Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Sep 2019, Page 32

Læknablaðið - Sep 2019, Page 32
Ritstjórn Læknablaðsins hefur boðið Félagi læknanema að skrifa fasta pistla í blaðið. Á síðasta aðalfundi Félags læknanema 16. apríl var samþykkt ályktun varðandi aðild læknanema að Læknafélagi Íslands. Læknanemar hafa hingað til ekki verið meðlimir í LÍ en með ályktuninni vill stjórn Félags læknanema óska eftir því að læknanemar sem lokið hafa fjórða námsári við Há- skóla Íslands geti sótt um aðild að félaginu. Vegna ónógs fjölda kandídata og deildarlækna hafa læknanemar um árabil verið ráðnir í sumar- afleysingastöður á Landspítala og öðrum heilbrigðis- stofnunum. Það hefur tíðkast að laun fyrir þessi störf séu greidd sem ákveðið hlutfall af launum kandídata samkvæmt kjarasamningi LÍ. Þar sem læknanemar eru ekki aðilar að LÍ hafa þeir staðið utan stéttarfé- lags í ráðningarsamningi við Landspítala og fleiri stofnanir. Þannig eru læknanemar í raun samnings- lausir þegar kemur að kjaramálum og er það mjög óheppilegt. Fordæmi eru fyrir því meðal annarra heil- brigðisstétta hérlendis að nemar geti fengið aðild að stéttarfélagi sinnar starfsgreinar. Mismunandi er hvernig þeirri aðild er háttað en almennt eiga nemar sem starfa í afleysingum í viðkomandi starfs- grein rétt á aðild. Hjúkrunarfræðinemar geta eftir fyrsta námsár fengið aukaaðild að Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og nemar sem þiggja laun sam- kvæmt kjarasamningi félagsins hafa atkvæðisrétt um viðkomandi kjarasamning. Lyfjafræðinemar sem hafa tímabundið leyfi til að gegna störfum að- stoðarlyfjafræðings eftir fjórða námsár fá fulla aðild að Lyfjafræðingafélagi Íslands. Hjá Félagi lífeinda- fræðinga eiga lífeindafræðinemar sem eru ráðnir til tímabundinna rannsóknarstarfa eftir fyrsta námsár rétt á aukaaðild sem veitir full félagsleg réttindi að frátöldu kjörgengi. Þá eiga sjúkraþjálfunarnemar kost á aukaaðild að Félagi sjúkraþjálfara sem fagfé- lagi. Sömuleiðis eru fordæmi fyrir aðild læknanema að læknafélögum á hinum Norðurlöndunum. Félag læknanema í Noregi er aðildarfélag að norska lækna- félaginu og hafa læknanemar þar að mestu sömu réttindi og aðrir meðlimir. Nemarnir fá tímabundið lækningaleyfi og starfa samkvæmt kjarasamningi sem er gerður með aðkomu norska læknafélagsins. Í Finnlandi eru tvö félög lækna, fagfélag og stéttar- félag. Allir finnskir læknanemar eru meðlimir í fag- félaginu án þess að borga félagsgjöld en nemar sem hafa lokið fjórða námsári geta starfað sem félagar í stéttarfélaginu. Í Svíþjóð geta læknanemar sótt um aukaaðild að stéttarfélagi lækna og greiða þá hluta af félagsgjöldum. Nemarnir mega starfa eftir að hafa lokið 9 önnum í námi en ekki er samið sérstaklega um þeirra kjör. Í Danmörku eru læknanemar ekki hluti af danska læknafélaginu og félag læknanema þar í landi semur um laun fyrir danska læknanema. Í ljósi þess hvernig aðild nema að fagfélögum er háttað í öðrum sambærilegum starfsgreinum og einnig hjá læknanemum á hinum Norðurlöndunum telur stjórn Félags læknanema eðlilegt að læknanem- ar eigi kost á aðild að Læknafélagi Íslands að loknu fjórða námsári. Stéttarfélagsmál læknanema hafa hingað til verið í lausu lofti og við álítum þetta mikilvægt skref til að koma þeim málum í fastar skorður. Þannig myndu læknanemar öðlast aðild að LÍ sem fagfélagi og jafnframt stéttarfélagi sem semur um kaup og kjör og tryggir lagaleg réttindi. Við telj- um eðlilegt að um hlutaaðild væri að ræða þannig að læknanemar hefðu ekki kjörgengi á aðalfundi og ekki aðgang að orlofsjóði, fæðingar- eða útfararstyrk. Læknanemar myndu þá greiða félagsgjöld sem væru ákveðið hlutfall af gjöldum kandídata og tækju mið að því að læknanemar eru ekki í föstu starfi og hefðu fyrir vikið minni réttindi til styrkja innan félagsins. Hagsmunir læknanema eru mjög í takt við hagsmuni almennra lækna og við teljum því réttast að Félag almennra lækna yrði það aðildarfélag innan LÍ sem læknanemar yrðu hluti af. Á aðalfundi LÍ 26.-27. september næstkomandi verður lögð fram lagabreytingartillaga þess efnis að læknanemar við Háskóla Íslands geti sótt um hluta- aðild að LÍ eftir fjórða námsár. Þetta er mikið hags- munamál fyrir læknanema og löngu tímabært að við fylgjum fordæmum læknafélaga á Norðurlöndum og fagfélaga annarra heilbrigðisstétta hér á landi. Við vonumst því eftir góðum undirtektum og væntum stuðnings frá ykkur, framtíðarkollegum, við þessa tillögu. Stéttlausir læknanemar F R Á F É L A G I L Æ K N A N E M A Sólveig Bjarnadóttir Formaður Félags læknanema stjorn@laeknanemar.is 392 LÆKNAblaðið 2019/105

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.