarfélögin 15 millj- arða. 60 milljarðar verða fjármagn- aðir með gjöldum af vegfarend- um. tekið er fram að tryggt verði við endurskoðun gjalda af ökutækj- um og umferð í tengslum við orku- skipti að bíleigendur verði ekki tví- skattaðir. Þá er einnig nefnt að rík- ið gæti selt eignir til að standa und- ir fjárfestingarhlut sínum. Á þessu 15 ára tímabili verða 52,2 milljarðar lagðir í stofnvegi á höf- uðborgarsvæðinu, 49,6 milljarðar í innviði Borgarlínu og almennings- samgöngur, 8,2 milljarðar í göngu- og hjólastíga, göngubrýr og undir- göng og 7,2 milljarðar í bætta um- ferðarstýringu og sértækar örygg- isaðgerðir. Þá verður þegar í stað ráðist í að innleiða stafræna um- ferðarstýringu á höfuðborgarsvæð- inu. Sundabraut ekki á kortið Það vakti vissulega athygli að í þess- um sáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er ekki gert ráð fyrir lagningu Sundabrautar næstu 15 árin, né yfirhöfuð nefnt hvort eða hvenær af því verkefni gæði orðið. Ný vegtenging höfuðborgarsvæðis- ins við Vesturlandsveg er því ekki á dagskrá enn sem komið er. Sigurð- ur Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, lét þess get- ið aðspurður á fundi um samgöngu- mál síðastliðinn mánudag að hann hyggist eiga samtal um Sundabraut við Faxaflóahafnir, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög á höfuðborg- arsvæðinu á næstu mánuðum. mm Eftir undirritun samkomulags ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ljósm. Vegagerðin. Ríkið og sveitarfélög höfuðborgar- svæðisins í samgönguátak

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.