Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2019, Blaðsíða 30

Læknablaðið - sep. 2019, Blaðsíða 30
390 LÆKNAblaðið 2019/105 Y F I R L I T S G R E I N Langtíma árangur skurðaðgerða Endurtekin kviðslit Endurtekin kviðslit eru helsta vandamálið eftir nárakviðslitsað- gerð en með tilkomu netaðgerða hefur tíðni enduraðgerða lækk- að úr 16,4% niður í 9%.5,12,52 Árangur mismunandi netaðgerða er frekar áþekkur en fjöldi slembirannsókna hefur sýnt fram á svip- aða tíðni endurtekinna kviðslita eftir Lichtenstein- og TEP-aðgerð (sjá töflu V), eða í kringum 1,2- 2,4%.53 Langvarandi verkir eftir aðgerð Langvarandi verkir og óþægindi eftir aðgerð er algengt vanda- mál8,51 og er algengara hjá ungum sjúklingum og sjúklingum sem eru með mikla verki á nárasvæði fyrir aðgerð.8,51,54 Þessa sjúklinga þarf að skoða vel og oft er gerð ómun til að útiloka endurtekið kviðslit. Í töflu VI eru sýndar niðurstöður slembirannsókna á tíðni langvinna verkja eftir mismunandi nárakviðslitsaðgerðir. Í þeirri stærstu voru óþægindi til staðar hjá 18,8% sjúklinga 5 árum eftir Lichtenstein-aðgerð, borið saman við 9,4% sjúklinga eftir TEP-að- gerð (p<0,001).54 Eftir enduraðgerðir er tíðni langvinnra verkja enn hærri. Dofi á aðgerðarsvæði er vel þekktur eftir opnar aðgerðir en þarfnast yfirleitt ekki sérstakrar meðferðar. Langvarandi verkir eða brennandi tilfinning benda hins vegar til taugahvotar vegna áverka eða klemmu á taug. Stundum er hægt að nota deyfingu til að greina hvaða taug það er sem veldur óþægindum og er þá hægt að skera viðkomandi taug í sundur með aðgerð. Í einstaka tilvik- um getur þurft að fjarlægja net ef um langvinna verki er að ræða. Bæði í Danmörku og Svíþjóð eru stórir gagnagrunnar þar sem nær allar nárakviðslitsaðgerðir eru skráðar á landsvísu. Þannig er hægt að fylgja eftir árangri aðgerðanna og tryggja betur gæði með- ferðarinnar.5,43 Sambærilegir og enn stærri gagnagrunnar á megin- landi Evrópu eru Herniamed og European Registry of Abdominal Wall Hernias (EuraHS).55,56 Hérlendis er ekki til miðlægur gagna- grunnur með nárakviðslitsaðgerðum og ekki hafa birst rann- sóknir á árangri aðgerðanna á Landspítala eða á einkastofum. Á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi hefur hins vegar verið starfræktur gagnagrunnur með öllum kviðslitsaðgerðum frá árinu 2004 og hafa niðurstöður úr 485 fyrstu nárakviðslitsaðgerðunum sýnt að árangur er vel sambærilegur við það sem best gerist er- lendis.57 Til þess að hægt sé að hefja skráningu á árangri nárakvið- slitsaðgerða hérlendis með miðlægum gagnagrunni þarf þátttöku allra skurðlækna sem framkvæma slíkar aðgerðir. Einnig er mikil- vægt að slíkur gagnagrunnur sé fjármagnaður af hinu opinbera þar sem utanumhald krefst mikillar vinnu. Lokaorð Nárakviðslit eru algeng vandamál og mikilvægt að rétt sé staðið að greiningu og meðferð. Flestum með einkennagefandi nárakviðslit ber að ráðleggja skurðaðgerð og þá sérstaklega konum með læris- kviðslit og öldruðum þar sem þessir hópar eru í aukinni hættu á að fá alvarlega fylgikvilla eins og kreppuhaul og garnastíflu. Inguinal hernia is the most frequently diagnosed hernia and during their lifetime one third of males are diagnosed with an inguinal her- nia. The age distribution is bimodal with the highest incidence in childhood and after 50 years of age. Diagnosis is usually reached through clinical examination of a lump in the inguinal region although some patients can present with intestinal obstruction. Inguinal hernia repair is the only definitive treatment and is one of the most common surgical procedures performed. It is usu- ally performed as an elective procedure in local, spinal or general anasthesia. The repair constitutes of reinforcing the posterior wall of the inguinal canal, often using a polypropylene mesh; either via an open anterior approach or posteriorly from within the abdo- men with laparoscopy. The most common complications follow- ing a hernia repair are recurrent hernia and chronic discomfort but recurrence rates have improved with the use of mesh and laparoscopic techniques. This evidence based review describes the epidemiology and etiology of inguinal hernia together with the most common surgical procedures; focusing on recent innova- tions. Inguinal hernia - review ENGLISH SUMMARY 1Department of Surgery, Sahlgrenska University Hospital, Gothenborg, Sweden, 2Cardiothoracic Surgery, Landspítali University Hospital, 3 Faculty of Medicine, University of Iceland, 4Department of Surgery, Health Care institution of West Iceland, Akranesi, Iceland. Key words: inguinal hernia, chronic pain, recurrence, Lichtenstein, laparoscopy, review. Correspondence: Marta Rós Berndsen, marta.berndsen@vgregion.se Greinin barst til blaðsins 2. apríl 2019, samþykkt til birtingar 13. ágúst 2019. Marta Rós Berndsen1 Tómas Guðbjartsson2,3 Fritz H. Berndsen4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.