Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Sep 2019, Page 29

Læknablaðið - Sep 2019, Page 29
LÆKNAblaðið 2019/105 389 Y F I R L I T S G R E I N holsjáraðgerð þar sem hægt er að lagfæra bæði kviðslitin í sömu aðgerð.44 Aðgerð við nárakviðsliti er langoftast valað- gerð, þar sem 30 daga dánartíðni er í kringum 0,3%.5 Opnar netaðgerðir er hægt að framkvæma í staðdeyfingu, enda talið áhættuminna fyrir sjúklinginn,14 en í Svíþjóð eru samt sem áður 80% þessara aðgerða gerðar í svæfingu.5 Einnig má gera aðgerðirnar í mænudeyfingu með góð- um árangri.47 Eftir aðgerðina er mælst til þess að sjúklingar forðist áreynslu og lyfti ekki þungu í tvær til þrjár vikur eftir aðgerð. Að öðru leyti er sjúk- lingum ráðlagt að gera það sem þeir treysta sér til14 og er veikindaleyfi oftast ein til tvær vikur.48 Fylgikvillar Helstu fylgikvillar og tíðni þeirra eru sýnd í töflu IV. Skurðsýkingar eru sjaldgæfar (3-5%) og ekki er lengur mælt með gjöf sýklalyfja í forvarna- skyni.49 Sjúklingar með skurðsýkingu eru oft með óeðlilega mikla verki, hita, roða og þrota í kringum skurðsvæðið. Oft nægir að gefa sýkla- lyf til að uppræta sýkinguna en ef um dýpri sýk- ingu er að ræða getur þurft að opna skurðsárið og jafnvel skilja það eftir opið. Þetta á sérstaklega við þegar net sýkjast en þá getur þurft margra vikna meðferð með sýklalyfjum í æð en sjaldgæft er að fjarlægja þurfi netið.50 Bráð þvagtregða greinist hjá 1,5-3% sjúklinga eftir aðgerð, aðallega eldri karlmönnum með fyrri sögu um þvagfæravandamál.51 Blæðing sem krefst enduraðgerðar er sjaldgæfur fylgikvilli (1- 3%). Oftast stöðvast blæðingin af sjálfu sér en margúll í pung (scrotal hematoma) er þó ekki óal- gengur fylgikvilli.14 Áverki á sáðrás er sjaldgæf- ur en alvarlegur fylgikvilli líkt og blóðþurrð og drep í eista vegna áverka á slagæð eistans.4Mynd 3. (A) Mynd sem sýnir Lichtenstein-aðgerð. Nælonnet er lagt yfir bakvegg náragangsins til styrkingar og nýr innri hringur er myndaður. (B) Mynd sem sýnir TEP (totally extraperitoneal) aðgerð. Rými er myndað milli kviðveggjar og lífhimnu þar sem nælonnet er látið hylja öll þrjú svæðin þar sem kviðslit geta myndast. (Mynd: Fritz H. Berndsen IV.) Tafla VI. Tíðni langvarandi verkja eftir TEP- og Lichtenstein-viðgerð – samanburður helstu slembirannsókna. TEP Lichtenstein Rannsókn Verkir n % Verkir n % p-gildi Köcklinger og fél. 52 540 6,833 7,9 974 10,555 9,2 0,002 Eklund og fél.54 58 616 9,4 124 659 18,8 <0,001 Neumayer og fél.51 97 989 9,8 142 994 14,3 óm Langeveld og fél.58 71 336 21,1 80 324 24,6 óm n: fjöldi aðgerða, óm: ómarktækur munur Tafla V. Endurtekin kviðslit eftir Lichtenstein- og TEP-viðgerð – samanburður helstu slembirannsókna. TEP Lichtenstein Rannsókn Endur- koma n % Endur- koma n % p-gildi Köcklinger og fél.52 64 6833 0,9 88 10,555 0,8 0,50 Eklund og fél.53 16 665 2,4 9 706 1,2 óm Neumayer og fél.51 87 862 10,1 41 834 4,9 <0,05 Langeveld og fél.58 13 336 3,8 10 324 3,0 0,6 n: fjöldi aðgerða, óm: ómarktækur munur A B

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.