Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2019, Qupperneq 21

Skessuhorn - 04.12.2019, Qupperneq 21
MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019 21 Hafnargæslumaður við Grundartangahöfn. Faxaflóahafnir sf. óska eftir að ráða hafnargæslumann við Grundartangahöfn. Starfið felst m.a. í aðgangsstjórnun og öryggisgæslu á afgirtu svæði Grundartanga og almennri hafnargæslu þar. Viðvera starfsmanns er í vakthúsi Grundartangahafnar og unnið er allan sólarhringinn samvæmt fyrirliggjandi vaktakerfi. * Meginverkefni eru aðgangsstjórnun, öryggisgæsla, eftirlit með farmverndarskjölum, skráning á umferð og farmi og önnur tilfallandi störf tengd starfssviði viðkomandi starfs. * Hæfniskröfur eru gott líkamlegt og andlegt ástand, góð íslensku-, ensku-, og almenn tölvukunnátta. Starfsmaður skal sækja námskeið Samgöngustofu um hafnargæslu. Þar sem í gildi eru ákvæði laga um hafnavernd þá er óskað eftir að umsækjandi leggi fram hreint sakavottorð með umsókn sinni. Umsókn ásamt ferilskrá sendist til Faxaflóahafna sf., á netfangið olafur@faxafloahafnir.is, eigi síðar en föstudaginn 20. desember n.k. Nánari upplýsingar um starfið gefur Bergsteinn Ísleifsson, öryggisfulltrúi bergsteinn@faxafloahafnir.is Faxaflóahafnir hafa staðist jafnlaunavottun og hlotið Jafnlaunamerki Velferðarráðuneytis. Aðventan í Akranesvita Laugardagurinn 7. desember Kl. 14:00 Ljúfir jólatónar Hönnu Þóru Guðbrands- dóttur við undirleik Birgis Þórissonar verða í Akranesvita. Aðgangur ókeypis. Laugardagurinn 14. desember Kl. 14:00 Ljúfir jólatónar Jónu Öllu Axelsdóttur við undirleik Edgars Gylfa Skaale Hjaltasonar verða í Akranesvita. Aðgangur ókeypis. Laugardagurinn 21. desember Kl. 14:00 Ljúfir jólatónar Jónínu Magnúsdóttur verða í Akranesvita. Aðgangur ókeypis. Allt um viðburðina á www.skagalif.is Akranesviti Akraneslighthouse Verktakar á vegum Vegagerðarinn- ar hafa fjarlægt gamla bílastæðið við Kirkjufell þar sem framkvæmd- ir við veginn eru nú langt komnar. Nú er nýja bílastæðið komið í fulla notkun en vegurinn var lækkaður til að minnka slysahættu við inn- keyrsluna á nýja bílastæðið. Nú á bara eftir að klára að ganga frá bæði gamla og nýja stæðinu sem verður mikil bæting fyrir svæðið. tfk Piparkökudagurinn í Grunnskóla Snæfellsbæjar var haldinn laugar- daginn 30. nóvember. Það er for- eldrafélag skólans norðan heiðar sem stendur fyrir deginum. Á pip- arkökudeginum mætir fjölskyld- an saman í skólann með svuntur, kökukefli, piparkökumót, spaða, kökubox og góða skapið. Foreldra- félagið sér fyrir piparkökudegi gegn vægu gjaldi og því hægt að skella sér strax í að fletja út og skera kök- urnar. Á meðan foreldrar úr for- eldrafélaginu baka er hægt að fá sér kaffi eða djús og spjalla. Þegar svo kökurnar eru tilbúnar fá hæfileik- ar hvers og eins að njóta sín við að skreyta kökurnar og voru þær mjög fallegar eins og alltaf. Var dagurinn vel sóttur og allir í jólaskapi. þa Það var góð jólastemning í Jóla- þorpi Snæfellsbæjar síðastliðinn fimmtudag. Að þessu sinni tóku rúmlega 20 aðilar þátt í Jólaþorp- inu og var það því haldið í Félags- heimilinu Klifi. Boðið var upp á lif- andi tónlist og sáu þau Olga Guð- rún Gunnarsdóttir og Sigurður Höskuldsson um að fylla þorpið af jólatónlist. Ilmur var af ristuð- um möndlum og hinum ýmsu rétt- um sem söluaðilar buðu til sölu og að smakka. Meðal þess sem á boð- stólnum var má nefna kartöflur, grænmeti, kjöt, reykt og grafið kjöt, paté, ýmsar tegundir af fisk- meti, jólaskraut, handverk, greni- greinar og margt fleira fallegt. Það er greinilegt að Jólaþorpið mælist vel fyrir hjá bæjarbúum því mjög margir lögðu leið sína þangað til að skoða, smakka og versla ásamt því að gæða sér á jólaglöggi í boði Snæ- fellsbæjar. þa Alla sunnudaga fram að jólum verður boðið upp á veisluhlaðborð í Blóma- setrinu Kaffi kyrrð við Skúlagötu í Borgarnesi. Opið er í hlaðborðið frá klukkan 14 til 18. „Komið inn í hlýjuna, yljið líkama og sál og eigum notalega stund saman á aðventunni,“ segja þær mæðgur Svava og Katrín Huld í tilkynningu. mm Jóhanna Harðardóttir las á sunnudaginn upp úr bókinni Sólstöfum. Notalegar stundir á aðventu Veisluborð að hætti gömlu húsmæðr- anna á Blómasetrinu - Kaffi kyrrð. Búið að fjarlægja gamla bílastæðið við Kirkjufell Gamla stæðið fyrir neðan fossana er horfið. Hátíðarstemning í Jólaþorpi tilboð frá Gagnaveitunni ehf. Ljósleiðari Borgarbyggðar Sími 546 0400 Gegn árs binditíma þá er: - Ekkert stofng�ald. - Ekkert tengig�ald einungis er greitt fyrir lagnavinnu ef beinir þarf að vera annars staðar en hjá ljósleiðarainntaki. - Fyrstu 3 mánuðir samningstímans fríir, þ.e. eingöngu er greitt línug�ald. Sjónvarpsmál Að okkar mati er Internetið sjónvarpdreifikerfi framtíðar- innar og Apple TV 4 sá afrugl- ari sem er hvað vinsælastur í dag meðal þeirra sem senda út vandað sjónvarpsefni. Þar getur þú verið með Nova TV, RÚV og tímaflakkið (Sarp- inn), Stöð 2, Netflix, Hulu og margt fleira. Núverandi loftljóshafar sem vilja skipta yfir í ljósleiðarann, borga ekkert fyrir breytingu. Loftljósið verður áfra m í fullu gildi ! Gagnaveitan býður eftirfarandi í tilefni opnunar inn á ljósleiðarann. Ótakmarkað Internet á 6.990 kr. á mánuði fyrir utan línug�ald. Engin jól án piparkökudagsins

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.