Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2019, Page 25

Skessuhorn - 04.12.2019, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019 25 Þriðjudaginn 26. nóvember síð- astliðinn bauð Snorrastofa í Reyk- holti upp á dagskrá, sem markaði lok hins þverfaglega rannsóknar- verkefnis, Reykholtsverkefnisins, sem hófst fyrir tuttugu árum síð- an. Yfirskriftin var „Reykholts- verkefnið kvatt“ og hófst dag- skráin með fyrirlestri Guðrún- ar Sveinbjarnardóttur fornleifa- fræðings þar sem hún kynnti ný- útkomna bók sína; Reykholt í ljósi fornleifanna. Í kjölfarið voru pallborðsumræður um árang- ur verkefnisins og framtíð sam- bærilegra verkefna. Fluttu með- limir pallborðsins stutta fyrir- lestra og stjórnaði síðan Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri um- ræðum. Þeir sem sátu í pallborði auk Guðrúnar voru sagnfræðing- arnir Helgi Þorláksson og Bene- dikt Eyþórsson, Bergur Þorgeirs- son, bókmenntafræðingur og for- stöðumaður Snorrastofu, og Egill Erlendsson landfræðingur. Fjöldi fræðimanna hefur inn- an ramma Reykholtsverkefn- ins fjallað um þróun Reykholts í Borgarfirði og hafa nokkrir þeirra dregið fram hlutverk staðarins í sókn Snorra Sturlusonar eft- ir völdum og veraldlegum auði; að uppbygging svokallaðs menn- ingarlegs auðmagns hafi í raun verið einn lykillinn að veraldleg- um ávinningum Snorra. Og þetta snýst ekki einvörðungu um elfingu valds hér innanlands, heldur einn- ig í alþjóðlegu samhengi, saman- ber tengsl Snorra við norsku hirð- ina. Reykholt var á miðöldum bæði kirkjumiðstöð og höfuðból ásamt því að vera miðstöð ritmenn- ingar og lærdóms. Staðurinn var einnig heimili Snorra og að ein- hverju leyti dvalarstaður Sturlu Þórðarsonar, bróðursonar hans, í æsku. Með Reykholtsverkefninu var sköpuð sannfærandi mynd af starfseminni í Reykholti, og þá ekki hvað síst þeirri ritmenningu, sem gert hefur staðinn jafn fræg- an og raun ber vitni. Unnt var að spyrja spurninga um eðli starf- semi meintrar ritstofu með hlið- sjón af húsaskipan, verklagi og vísbendingum um aðferðafræði eins og þær birtast í einstökum handritum og bókmenntaverkum og í samanburði á milli handrita og handritsgerða tiltekinna verka. Safetravel hefur tekið í notkun nýj- ung í miðlun upplýsinga um ferða- aðstæður. Nú er dregið úr flækju- stigi með því að þurfa ekki lengur að beina ferðamönnum á nokkra staði til að afla sér upplýsinga um veður og færð, en eitt nýtt Íslands- kort á að auðvelda ferðamönnum að sækja á því upplýsingar um t.d. færð á vegum, vindhviður við fjöll, aðstæður á ferðamannastöðum og snjóflóðaspá, svo dæmi séu tek- in. Skref er því stigið í að efla ör- yggismál í landi þar sem aðstæður breytast skjótt og allra veðra er von. Aukin áhersla er nú lögð á rafræna miðlun upplýsinga til ferðamanna. Ráðuneyti ferðamála og Ferða- málastofa hafa ákveðið að draga úr stuðningi við rekstur upplýsinga- miðstöðva, t.d. á landsbyggðinni, en efla í stað þess miðlæga, raf- ræna upplýsingagjöf. Af þeim sök- um hefur t.d. verið ákveðið að loka upplýsingamiðstöð ferðamanna í Borgarnesi á næsta ári. Nýverið var skrifað undir samkomulag þess efnis að Landsbjörg fengi aukinn stuðning til reksturs Savetravel og fékk úthlutað um fjörutíu milljón- um króna í þeim tilgangi. mm Nýlega kom út bók Snorrastofu: Reykholt í ljósi fornleifanna, eft- ir Guðrúnu Sveinbjarnardóttur