Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2019, Blaðsíða 9

Læknablaðið - sep. 2019, Blaðsíða 9
LÆKNAblaðið 2019/105 369 R I T S T J Ó R N A R G R E I N DOI: 10.17992/lbl.2019.09.244 Má kona fæða ein? Fyrir skömmu birtist viðtal við unga konu í Frétta- blaðinu þar sem hún lýsti fæðingu yngri dóttur sinn- ar. Um var að ræða ósköp fallega lýsingu á fæðingu en það óvenjulega var að hún ákvað að eiga barnið heima án nokkurrar aðkomu fagfólks. Henni til stuðnings var barnsfaðirinn og allt gekk hratt og eðlilega fyrir sig og fylgdu viðtalinu fallegar myndir af fjölskyldunni. Lesendur voru ekki lengi að bregðast við á net- miðlunum og í samtölum sín á milli. Eins og oft þegar fæðingar verða að umræðuefni voru skoðan- ir fólks mjög skiptar, allt frá því að fólk hefði á orði að þetta hlyti að vera ólöglegt yfir í að þetta væri birtingarmynd hins algjöra kvenfrelsis. Ekki er gott að átta sig á því hve algengt það er að konur velji að fæða börn án aðstoðar fagmanna, engin áreiðanleg skráning er til í heiminum. Hérlendis er þetta sennilega afar fátítt. Flestar konur myndu fyll- ast skelfingu ef þær ættu ekki kost á fæðingarhjálp. Fyrrum þótti illbýlt á svæðum þar sem ekki var hægt að ná í aðstoð fyrir konur í barnsnauð. Þegar konur hafna fæðingarhjálp í okkar nútímasamfélagi liggur stundum erfið fæðingarreynsla að baki, stundum hið gagnstæða, en sammerkt er sannfæring um getu eigin líkama til að ráða við fæðinguna án truflana og inngripa og löngun til að stýra aðstæðum. Við meg- um ekki gleyma því að þunguð kona hefur jafnmik- inn rétt og aðrir til að hafna meðferð svo framarlega sem hún er ekki haldin andlegum veikindum sem gætu skert getu hennar til að taka ákvarðanir um líf og heilsu. Ef okkur finnst þetta fráleit hugmynd ættum við frekar að horfa inn á við og spyrja okkur að því hvers vegna konur vilji ekki þiggja þá aðstoð sem við telj- um nauðsynlega. Er eitthvað við framkomu okkar eða þær aðstæður sem við bjóðum konum að fæða börn sín í sem gæti verið fráhrindandi? Sumum kon- um finnst tæknileg sjúkrastofa með öllum öryggis- búnaði mjög aðlaðandi kostur meðan aðrar hræðast slíkar aðstæður og vilja heimilislegt umhverfi með ró og næði. Enn aðrar finna mesta öryggið á eigin heimili. Rétt eins og bændur vilja vaka yfir ánum sínum í sauðburði til að vera tilbúnir að grípa inn í á réttu augnabliki vita þeir að ærnar þurfa ró og næði til að bera og óþarfa truflanir geta leitt til ýmiss konar erf- iðleika. Þó að einhverjum kunni að þykja það óvið- eigandi að bera konur saman við kindur erum við þrátt fyrir allt dýrategund og það er ýmislegt í því frumstæða ferli sem fæðing er sem vert er að huga að. Ef við tökum ekki tillit til þarfa fæðandi kvenna fyrir næði og stjórn á aðstæðum eigum við á hættu að þær hrekjist frá okkur í aðstæður sem tryggja síður öryggi móður og barns. Vegna óvissu um skráningu er erfitt að svara því með nákvæmni hve áhættusamt sé að fæða án aðstoðar. Það má áætla að kona sem hefur sótt mæðravernd, hefur fætt eðlilega áður, er ung og hraust eigi mjög góðar líkur á því að fæða án nokkurra inngripa eða alvarlegra fylgikvilla. Þær rannsóknir sem hafa birst um heimafæðingar benda til þess að útkoma fæðinga þessa hóps sé síst verri en þeirra sem velja að fæða á sjúkrahúsi. Þessar rannsóknir ganga þó út frá því að til staðar séu vel menntaðar ljósmæður sem fylgist með líðan barns og móður. Fylgikvillar fæðinga sjást ekki alltaf fyrir en fagfólk þekkir viðvörunarmerkin og getur brugð- ist tímanlega við og þó að alvarlegar bráðaaðstæður í fæðingum séu sjaldgæfar er nokkuð ljóst að það getur skipt sköpum að fagfólk sé til staðar til að ekki hljótist skaði af. Við álítum að fæðingarhjálp hérlendis sé með því besta sem gerist í heiminum, útkoma mæðra og ný- bura styður það. Það er samt ekki alltaf þannig að upplifun kvennanna sé jafn frábær og spilar auðvit- að margt þar inn í. Þó við höfum vel menntað fag- fólk sem vinnur af hugsjón má eflaust gera betur, bæði hvað varðar undirbúning fæðinga og aðstöðu kvenna og fjölskyldna þeirra. Við þurfum líka alltaf að minna okkur á að umgangast fæðandi konur af virðingu og tillitssemi. Við sem vinnum á Landspít- ala, þar sem 75% fæðinga á landinu fara fram, vitum að plássið er alltof lítið og ekki hannað fyrir nútíma- kröfur um fæðingadeildir. Aðstaðan leyfir ekki það næði sem er nauðsynlegt né þá hreyfingu sem væri æskileg fyrir fæðandi konur. Óskandi væri að við gætum bæði tryggt öryggi sem best en á sama tíma komið til móts við mismun- andi þarfir fæðandi kvenna með bættri aðstöðu og viðmóti þannig að engri konu finnist hún þurfa að ganga í gegnum fæðingu ein og óstudd. Unassisted birth? Hulda Hjartardóttir, MD, FRCOG, Clinical Director of Obstetrics, Landspitali University Hospital, Reykjavík, Iceland. Hulda Hjartardóttir yfirlæknir fæðingateymis Landspítala huldahj@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.