Skessuhorn - 02.10.2019, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 2. oKtóBER 201916
Lundarreykjadalur skartaði sínu
fegursta þegar blaðamaður Skessu-
horns átti þar leið um á fimmtudag-
inn. Ferðinni var heitið að tungu-
felli í heimsókn til þeirra Þórarins
Svavarssonar og Hjördísar Geir-
dal. tungufell stendur í dal innar-
lega í Lundarreykjadal og var það
ævintýri líkast að aka heim að bæn-
um. Allt í kringum hús þeirra hjóna
voru tré af öllum stærðum og gerð-
um og í öllum regnbogans haust-
litum. Þórarinn og Hjördís hafa
síðustu 19 ár verið skógarbænd-
ur á tungufelli og hafa plantað í
kringum 600 þúsund trjám á jörð-
inni. Nýverið keyptu þau jörðina
Iðunnarstaði og hyggjast þar fara
í gang með ferðaþjónustu. Vinna
við skipulag á jörðinni er á loka-
metrunum og framundan að byggja
gistihús og veitingaaðstöðu á kross-
götum, þar sem stutt verður til allra
átta; t.d. á Suðurland, í Borgarfjörð
og vestur á Snæfellsnes.
Ætlaði alltaf í skógrækt
Þórarinn og Hjördís eru bæði Reyk-
víkingar en þau ákváðu að kaupa sér
jörð í Lundarreykjadal árið 2000
til að rækta þar tré. Hjördís kem-
ur af skógræktarfólki og segir hún
það alltaf hafa verið ætlunin að ger-
ast skógræktarbóndi, spurningin
var bara hvar. Foreldrar hennar og
systir eru skógræktarbændur í Bisk-
upstungum en Hjördís og Þórar-
inn ákváðu að koma í Borgarfjörð-
inn. „Það var nú bara tilviljun að
við enduðum hér en við keyptum
jörðina undir skógrækt og vorum
hér um helgar og í fríum en bjugg-
um í fyrstu áfram í bænum. Það var
ekkert ætlunin að flytja hingað en
svo fórum við bara að fara sjaldn-
ar í bæinn og okkur hætti eiginlega
að langa að fara þangað svo hér
erum við,“ segir Þórarinn og brosir.
„Þegar börnin fóru að fara í skóla
þurftum við að ákveða hvar við ætl-
uðum að vera og það er bara svo
gott að vera hér í Lundarreykjadal,
hér er gott samfélag og okkur líður
vel,“ bætir Hjördís við og Þórarinn
tekur heilshugar undir. Þau segjast
lítið sækja til Reykjavíkur og ekkert
sakna þess að búa þar. „Maður þarf
stundum að fara þangað að útrétta,
svona eins og flestir, en þá er allt-
af gott að koma heim aftur,“ segir
Hjördís og brosir.
Flutti heim en
vissi ekki af því
Skömmu eftir að þau keyptu tungu-
fell komst Þórarinn að skemmti-
legri tengingu sinni við bæinn og
Lundarreykjadal. „Langamma mín
bjó víst hér á tungufelli til 16 ára
aldurs og langafi minn, Guðmund-
ur refaskytta, fæddist á Heggs-
stöðum en bjó meðal annars hér á
tungufelli um tíma. Svo komst ég
að því að ég ætti skyldfólk næstum
á öðrum hverjum bæ hér í Lund-
arreykjadal og ég hafði ekki hug-
mynd um neitt af þessu þegar við
keyptum jörðina. Ég var bara að
koma heim, en hafði ekki hugmynd
um það,“ segir Þórarinn og hlær.
Hann og Hjördís hafa mest plant-
að furu, lerki, greni, ösp og birki
í landið en þó er að finna ýmis-
legt annað inn á milli eins og eik,
eplatré, ýmsa berjarunna og fleira.
„Við þurfum alltaf að prófa allt sem
er nýtt,“ segir Hjördís. Auk þess að
hafa sett niður öll þessi tré er bæði
furan og birkið duglegt að dreifa
sér sjálft svo nú er skógurinn orð-
inn ansi myndarlegur. „Það er líka
alltaf dásamlegt veður hjá okkur,“
Ætla að opna gistihús og kolefnisjafna allan reksturinn
Rætt við Þórarinn og Hjördísi á Tungufelli um skógrækt og fyrirhugaðan gistihúsarekstur
Hjördís Geirdal og Þórarinn Svavarsson á Tungufelli í Lundarreykjadal.
Falleg aðkoma er að Tungufelli.
Heiti potturinn í garðinum á Tungufelli.
Hjördís og Þórarinn við tjörn í garðinum þeirra. Umhverfið minnir helst á atriði ur teiknimynd.