Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2019, Side 17

Skessuhorn - 04.12.2019, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019 17 Smiðjuvellir 32 - 300 Akranes - Sími 431 5090 - Fax 431 5091 - www.apvest.is Bráðum koma blessuð jólin... Mikið úrval af allskyns gjafavöru Apótek Vesturlands verður með fjölbreytt úrval af allskyns gjafavöru fyrir jólin. Mikið úrval af bað- og ilmvöru auk ýmissa annarra góðra kosta. Komdu og kannaðu úrvalið. Afgreiðslu tími: Virka da ga 9–18 Laugar daga 10–14 Sunnud aga 12–14 Eldvarnarátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna og slökkviliða landsins stendur nú yfir. Sem fyrr fræða slökkviliðsmenn börn í 3. bekk víða um land um um eldvarnir og starf slökkviliðanna. Á fimmtu- dagsmorgun mætti vel á sjöunda tug nemenda í 3. bekk Grunda- skóla í heimsókn á slökkviliðsstöð- ina á Akranesi. Þráinn Ólafsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akra- ness og Hvalfjarðarsveitar, tók á móti krökkunum áður en fræðsl- an hófst. Hún var í höndum Sig- urðar Þórs Elíssonar sem naut við hana liðsinnis Sigurðar Inga Grét- arssonar og Karls Jóhanns Haagen- sens. Krakkarnir fengu m.a. að sjá nýja teiknimynd um Loga og Glóð, heyra muninn á biluðum reyk- skynjara og þeim sem er í lagi og fengu kynningu á útbúnaði slökkvi- liðsmanna, svo fátt eitt sé nefnt. Að lokinni kynningu fengu krakkarn- ir að skoða sig um á slökkvistöð- inni, máta sig við bílana og spyrja slökkviliðsmennina út í hvaðeina sem þeim lá á hjarta. kgk Krakkarnir höfðu ýmsar spurningar um búnað og fleira að kynningunni lokinni. Hér situr Karl Jóhann fyrir svörum. Fræddust um eldvarnir og starf slökkviliðsins Sigurður Þór Elísson segir krökkunum frá búningum og búnaði slökkviliðsmanna. Við það naut hann liðsinnis Sigurðar Inga Grétarssonar og Karls Jóhanns Haagensens, sem klæddu sig í fullan skrúða við fræðsluna. Á sjöunda tug 3. bekkinga Grundaskóla heimsóttu slökkviliðsstöðina á Akranesi á fimmtudag.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.