Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2019, Síða 27

Læknablaðið - sep. 2019, Síða 27
LÆKNAblaðið 2019/105 387 Y F I R L I T S G R E I N ástand en getur þó valdið garnastíflu. Þá eru einkennin hviðu- kenndir kviðverkir, þaninn kviður, ógleði, uppköst og hægða- tregða. Hjá sjúklingum með læriskviðslit er garnastífla þó mun algengari og er fyrsta einkenni hjá þriðjungi sjúklinga.25 Skerðist blóðflæði til garnar í innklemmdum nárahaul kallast það kreppu- haull (strangulated hernia), en þá er hætta á lífshættulegu drepi í görninni. Fyrst skerðist bláæða- og sogæðablóðflæði í görninni þar sem þrengir að henni við háls kviðslitsins svo bjúgmyndun verður í görninni. Við það eykst þrýstingurinn í görninni sem aft- ur veldur skerðingu á slagæðablóðflæði til líffærisins og hættu á drepi. Líkur á kreppuhaul eru taldar vera á bilinu 0,3-2,8% á ári fyrir nárakviðslit en er allt að 45% á ári fyrir læriskviðslit2 og er dánarhlutfall sjúklinga með kreppuhaul allt að 30%.26 Greining og mismunagreiningar Skoðun Nákvæm sjúkrasaga og skoðun á sjúklingi með óljósan náraverk er mikilvæg til greiningar en fjölmargir sjúkdómar geta valdið fyr- irferð eða verkjum á nárasvæði. Þó er mikilvægt að hafa í huga að kviðslit getur verið til staðar án þess að það skýri óþægindi sjúklings. Best er að skoða sjúklinginn fyrst standandi og er litið eftir fyrirferð á nárasvæðinu og staðsetning hennar metin út frá nárabandinu. Þrýst er varlega yfir ytri hring náragangsins og sjúklingurinn látinn hósta. Hjá körlum er farið með fingur upp í gegnum pung að ytri hringnum (mynd 2).24 Jafnframt er þreif- að eftir eymslum í eistum og fyrirferðum. Sjúklingurinn er síðan skoðaður liggjandi og athugað hvort hægt sé að ýta fyrirferðinni aftur inn í kviðarholið. Einnig er kviður þreifaður. Ef einkenni eru af óljósum toga er ítarleg skoðun stoðkerfis mikilvæg, meðal annars á vöðvum og sinum rectus, iliopsoas, rectus femoris og add- uctor vöðvum. Einnig eru mjaðmaliðir, mjóbak og mjaðmagrind skoðuð,24 ekki síst hjá íþróttamönnum. Myndgreining Við óljósa verki á nárasvæði, er ómskoðun yfirleitt fyrsta rann- sóknin sem gerð er og á það við hvort sem fyrirferð þreifast eða ekki. Ómskoðun krefst þjálfunar og er næmið á bilinu 29-86% og sértækni 90-96%.27,28 Einnig má fá tölvusneiðmynd af nárasvæði og sjúklingar þá gjarnan látnir rembast þegar myndirnar eru teknar. Næmi tölvusneiðmynda til greiningar nárakviðslits er 77-80% og sértækni 25-65%.29,30 Segulómun af nárasvæði er næmari en tölvu- sneiðmynd (91%) og getur einnig reynst vel til að greina bólgur í vöðva og sinafestum.29,31 Í völdum tilvikum er gerð kviðslitsmyndataka (herniography), en þá er vatnsleysanlegu skuggaefni sprautað inn fyrir lífhimnuna í kviðarholið, en utan garna. Við kviðslit sést skuggaefni renna út í kviðslitið á hefðbundinni röntgenmynd af kvið.32 Þetta er bæði næm og sértæk rannsókn (91% og 83%) en þar sem gat getur komið á garnir er aðeins gripið til hennar þegar aðrar rannsóknir hafa verið reyndar.30 Mismunagreiningar Mismunagreiningar eru sýndar í töflu II og má skipta þeim gróf- lega í þrennt: i) fyrirferð í nára, ii) fyrirferð í pung og iii) verk á nárasvæði án fyrirferðar.24 Algengustu fyrirferðir í nára eru eitla- stækkanir, æðahnútar á great saphenous bláæðinni, slagæðagúll og eitlakrabbamein.23 Langalgengasta fyrirferð í pung er vatns- haull en aðrar vel þekktar orsakir eru æðahnútar á eistnabláæð, eistnabólga, eistnalyppubólga (epididymitis) og góðkynja eða ill- kynja æxli í eista.33 Blöðruhálskirtilsbólga er algeng orsök verkja í nára hjá karlmönnum, en blöðrubólga og þvagrásarbólga geta valdið svipuðum einkennum. Endaþarmsskoðun er því mikilvæg hjá karlkyns sjúklingum til að útiloka blöðruhálskirtilsbólgu en hjá konum geta bólgur í eggjaleiðurum og framfall á legi valdið verkjum á nárasvæði.24 Stoðkerfistengdir kvillar eru einnig al- gengar ástæður verkja án fyrirferðar hjá báðum kynjum, sérstak- lega sinabólga í vöðvum grindarbotns og mjaðmasvæðis. Þetta á ekki síst við um sjúklinga sem stunda íþróttir og þá sérstaklega knattspyrnu og ísknattleik.34 Ábendingar fyrir skurðaðgerð Skurðaðgerð er eina læknandi meðferðin við nárahaulum og er sjúklingum með einkenni þess næstum alltaf ráðlagt að fara í að- gerð.35 Þetta á sérstaklega við um sjúklinga sem eru í hættu á að fá kreppuhaul, það er eldra fólk, konur og þá sem eru með læriskvið- slit.36 Hjá háöldruðum einstaklingum eða þeim sem ekki er treyst í aðgerð, er stundum gripið til haulbeltis sem er gjörð sem heldur kviðslitinu inni. Þetta þykir hins vegar ekki jafn góð meðferð og skurðaðgerð og fyrirbyggir síður kreppuhaul.37 Tafla II. Helstu mismunagreiningar nárahauls. Fyrirferð í nára Fyrirferð í pung Verkur án fyrirferðar Góðkynja eitlastækkun Vatnshaull Sinabólga Illkynja eitlastækkun Æðahnútar Slitgigt í mjöðm Æðahnútar Eistnabólga Verkir frá baki Æðagúll Eistnalyppubólga Blöðruhálskirtilsbólga Æxli í eista Taugahvot Mynd 2. Við skoðun er farið með fingur upp í gegnum pung að ytri hringnum (rauði hringurinn). Því næst er sjúklingurinn látinn hósta, en við það ýtist fyrirferðin út og þrýstist á móti fingri þess sem skoðar. (Mynd birt með góðfúslegu leyfi höfunda.)59

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.