Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - sep. 2019, Side 42

Læknablaðið - sep. 2019, Side 42
402 LÆKNAblaðið 2019/105 „Komdu bara inn í kjallara spítalans Eiríks götumegin, tekur svo beygju til hægri gengur inn allan ganginn að lyftun- um tveimur, ferð upp á fjórðu hæð og finnur mig þar,“ segir Runólfur Pálsson, prófessor í lyflæknisfræði (nýrnasjúk- dómafræði) og yfirlæknir á lyflækninga- sviði Landspítala, þegar við mælum okkur mót. Ranghalarnir virðast í fullkomnu samhengi við skrifstofuna, því hún líkist helst völundarhúsi byggðu úr skjölum og blöðum. Við vindum okkur í að ræða við- fangsefnið en fyrir stuttu afhenti Runólfur forsetakeflið fyrir Evrópusamtök lyflækna, sem nefnist á ensku European Federation of Internal Medicine, til eftirmanns síns, Nicola Montano frá Mílanó á Ítalíu. „Það skiptir máli að fá utanaðkomandi sýn á heilbrigðiskerfið,“ segir hann spurð- ur um mikilvægi svona samtaka og þátt- töku í alþjóðastarfi. „Mikilvægast í svona samstarfi er að við lærum af hvert öðru. Heilt yfir fást læknar við sömu vanda- málin, heilbrigðisþjónustan er keimlík en samt sem áður búa þjóðirnar við ákveðnar hefðir sem hafa áhrif á hvernig hlutirnir eru gerðir. Svo á liðnum árum hafa skap- ast mismunandi áskoranir í mismunandi löndum og aðrir geta lært af því.“ Menn- ingin innan ólíkra heilbrigðisstofnana komi þó oft í veg fyrir það. Fagnar fjölbreytninni „Það er ekki óalgengt að fulltrúar þjóða kynni sér mikilvæg mál frá öðrum lönd- um, komi svo heim uppfullir af hugmynd- um en þá dettur allt í dúnalogn og við- kvæðið verður: Við höfum alltaf gert þetta svona. Þetta er allt í lagi hjá okkur.“ Þegar grannt sé skoðað séu sömu vandamálin þó til staðar. „Oft er þetta einungis spurning um hvaða gleraugu er verið að nota.“ Runólfur segir íslenskt heilbrigðiskerfi búa vel að mikilli fjölbreytni í menntun starfsfólks. Þótt við séum smáþjóð höf- um við mikið til málanna að leggja. „Við komum víðar að úr námi. Ég sé fjölbreytn- ina glögglega á Íslandi miðað við önnur lönd í Evrópu, meðal annars á Norður- löndunum, þar sem ákveðin einsleitni ríkir,“ segir hann. „Allir læra á sömu háskólasjúkrahúsun- um og það skapast ákveðnar hefðir. En á Íslandi læra læknarnir um allan heim. Þeir koma til baka með mismunandi viðhorf og hefðir. Það er mikill kostur sem við höfum ekki nýtt okkur sem skyldi,“ segir hann. „Ég hef oft heyrt erlenda kollega segja þegar ég segi frá námi mínu í Bandaríkj- unum: Við þurfum að gera meira af því að senda okkar efnilegu einstaklinga annað.“ Sex ár í evrópsku stjórninni Runólfur hafði gegnt stöðu forseta í tvö ár. Við taka tvö ár í stjórn sem fráfarandi forseti, rétt eins og tvö ár fyrir embættið sjálft sem tilvonandi forseti. „Þetta er gert til að tryggja samfellu í starfi og hámarka árangur með því að hafa þá við borðið sem gjörþekkja starfsemina og þekkja viðfangsefnið um gjörvalla Evrópu,“ segir hann, en hann gegndi for- mennsku í Félagi íslenskra lyflækna um 14 ára skeið. Á þeim tíma skráði félagið sig til leiks innan evrópsku samtakanna og smátt og smátt náði hann hæstu hæðum innan þeirra. Hann segir áhrif örra samfé- lagsbreytinga og lýðfræðilegra breytinga á starfsemi og menntun lyflækna meðal helstu viðfangsefna þeirra. Samhæfing framhaldsmenntunar í lyflækningum í Evrópu sé eitt af mikilvægustu verkefn- unum. „Með vaxandi fjölda aldraðra verður þörfin fyrir læknis- og heilbrigðisþjónustu allt öðruvísi en við gerðum okkur í hugar- lund fyrir 20-30 árum,“ segir hann. „Í rauninni þróaðist þjónustan lengi vel á grundvelli sérgreina innan læknis- fræðinnar en á síðustu 10-20 árum hefur verið að koma betur og betur í ljós að það er ekki samræmi milli slíks fyrirkomulags og þarfa samfélagsins.“ Þarfir samfélags- ins kalli á aukna þjónustu við aldraða með fjölþætt vandamál og færniskerðingu. „Við þurfum að finna leiðir til að sníða meðferð margvíslegra kvilla að þörfum hvers og eins einstaklings,“ segir hann. „Við verðum að tryggja að læknar fram- tíðarinnar hljóti menntun og þjálfun sem gerir þeim kleift að takast á við æ flóknari og meira krefjandi verkefni.“ Við Runólfur ræðum nútímalækningar. Hann nefnir hvernig læknar hafi reynt að stilla upp þjónustu ólíkra sérgreina og vonað að út úr því kæmi viðunandi árang- Mikilvægt að læra af öðrum Runólfur Pálsson hefur afhent eftirmanni sínum forsetatignina hjá Evrópusamtökum lyflækna. Nú taka við tvö ár í stjórn sem fyrrum forseti. Hann segir alþjóðasamstarf mikilvægt, er ánægður með að stunda vísindastarf á Íslandi og segir fjölbreytni í menntun íslenskra lækna kost. Læknablaðið settist niður með Runólfi og ræddi vísindi, verðlaun, menntun og tíma. ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.