Skessuhorn - 04.12.2019, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 20196
Árekstur
við Brúartorg
BORGARNES: Árekstur
varð í Borgarnesi kl. 14:30 síð-
asta miðvikudag. Bíl var ekið
frá Grillhúsinu við Brúartorg í
Borgarnesi yfir götuna í átt að
Olís, í veg fyrir aðra bifreið sem
ekið var norður Vesturlands-
veg. Báðir bílarnir eru nokkuð
skemmdar, að sögn lögreglu,
en engin slys urðu á fólki. Út-
afakstur varð á Holtavörðuheiði
1. desember um kl. 14:00. Öku-
maður missti stjórn á bifreið
sinni sem flaut upp í krapa, með
þeim afleiðingum að hann fór
út af og valt. Ökumaður og far-
þegi voru fluttir með sjúkrabíl
frá Hvammstanga, sem átti leið
um vettvang, til aðhlynningar á
HVE á Akranesi.
Óhöpp vegna
færðar
BORGARBYGGÐ: Ökumað-
ur missti stjórn á bifreið sinni
þegar hann ók um Vesturlands-
veg í Norðurárdal með þeim af-
leiðingum að hann missti bíl-
inn út af veginum þar sem hann
endaði ofan í skurði. Óhappið
varð um kl. 9 á laugardagsmorg-
un. Þrír voru í bílnum en sluppu
allir ómeiddir, að sögn lög-
reglu, þrátt fyrir að hafa feng-
ið töluvert högg þegar bifreið-
in lenti á frosnum skurðbakk-
anum. Ökumaður og farþegar
voru fluttir með lögreglubíln-
um á heilsugæslustöðina í Borg-
arnesi til aðhlynningar. Bíll valt
á Bröttubrekku laust fyrir kl.
16:00 á sunnudag. Ökumaður
missti stjórn á bílnum í hálku og
krapa á veginum svo bíllinn valt
á toppinn. Fjórir voru í bíln-
um og reyndust allir sleppa án
meiðsla, en farþegi í framsæti
kenndi sér eymsla eftir bílbelti.
Bílvelta varð á Uxahryggjavegi
um kl. 15:00 á föstudag. Öku-
maður missti stjórn á bifreið
sinni eftir að hún rann til á ís á
veginum. Bíllinn endaði á hlið-
inni en engin slys urðu á fólki.
-kgk
Ökumaður ekki
viðræðuhæfur
HVALFJSV: Haft var sam-
band við lögreglu um áttaleyt-
ið á fimmtudagskvöld. Öku-
maður sem ók eftir Vestur-
landsvegi skammt norðan Öl-
vers hafði mætt bíl og fund-
ið þungt högg. Hann sagðist
þá hafa áttað sig á að ekki væri
allt með felldu og stöðvað för
sína. Þá sá hann bíl utan veg-
ar, sem hafði að öllum líkindum
keyrt utan í hann og þaðan út
af. Skömmu síðar hringdi mað-
urinn aftur og greindi lögreglu
frá að hann teldi að hinn öku-
maðurinn hefði hugsanlega ver-
ið ölvaður. Lögregla fór á stað-
inn og gekk illa að spyrja mann-
inn sem fór út af í aðdraganda
slyssins. Hann var því hand-
tekinn, grunaður um ölvun við
akstur og færður til læknisskoð-
unar, auk þess sem honum var
gert að veita blóðsýni. Reynd-
ist hann ekki hafa meiðst al-
varlega, en kvaðst vera stífur í
bakinu. Morguninn eftir, þegar
hann hafði sofið úr sér, var tekin
skýrsla af manninum og honum
sleppt að því loknu. -kgk
Tvisvar á
tveimur dögum
STYKKISH: Um kaffileytið á
sunnudag var ökumaður stöðv-
aður í Stykkishólmi, grunaður
um ölvun við akstur. Maðurinn
var handtekinn en brást ókvæða
við og sparkaði af öllu afli í hurð
lögreglubifreiðar, sem skemmd-
ist við það. Að sögn lögreglu
var viðkomandi fluttur á Akra-
nes þar sem hann gisti fanga-
geymslur þar til hægt var að
taka af honum skýrslu. Kvöld-
ið eftir, mánudaginn 2. desem-
ber, var maðurinn aftur stöðv-
aður ölvaður við akstur í Stykk-
ishólmi og færður í fangaklefa
á Akranesi í annað skiptið á
tveimur dögum. Þegar Skessu-
horn ræddi við lögreglu í gær-
morgun beið lögregla þess enn
að hægt yrði að ræða við mann-
inn öðru sinni. -kgk
Flogist á
AKRANES: Lögreglu var til-
kynnt um slagsmál við Gamla
Kaupfélagið á Akranesi laust
fyrir miðnætti á fimmtudag.
