Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2019, Síða 4

Læknablaðið - sep. 2019, Síða 4
371 Hafsteinn Guðnason, Jón Kristinn Örvarsson, Óttar Már Bergmann, Sigurður Ólafsson, Jón Gunnlaugur Jónsson, Einar Stefán Björnsson Frumkomin trefjunargallgangabólga á Íslandi 1992-2012 Frumkomin trefjunargallgangabólga er langvinnur bólgusjúkdómur sem herjar á gallganga innan og utan lifrar. Orsakir eru óþekktar. Einkennandi er bólga og bandvefsmyndum í gallgöngum sem getur valdið á víxl þrengingum og víkkunum í gallvegum. Skorpulifur og lifrarbilun eru algengar afleiðingar þegar sjúklingur hefur gengið lengi með sjúkdóminn. Auk þess eru sjúklingar í aukinni áhættu að greinast með krabbamein í gallgöngum og ristli. 379 Aðalbjörg Albertsdóttir, Árún K. Sigurðardóttir, Björg Þorleifsdóttir Algengi svefntruflana hjá fólki með MS MS er sjálfsónæmissjúkdómur sem veldur bólgum og skemmdum á taugaslíðri tauga- frumna í miðtaugakerfinu. Afleiðingar skemmdanna eru mismunandi eftir því hvar í heila eða mænu þær eru, en þær valda oft einhverjum sjúkdómseinkennum. Fyrstu einkenni sjúkdómsins koma oftast fram fyrir þrítugt og MS er ein algengasta orsök líkamlegrar fötl- unar hjá ungu fólki. Svefntruflanir eru töluvert algengari hjá fólki með MS en almennt gerist og algengi ein- kenna sem trufla svefn hjá MS-greindum hefur mælst allt að 85%. Í nýlegri rannsókn kom í ljós að svefngæði reyndust minni hjá fólki með MS en heilbrigðum og einkenni þeirra svefnsjúkdóma sem voru rannsakaðir um tvisvar til fjórum sinnum algengari hjá MS- greindum þátttakendum en hjá samanburðarhópnum. 385 Marta Rós Berndsen, Tómas Guðbjartsson, Fritz Hendrik Berndsen Nárakviðslit - yfirlitsgrein Nárahaular eru algengust kviðslita og valda útbungun á nárasvæði en geta auk þess valdið verkjum og jafnvel garnastíflu. Aðgerð á nárahaulum er ein algengasta aðgerðin í almennum skurðlækningum, en víða á Vesturlöndum eru framkvæmdar um 130-160 að- gerðir á 100.000 íbúa árlega. Um 90% sjúklinga eru karlar og flestar aðgerðanna gerðar í aldurshópunum 1-5 ára og 55-80 ára. 364 LÆKNAblaðið 2019/105 F R Æ Ð I G R E I N A R 9. tölublað ● 105. árgangur ● 2019 367 Engin fræðastörf á vinnutíma Þórður Harðarson Hið þríeina kostnaðarsama hlutverk Landspítala verða stjórnvöld og Alþingi að skilja, það er að lækna, fræða og kenna, og það verður aldrei aðgreint. 369 Má kona fæða ein? Hulda Hjartardóttir Óskandi væri að við gætum komið til móts við mismun- andi þarfir fæðandi kvenna þannig að engri konu finnist hún þurfa að ganga í gegnum fæðingu ein og óstudd. z L E I Ð A R A R LÚRA Ein af fræðigreinunum í septemberblaðinu er um svefntruflanir. Það er víst fátt sem er skaðlegra fyrir manninn en að geta ekki sofið, það er verra en nokkurt eitur og orkar á alla starfsemi líkama og sálar. Nútímamaðurinn er oft á villigötum og eitt merki um alranga hegðun er að telja sér trú um að maður komist af með lítinn svefn. En sann- leikurinn er sá að það spillir heilsu, veldur kvíða, raskar ró, kollvarpar dómgreind og kveikir siðleysi að neita sér um svefn. Höfum þetta í huga þegar dagurinn verður styttri, þá er að lúra meira, leggja sig, fleygja sér, dorma, taka diskóblund eða litla lögn, steinsofa einsog rotaður selur eða rúsína, fá sér kríu, draga ýsur, skera hrúta, og margt fleira endurnærandi og heilsusamlegt. Andrés Kolbeinsson tók þessa fallegu mynd af sínu fólki árið 1956. Myndin er birt með leyfi af- komenda hans og Ljósmyndasafns Reykjavíkur.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.