Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - sep. 2019, Side 26

Læknablaðið - sep. 2019, Side 26
386 LÆKNAblaðið 2019/105 Y F I R L I T S G R E I N Kviðslit eru mjög algeng hjá sjúklingum með ættgenga bandvefssjúkdóma eins og í heilkenn- um Marfans (allt að 32%) og Ehlers-Danlos (allt að 25%).17 Nánustu ættingar sjúklinga sem greinst hafa með kviðslit eru einnig í aukinni áhættu á að fá kviðslit sem bendir til að erfðagalli sé að hluta til orsakavaldur. Nýleg rannsókn sýndi að stökkbreytingar í fjórum genum, sem hafa með kollagensamsetningu og -niðurbrot að gera, voru algengari í sýnum frá sjúklingum með nára- kviðslit.22 Loks er talið að aukið álag eins og hjá íþróttamönnum og þeim sem vinna erfiðisvinnu auki líkur á nárakviðsliti.23 Klínísk birtingarmynd Fyrsta einkenni nárahauls er oftast verkjalaus fyrirferð á nárasvæði. Skyndilegur stingandi verkur á nárasvæðinu getur þó einnig komið fyr- ir og er þá oftast vegna líkamlegrar áreynslu eða rembings. Seyðingsverkur er þó algengari og leið- ir oft niður í pung eða skapabarma. Oftast hverf- ur fyrirferðin þegar sjúklingurinn leggst á bakið þar sem innihaldið í haulnum rennur aftur inn í kviðarholið.24 Þegar það gerist ekki er talað um innklemmdan nárahaul og er það sjaldnast brátt Helstu kennileiti nárans eru sýnd á mynd 1. Á fósturskeiði myndast náragangurinn (inguinal canal) þegar sáðstrengurinn (funicle) gengur niður í pung og er hann um 4 cm að lengd.1 Á leið sinni niður í pung dregur sáðstrengurinn með sér hulu af lífhimnu sem kallast slíðurklakkur (vaginal process) sem síðan lokast af í pungnum sem vaginalis mem- brane. Sáðstrengurinn inniheldur sáðrás (vas deferens) og eistnaæðar (spermatic artery/vein) og er hann umlukinn vöðvaþráðum (cremaster muscle) frá obliquus internus vöðvanum. Hjá konum liggur hringlaga sin (round ligament) í stað sáðstrengs í náraganginum. Náragangurinn afmarkast af innri hringnum (deep inguinal ring) sem er dýpst, efst og hliðlægt. Í lok gangsins myndast ytri hringurinn (superficial inguinal ring) ofan við lífbeinið þegar sinafell (aponeurosis) external oblique vöðvans klofnar í tvö blöð. Milli þeirra gengur sáðstrengurinn út úr náraganginum niður í pung.16 Framveggur náragangsins er myndaður úr sinafelli external oblique vöðvans. Nárabandið (inguinal ligament) er þykknun á neðri kanti sinafells ins en það liggur milli lífbeinsins miðlægt og mjaðmakambsins hliðlægt. Aftari veggur náragangsins er veikasti hluti nárans en hann er gerður úr þunnri bandvefshimnu transversalis vöðvans. Þetta svæði kallast Hasselbachs þríhyrningur og afmarkast hliðlægt af neðri epigastric æðunum, miðlægt af sinafelli rectus vöðvans og að neðan af nárabandinu. Neðri epigastric slagæðin greinist út frá external iliaca, rétt ofan við nárabandið og liggur undir bandvefshimnu transversa- lis vöðvans miðlægt við innri hringinn.1 Tafla I. Flokkun nárahaula. Miðlæg nárakviðslit Útbungun á bandvefshimnu transversalis vöðvans fyrir innan Hasselbachs- þríhyrning, sem afmarkast af rectus vöðvanum miðlægt, neðri epigastric æðunum hliðlægt og nárabandinu að neðan. Hliðlæg nárakviðslit Myndast hliðlægt við neðri epigastric æðarnar og teygir sig út í gegnum innri hringinn sem hluti af sáðstrengnum og getur því náð alla leið út í pung. Læriskviðslit Myndast undir nárabandinu, oftast miðlægt við femoral bláæðina í lærisgangi (femoral canal). Mynd 1. Líffærafræði nárans sýnd að framanverðu eins og við opna aðgerð (A) og aftanverðu eins og við holsjáraðgerð (B). Hvíti þríhyrningurinn sýnir Hasselbachs-þríhyrning á meðan bláu hringirnir sýna hvar kviðslitin koma út í gegnum kviðvegginn. (Mynd: Fritz H. Berndsen IV.) Box 2. Líffærafræði nárans A B

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.