Dyraverðir höfðu þá mann í
tökum. Lögregla fór á staðinn
og hitti dyraverðina sem héldu
manninum. Þá hafði komið til
einhverra átaka en einhver sem
átti hlut að máli var farinn af
vettvangi. -kgk
Spólað á planinu
AKRANES: Haft var sam-
bandvið lögreglu rétt eftir mið-
nætti á laugardag. Einhverjir
ökumenn gerðu sér það þá að
leik að spóla í hringi á planinu
fyrir utan verslun Krónunnar á
Akranesi. Lögregla fór á vett-
vang og skarst í leikinn. -kgk
Fíkniefnafundur
AKRANES: Á mánudagskvöld
var haft samband við Neyðar-
línu vegna fíkniefna sem fundust
á Akranesi. Tilkynnandi kvaðst
hafa fundið hvítt duft í poka og
litla vog og taldi að um fíkniefni
væri að ræða. Lögregla mætti á
staðinn og haldlagði efnið. Ekki
er vitað hver eigandi þess er, en
málið er til rannsóknar. -kgk
Í slippnum í Vestmannaeyjum er
nú verið að leggja lokahönd á lag-
færingar á farþegaskipinu Akra-
nesi. Skipið er í eigu Loðnu ehf.
en að því félagi standa Gunnar
Leifur Stefánsson og viðskipta-
félagar hans. Að sögn Gunnars
Leifs fer skipið úr slipp í þess-
ari viku. „Þetta er skip sem hefur
leyfi til að flytja 100 farþega og við
hyggjumst gera það út á sjóstang-
veiði og hvalaskoðun frá Akranesi.
Þetta er gríðarlega gott sjóskip og
hentar prýðilega til ferðaþjónustu
af þessu tagi,“ segir Gunnar Leif-
ur í samtali við Skessuhorn. Hann
segir að áætlað sé að sigla Akranesi
til heimahafnar á Akranesi með
hækkandi sól. „Nú verður far-
ið að vinna að markaðsmálum og
undirbúningi fyrir útgerð skipsins
og ferðir frá Skaganum. Þá eigum
við von á öðrum báti til viðbótar
frá Póllandi, en sá verður einn-
ig gerður út til hvalaskoðunar. Ég
trúi á, eins og ég hef lengi gert, að
framtíðin sé í ferðaþjónustu. Hér á
Akranesi byrjaði sjóstangveiðin hér
við land, með útgerð Andreu fyrir
þrjátíu árum eða svo,“ segir Gunn-
ar Leifur sem segja má að hafi ver-
ið frumkvöðull á þessu sviði ferða-
þjónustu hér á landi.
Skipið Akranes er sterkbyggt
skip en það var upphaflega smíðað
til að þola siglingar í ís. „Skipið var
fyrst notað sem slökkvibátur fyrir
sænska herinn og var einnig skóla-
skip um tíma. Því var svo breytt í
túristaskip fyrir rúmum áratug.
Hét þá í fyrstu Ísafold en eftir
það Víkingur og gert út frá Vest-
mannaeyjum. Það hefur nú fengið
nafnið Akranes og verður gert út af
Loðnu ehf. á Akranesi.“
Gunnar Leifur kveðst bjartsýnn
á að nú sé ferðaþjónusta á Akranesi
að taka við sér og því sé lag að auka
þjónustu. „Við sjáum hvað gamli
vitinn hefur verið að laða til sín
marga gesti og nú Guðlaug á þessu
ári. Ég hef enn fulla trú á að Akra-
nes eigi mikið inni þegar ferða-
þjónusta er annars vegar og skora
á fólk að flýta annarri uppbygg-
ingu og styrkja þannig stoðirnar.
Það vantar til dæmis hótel og ýmsa
aðra þjónustu í bæjarfélagið,“ segir
Gunnar Leifur að endingu.
mm
Akranes í skipalyftunni í Vestmannaeyjum. Ljósm. Facebook/ Óskar P Friðriksson.
Farþegaskipið Akranes verður gert
út á sjóstangveiði og hvalaskoðun