Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2019, Síða 44

Læknablaðið - sep. 2019, Síða 44
404 LÆKNAblaðið 2019/105 Tækifærin á Íslandi Runólfur stundaði nám í Bandaríkjunum á árunum 1988-1996 og lærði fyrst almennar lyflækningar og síðan nýrnalækningar og sá strax mikilvægi móðurgreinarinnar í þjónustunni. Hann segir að það hafi verið freistandi að stunda vísindastarf þar ytra. Aðstaðan svo miklu betri og íburðarmeiri en hér heima, en hann hafi komið heim vegna annmarka á dvalarleyfi og aðeins ætlað sér að stoppa hér í tvö ár. „Ég sá ekki fram á nein tækifæri hér heima og ætlaði aftur út, en mér snerist hugur á þessum tveimur árum.“ Með Ólafi og Viðari hafi hann séð möguleikana í gögnum Hjartaverndar og komu Kára Stefánssonar frá Boston með vísinn að Ís- lenskri erfðagreiningu. „Ég sé alls ekki eftir því að hafa valið Ísland, segir Runólfur. „Hér eru afar góð skilyrði að mörgu leyti. Það er spennandi að fást við vísindastarf í læknisfræði á Ís- landi. En það er margt hér sem vantar sem sterkar stofnanir erlendis hafa,“ segir hann og nefnir þá helst að hér skorti fjármuni, aðstöðu og starfsfólk sem helgi sig vinnu við vísindarannsóknir, ekki síst á sviði grunnvísinda. „Það þýðir ekkert að hengja sig alltaf í erfiðleikana, þröskuldana og vandamálin og festast þar. Það leiðir á endanum til hnignunar,“ segir hann, og að aðbúnað- urinn sé ekki allt. Tími skipti öllu og að sumir læknar sem hann hafi fylgst með í Boston hafi haft lítinn tíma aflögu til vísindastarfa í daglegu starfi þrátt fyrir að þess væri krafist af þeim. „Aðalstarf þeirra í flestum tilvikum er að veita sjúklingum þjónustu. Það er því áskorun að skapa jafnvægi á milli þess og vísindastarfs,“ segir Runólfur. Sinnir áhugamálum í starfi En gefst þá tími hér til að sinna öðru en vísindastarfi, kennslu og lækningum? Runólfur segir að hann hafi mikinn áhuga á íþróttum og fylgist vel með bæði kapp- leikjum og hlaðvörpum um íþróttir. Það megi gera á skjánum samhliða vinnu við vísindastörf. „Ég vinn við tölvu og get því fylgst vel með um leið,“ segir hann. „Ég vinn því mína vinnu og reyni að láta hlutina ganga á meðan. Þess utan stunda ég hlaup en hef blessunarlega látið golf eiga sig til þessa,“ segir hann og hlær. Forgangsröðun sé lyk- ill að velgengni og Runólfur gefur ráð. „Ég held að ef fólki finnst að það vanti tíma til að gera hluti ætti það að líta á tímann sem fór forgörðum,“ segir hann. „Ef ég horfi á sjálfan mig finnst mér ég oft hafa eytt tímanum í hluti sem þjóna eng- um tilgangi fyrir neinn. Það er alltaf tími aflögu,“ segir hann hvetjandi. „Þegar horft er til baka og maður sér hverju hefur verið áorkað dagana á undan sést hvað hægt er að gera miklu meira en maður heldur. Maður þarf bara að halda sig að verki.“ Símenntun lækna komin á dagskrá „Víðast um heim er gerð krafa um símenntun lækna.“ Þetta segir Runólfur Pálsson sem leiðir vinnuhóp um símenntun og starfsþróun fyrir Læknafélagið og heldur utan um málþing sem haldið verður á aðalfundi félagsins 26. - 27. september næstkomandi á Siglufirði. „Við vitum að við höfum dregist aftur úr öðrum Evrópuþjóðum. Ég þekki það í gegnum starf mitt sem lyflæknir,“ segir Runólfur. Rædd verði næstu skref og velt upp hvaða leiðir séu færar til að efla símenntun og starfsþróun íslenskra lækna „Það er kominn tími á að endurskoða stöðuna og skoða hvar við stöndum, hvert við viljum stefna og hvaða leiðir eru skynsamlegar í þeim efnum,“ segir hann. „Við þurfum að hyggja að þessu. Það eru gerðar til okkar kröfur og fylgst með störfum okkar. Það er ekki langt að bíða þess að gerðar verða kröfur um símenntun af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Það hefur verið þróunin í löndunum í kringum okkur.“ Runólfur segir meðal hugmynda að efla hlutverk fræðslustofnunar félagsins og að símenntun verði hluti af starfi hennar. „Fyrir um áratug var unnið að þessum málum undir stjórn Örnu Guðmundsdóttur og við erum að taka upp þráinn að nýju, enda löngu tímabært,“ segir hann. Málþingið er opið læknum. Ekki þarf að skrá sig sérstaklega til leiks.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.