Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - sept 2019, Qupperneq 21

Læknablaðið - sept 2019, Qupperneq 21
LÆKNAblaðið 2019/105 381 R A N N S Ó K N Bakgrunnsspurningar: Spurt var um aldur, kyn, tímalengd frá sjúkdómsgreiningu (≤5 ár, eða >5 ár) og hvort viðkomandi hefði tekið steralyf undanfarnar fjórar vikur. Framkvæmd, gagnasöfnun Samið var við Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri um að setja kvarðana upp í rafrænt form og útbúa vefslóð fyrir rann- sóknina. Starfsfólk MS-félags Íslands beindi þeim sem vildu taka þátt og féllu að skilyrðum úrtaks á vefslóðina þar sem könnunin var staðsett. Fyrsta spurningin var hvort viðkomandi hefði verið greindur með MS af lækni, ef svarið við þeirri spurningu var nei var könnuninni þar með lokið. Næst var spurt hvort þátttakandi væri orðinn 18 ára, ef svarið við þeirri spurningu var nei var lokað fyrir frekari þátttöku. Þeir sem uppfylltu fyrrgreind skilyrði gátu haldið áfram að svara rannsóknarspurningum. Með spurningun- um var einnig send kynning á rannsókninni þar sem hægt var að fá nánari upplýsingar um hana og koma ábendingum á framfæri. Könnunin var fyrst send út 29. október 2018, þann 9. nóvember var send vinsamleg ítrekun og 15. nóvember lauk könnuninni þegar vefslóð var lokað. Greining gagna Lýsandi og greinandi tölfræði var notuð til að greina gögnin með SPSS-forritinu, útgáfu 25. Munur á svefngæðum hópa var skoðað- ur með t-prófum. Eftirfarandi breytur voru skoðaðar: aldurshóp- ar (≤50 og >50 ára), kyn (karl og kona), tímalengd frá sjúkdóms- greiningu (≤5 og >5 ár), líkamsþyngdarstuðull (≤35 og >35 kg/m2), greindir með háþrýsting eða ekki, nota steralyf eða ekki og hvort viðkomandi hefði tekið inn svefnlyf eða ekki síðastliðinn mánuð. Þegar tengsl milli svefngæða og annarra þátta voru prófuð var gerð línuleg aðhvarfsgreining. Stuðst var við BioVenn-forritið við gerð hlutfallslegra Venn-mynda (proportional Venn-diagrams).24 Marktektarmörk við alla útreikninga voru sett við p-gildi ≤0,05. Vísindasiðanefnd gaf leyfi fyrir rannsókninni: VSN-18-120. Niðurstöður Þátttakendur Alls tóku 234 einstaklingar þátt í rannsókninni, eða 39,4% MS- greindra á Íslandi, að teknu tilliti til algengis sjúkdómsins og íbúafjölda.14,15 Meirihluti þátttakenda voru konur (77%) undir fimmtugu (meðalaldur 47±13 ár, aldursbil 20 til 92 ára), sem voru í ofþyngd en ekki með offitu (meðal líkamsþyngdarstuðull 27,7±6,8 kg/m2) og flestir (72%) voru greindir með MS fyrir meira en 5 árum. Tæpur þriðjungur (29%) tók svefnlyf þrisvar í viku eða oftar, um fimmt- ungur var með of háan blóðþrýsting eða á meðferð við of háum blóðþrýstingi (22%) en fáir þátttakendur (4%) höfðu þurft að taka steralyf undanfarinn mánuð þegar könnunin fór fram. Svefngæði Gild svör við PSQI-kvarðanum fengust frá 213 þátttakendum, með- alskor var 7,79±4,08. Algengi skertra svefngæða, PSQI>5, reyndist vera 68%, þar af voru 31% með mjög skert svefngæði, eða PSQI>10. Einkenni svefnleysis, kæfisvefns og fótaóeirðar Í töflu I má sjá algengi einkenna ofangreindra svefnsjúkdóma borið saman við algengi greiningar af lækni. Miðað við algengi einkenna virðast svefnsjúkdómarnir kæfisvefn og svefnleysi vera verulega vangreindir en miðað við 5 greiningarskilmerki fóta óeirðar virðist vera samræmi milli algengis einkenna og greiningar af lækni. Af þeim 22 einstaklingum sem sögðust vera greindir með fótaóeirð af lækni uppfylltu einungis 6 öll 5 greiningarskilmerki fótaóeirðar og 7 uppfylltu fjögur greiningarskilmerki. Á mynd 1 sést að 53% þátttakenda (n=188) höfðu einkenni eins eða fleiri af svefnsjúkdómunum svefnleysi, fótaóeirð (RLS5) og kæfisvefn. Þar af höfðu 41% einkenni eins af þessum svefnsjúk- dómum, 9% höfðu einkenni tveggja og 3% höfðu einkenni allra þessara sjúkdóma. Algengi svefntruflana vegna salernisferða, verkja, hita og kulda Í töflu II má sjá að algengast var að verða fyrir svefntruflun vegna salernisferða (39%) og verkja (37%). Hlutfall þátttakenda (n=217) sem reyndist hafa eina eða fleiri af ofangreindum svefntruflunum var 65%. Þar af höfðu 31% eina af þessum svefntruflunum, 24% Mynd 2. Hlutföll og skörun svefntruflana vegna verkja, salernisferða og svefnleysis- einkenna. Samtals trufluðu þessir þættir svefn hjá 63,4% þátttakenda (n=216) og hjá 11,6% trufluðu allir þrír þættirnir svefn. Tafla II. Algengi svefntruflana vegna salernisferða, verkja, hita og kulda. Svefntruflun: Algengi % (fjöldi/fjöldi svara) Salernisferðir 38,6 (88/228) Verkir 36,7 (83/226) Hiti 19,9 (44/221) Kuldi 18,2 (40/220) A 26 12,0% B 37 17,1% C 11 5,1% AB 8 3,7% AC 22 10,2% BC 8 3,7% ABC 25 11,6% alls 216 Salernisferðir trufla svefn þrisvar í viku eða oftar = 37,5% Verkir trufla svefn þrisvar í viku eða oftar = 36,1% Skor á Svefnleysis- kvarðann (ISI) ≥15 = 30,6% 11,6% n=216 svöruðu spurningum um verki og salernisferðir og öllum spurningum á Svefnleysiskvarðanum (ISI) 3,7% 5,1% 10,2% 12,0% 17,1% 3,7%

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.