Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - sep. 2019, Side 35

Læknablaðið - sep. 2019, Side 35
LÆKNAblaðið 2019/105 395 „Seinni bylgja breytinga er skipulag sem á að fylgja nýju skipuriti. Þar er ætl- unin að setja inn forstöðuaðila í kringum kjarna, sem langflestir eru klínískir. Það verkefni tekur veturinn.“ Horfir til hugmynda McKinsey Við gerð nýja skipuritsins horfir Páll með- al annars til McKinsey og vinnu þess árið 2013. Þetta alþjóðlega ráðgjafafyrirtæki hafi verið komið með tillögu að skipuriti sem hann hafi litið til þegar hann tók við sem forstjóri árið 2013. „Þær snerust um að búa til þjónustu- línur og fylgja ferli sjúklingsins í gegnum spítalann. Mjög róttækar breytingar voru lagðar til og mér var það alveg ljóst á þeim tímapunkti að þá þurfti spítalinn frekar súrefnisgrímu en fyrirmæli um annað langhlaup, maraþon, í skipulagi spítalans,“ segir hann, og að ráðist hafi verið í minni breytingar þar til betra færi gæfist. Hann segir að helsti galli núverandi skipurits með árunum hafi verið að það endurspeglaði ekki þjónustu sjúklinga. Togstreita hafi getað myndast milli sviða á vissum stöðum þar sem sjúklingar færu oft á milli. Páll segir einnig mikinn styrk í flötu skipuriti. „En fyrr má nú rota en dauðrota,“ bætir hann við og ætlar að setja inn nýtt lag forstöðuaðila, þar sem þörf er á, um leið og hann fækkar fram- kvæmdastjórum. „Við erum með 6000 manns í vinnu en í raun tvö stjórnunarlög, framlínustjórnend- ur, það er yfirlækna og deildarstjóra, og síðan framkvæmdastjóra og loks forstjóra. Samsvarandi skipurit hjá Reykjavíkurborg eru 7 til 9 lög,“ segir hann. „Flöt skipurit henta vel þekkingarvinnu en hins vegar verður spenna þegar stjórnunarspönnin verður of mikil.“ Tekur á of flötu skipuriti Páll bendir á að spítalinn sé með fram- línustjórnendur sem þar sem mest sé séu með hátt í 200 undirmenn. „Núverandi framkvæmdastjórar eru síðan með allt að 50 undirmenn, yfirlækna og deildarstjóra. Því fylgir mikið álag. Ég vil bæta við og tel þörf á forstöðumönnum sem koma á milli framkvæmdastjóra og framlínustjórn- enda,“ segir hann. „Við erum að færa aukna ábyrgð á klíníska stjórnendur og hafa smærri fram- kvæmdastjórn í stefnumótum og heildar- verkefnum spítalans í samvinnu við aðra þætti heilbrigðisþjónustunnar en ekki í stjórnun smáatriða frá degi til dags.“ Páll segir að með breyttu fyrirkomulagi verði í auknum mæli raðað saman ein- ingum sem eigi að vinna saman. „Það má segja að tilfinning um síló og að skipuritið hafi ekki alveg fallið að þörfum sjúklinga auk þess sem langt var liðið frá síðustu breytingum, hafi ráðið för.“ Þá sé nýi með- ferðar- og rannsóknarkjarninn einn lykil- þátta breytinganna. „Hönnun bygginganna tekur ekki mið af því hvernig við vinnum núna heldur lagðist fagfólk yfir hvernig best væri að vinna og hannaði í kringum þá sýn. Það gerir þá kröfu að við vinnum öðruvísi en við gerum í dag.“ Breytingarnar nú taki mið af því. Páll segir að hann sjái fyrir sér verulegt hagræði þegar nýi spítalinn verði kominn í gagnið: „Já, annars vegar sér maður fyrir Páll Matthíasson forstjóri Landspítala ætlar að endurnýja framkvæmdastjórn spítalans og skera niður í 7 úr 13. Hann er nýfluttur í nýtt skrifstofuhúsnæði þar sem hann sjálfur hefur enga skrifstofu heldur vinnur í verkefnamiðuðu vinnurými. Mynd/gag

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.