Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Sep 2019, Page 3

Læknablaðið - Sep 2019, Page 3
Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Ritstjórn Magnús Gottfreðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Elsa B. Valsdóttir Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir Magnús Haraldsson Sigurbergur Kárason Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Esther Ingólfsdóttir esther@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1850 Prentun, bókband og pökkun á Íslandi Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi Áskrift 16.900,- m. vsk. Lausasala 1690,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSe- arch), Journal Citation Reports/Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2019/105 363 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL www.laeknabladid.is „Af þeim sjúklingum sem við tókum á móti í sumar hefði um þriðjungur þurft að gista inni á spítalanum ef ekki væri fyrir hótelið,“ segir Sólrún Rúnarsdóttir, hótelstjóri Sjúkrahótels Landspítala. Hótelið lék eitt lykilhlutverka í sumar þegar ástandið á spítalanum var sem verst og loka þurfti legurýmum og deildum vegna sumarfría starfsfólks. Rúmlega 400 sjúklingar auk aðstandenda hafa gist á sjúkrahótelinu frá því það var opnað 6. maí. Hótelið létti ekki aðeins á flæði innan spítalans heldur dró einnig úr kostnaði. „Það er ódýrara að vera í þessu úrræði en á legudeild. Ef við getum tekið við fólki af legu- deildum og komið í veg fyrir að sjúklingar tepp- ist á bráðamóttöku eða gjörgæslu geta sparast töluverðir fjármunir, jafnvel hundruð þúsunda í hverju tilfelli,“ bendir Sólrún á. „Rannsóknir sýna að ef sjúklingar eru á röngu þjónustustigi og meðferð þeirra er lokið þar, eins og til dæmis á bráðamóttöku þar sem ég vann lengi, eykur það líkur á að eitthvað fari úrskeiðis í meðferðinni. Ég tel því klárlega að nýja hótelið komi til með að hjálpa heilbrigðiskerfinu. Það fækki atvikum og spari fé.“ Stefnt er á að hótelið verði komið í fullan rekstur í árslok með 75 herbergjum. „Við höfum unnið í skrefum bæði til að læra og meðan við erum að manna það,“ segir Sólrún. „Þá hafa ýms- ir þættir komið upp í þessari nýju byggingu og krefjandi að fá úrbætur á þeim þegar flestir eru í sumarfríi. Vonandi kemst skriður á það nú að sumarleyfum loknum.“ Hún nefnir leka á einum stað, rangan vatns- halla í nokkrum herbergjum, truflanir á rafmagni og vatni. „Þetta er nýtt hús og ýmislegt sem sást ekki við fyrstu sýn og þarf að laga eins og gengur og gerist í nýju húsnæði.“ Bæði hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar vinna á sjúkrahótelinu. Verkefnin eru margskonar. Þar eru gefin lyf og settir upp æðaleggir og vökvi í æð, fylgst með almennu ástandi fólks, skipt um umbúðir á sárum og fleira. „Fólk þarf að vera sjálfbjarga með daglegar athafnir, geta klætt sig, farið á salerni og komið sér fram í matsalinn. Reglugerðin setur okkur skorður þar,“ segir hún en starfsmenn aðstoði þó eftir þörfum. Sólrún var meðal annars verkefnastjóri fyrir Landspítala við uppbyggingu sjúkrahótelsins þegar hún tók við stjórnartaumunum. „Ef ein- hver hefði sagt mér fyrir 20 árum að ég ætti eftir að verða hótelstjóri hefði ég talið að sá hinn sami væri galinn,” segir Sólrún og hlær þar sem við sitjum á fjórðu hæð hótelsins í glersal með glæsilegu útsýni yfir Þingholtin. Hún á nú 20 ára útskriftarafmæli úr hjúkrunarfræði. „Ég vann lengi á bráðamóttökunni í Fossvogi en fór í meistaranám milli barneigna og hef starf- aði síðastliðin 5 ár sem gæðastjóri á flæðisviðinu sem bráðamóttakan tilheyrir. Flæðisviðið er stórt svið. Öldrunarþjónusta og endurhæfing tilheyra því og lengi vel gerði sjúkrahúsapótekið það einnig en það er nú komið yfir á aðgerðarsvið,“ segir hún en sló til þegar tækifærið gafst. „Af hverju ekki? Ég sé ekki eftir því, er með frábært starfsfólk með mér enda geri ég þetta ekki ein. Sækja þarf um dvöl á hótelinu rafrænt í heilsu- gátt með beiðni í Sögu eða með því að hringja í okkur á sjúkrahótelinu.“ Stefna á fullan rekstur sjúkrahótelsins um áramót Jafnvel hundruð þúsunda geta sparast við að útskrifa einstaklinga af Landspítala á nýja sjúkrahótelið við Hringbraut. Um þriðjungur gesta þess í sumar hefðu annars teppt spítalann enn frekar. „Þessir fyrstu mánuðir hafa gengið betur en ég þorði að vona,“ segir hótelstjórinn Sólrún Rúnarsdóttir ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Sólrún Rúnarsdóttir hótelstjóri á Sjúkrahóteli Landspítala við Hringbraut sem opnaði í maí. Mynd/gag Hlustið á viðtalið á hlaðvarpi Læknablaðsins

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.