Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Sep 2019, Page 39

Læknablaðið - Sep 2019, Page 39
LÆKNAblaðið 2019/105 399 kílómetra og stefnir á 100 kílómetra hlaup í október. „Ég hljóp 88 kílómetrana á heimsmeist- aramóti í utanvegahlaupum á Spáni fyrir um ári síðan,“ segir Þórdís og hlær. „Ég stefni á 100 kílómetra hlaup á Ítalíu í október með 6,2 kílómetra hækkun.“ Þórdís verður þar í 100 manna hlaupahópi FH sem hleypur mislangt, allt frá 17 kíló- metrum. Báðar eru þær Elín og Þórdís í krefjandi starfi eins og læknar þekkja. „Oft er mikill erill í vinnunni og maður að takast á við hluti sem geta snert mann mikið og haft áhrif á andlega líðan,“ segir Þórdís. „Þá er afar gott að nota hlaup til að kúpla sig frá því. Að því leyti verður maður háður því að hlaupa,“ segir hún en þótt hún æfi nú af kappi fyrir 100 kílómetrana segir hún átakalaust að leggja hreyfingu um tíma á hilluna. Önnur keppir við tíma, hin urðina „Það kom mér á óvart þegar ég eignaðist börnin mín hvað var auðvelt að fara frá Elín Edda með hlaðvarp um hlaupin Elín Edda Sigurðardóttir læknir segir að hún hafi verið hátt í sex vikur að jafna sig fullkomlega eftir maraþonið sem hún hljóp í Hamborg í Þýskalandi í apríl. Hún hljóp á næst besta tímanum sem íslensk kona hefur náð 2:49,00 en Martha Ernstsdóttir, þjálfari hennar, hljóp á 2:35,15 í Berlín 20 árum fyrr. „Ég stefni á maraþon aft- ur í október eða nóvember og er enn að leggja niður hvaða hlaup ég vel, skoða brautir og veðurfar,“ segir hún. Elín og kærasti hennar Vilhjálmur Þór halda úti hlaðvarpinu Hlaupalíf sem finna má til að mynda á Spotify. „Við verjum svaka- legum tíma af lífi okkar í hlaup. Við tölum um hlaup, lesum um hlaup. Þetta er lífsstíll okkar,“ segir Elín og hlær. Langtímamarkmiðið hennar er að slá met þjálfara síns, Mörthu Ernstsdóttur. „Ég tel það raunsætt ef ég held áfram á þessari braut. Svo getur ýmislegt komið inn í myndina sem breytir þeirri sýn,“ segir Elín Edda af raunsæi. Reykjavíkurmaraþon í ágúst 2017. Mynd Eva Björk Ægisdóttir.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.