fornleifafræðing, sem leitt hef- ur fornleifarannsóknir í Reyk- holti um árabil. Bókin er saman- tekt og yfirlit á íslensku yfir þess- ar rannsóknir, en áður hafa kom- ið út bækur á ensku um sama efni báðar eftir Guðrúnu: Reykholt. The Church Excavations (2016) og Reykholt. Archaeological Inve- stigations at a High Status Farm in Western Iceland (2012). Reykholt í Borgarfirði er meðal mikilvægari sögustaða þjóðarinn- ar og líklega best þekkt fyrir bú- setu Snorra Sturlusonar þar á 13. öld, en frásagnir af henni má með- al annars finna í Sturlungasögu. Staðurinn var þó orðinn stór- býli og kirkjumiðstöð fyrir þann tíma. Skipulegar fornleifarann- sóknir voru stundaðar á bæjar- og kirkjustæðinu um árabil í kring- um síðustu aldamót. Í þessari bók er greint frá niðurstöðum þessara rannsókna sem höfundur stjórn- aði, þar sem koma fram upplýsing- ar um búsetu á staðnum og þróun hennar frá upphafi. Leitast er við að setja niður stöðurnar í víðara sam hengi, bæði á Íslandi og ann- ars staðar á Norður-Atlantshafs- svæðinu. Guðrún Sveinbjarnardóttir hef- ur setið í rannsóknarstöðum við Birmingham University, Univer- sity College London, Þjóðminja- safn Íslands og Snorrastofu, og stundað kennslu við UCL, Há- skóla Íslands og Cambridge Uni- versity. Áður hafa m.a. komið út eftir hana bækurnar Reykholt. Archaeological Investigations at a High Status Farm in Western Ice land (2012) og Reykholt. The Church Excavations (2016). Bókin fæst hjá Snorrastofu (snorrastofa@snorrastofa.is), Há- skólaútgáfunni (ug@hi.is), Bók- sölu stúdenta og víðar. mm/bþ Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur. Reykholt í ljósi fornleifanna er ný bók eftir Guðrúnu Skjáskot af Íslandskorti 28. nóvember sem sýnir færð á vegum. Eitt kort miðlar upplýsingum um ferðaaðstæður Dagskrá þar sem Reykholtsverkefnið var kvatt Svipmynd af umfangsmiklum fornleifarannsóknum í Reykholti. Myndin er frá 2002. Ljósm. Björn Húnbogi Sveinsson. Bjarni Guðmundsson stýrði pallborðsumræðum. Ljósm. bþ. Talið er að hið sama sé hægt að gera á öðrum íslenskum ritmenn- ingarstöðum og hefur að frum- kvæði Snorrastofu tekist með stuðningi þriggja ráðuneyta að fjár- magna slík verkefni með 175 millj. kr. framlagi, sem deilast munu á fimm ár. Mun Snorrastofa annast daglega umsýslu verkefnisins. Það er mat margra, að nauð- synlegt sé að varðveita, rannsaka og miðla enn betur en gert hefur verið menningarsögu og -minjum þeirra staða og ritstofa á Íslandi þar sem ritmenning blómstraði á miðöldum. Og með því að setja ritmenningu íslenskra miðalda í brennipunkt skapast nýtt sjónar- horn á fræði- og fornleifarann- sóknir, sem lýtur að samanburði á niðurstöðum frá hverjum stað fyrir sig. Jörðin geymir vissu- lega svör við mörgum spurning- um sem tengjast hverjum stað, en þess er að vænta að með saman- burði á bókmennta-, menningar- sögu- og fornleifarannsóknum staðanna megi fá skýrari heildar- mynd af því tengslaneti og menn- ingarlandslagi sem þróaðist á því tímabili sem ritstofurnar voru starfandi. Fornleifarannsóknir eru góð- ur upphafspunktur þverfaglegra rannsókna á ritmenningarstöðum. Slíkar rannsóknir voru upphafið í Reykholti og skiluðu ómetan- legum upplýsingum um bygg- ingu staðar og kirkju og athafna- semi ábúenda, ekki síst á tímum Snorra. Bergur Þorgeirsson.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.