Fréttablaðið - 14.12.2019, Síða 4
Veður
Norðlæg átt, 5-13 m/s. Él á Norður-
og Austurlandi, en bjart með
köflum annars staðar. Hvessir
suðaustantil eftir hádegi. Frost 4 til
15 stig, kaldast inn til landsins.
SJÁ SÍÐU 58
Lúsíur á Seltjarnarnesi
Hátíðlegt var á Lúsíuhátið Sænska félagsins á Íslandi í Seltjarnarneskirkju í gær. Á tónleikum í kirkjunni komu fram kór og hljómsveit
undir stjórn Mariu Cederborg sem kallað hefur saman börn og fullorðinna á hverju hausti til að undirbúa Lúsíuhátíðina. Á hátíðinni
fer fremst í f lokki Lúsía, prýdd kórónu með kertum, og henni fylgir kór hvítklæddra meyja og jólasveina. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Gefðu frí um jólin
með gjafabréfi Icelandair
STJÓRNSÝSLA Samþykkt lóðar fyrir
Ás styrktarfélag á Kirkjubraut á
Seltjarnarnesi hefur verið í vinnslu
um langt skeið. Einhugur er um það
innan bæjarstjórnar að um nauð-
synlega framvæmd sé að ræða.
Verkefnið er unnið í samvinnu
við Ás styrktarfélag, sem hefur
ráðist í sambærileg verkefni með
Garðabæ og Kópavogsbæ á síðustu
misserum. Um er að ræða búsetu-
kjarna sem rúma á sex einstaklinga.
Verður fyrirkomulagið á þá leið að
bæjarfélagið byggir húsið og gerir
síðan samning við styrktarfélagið
um reksturinn.
Mikil vinna var lögð í að finna
heppilega staðsetningu búsetu-
kjarnans en í febrúar á þessu ári var
lagt til í skipulags- og umhverfis-
nefnd að Kirkjubraut 20 yrði fyrir
valinu og málinu vísað til bygg-
ingarfulltrúa bæjarins.
Næstu mánuði var málið tekið
fyrir í nokkrum nefndum bæjarins
og tók þar nokkrum breytingum.
Þær breytingar gat Ásgerður Hall-
dórsdóttir bæjarstjóri ekki sætt
sig við og greiddi ein bæjarfulltrúa
atkvæði gegn tillögunni.
„Ég var sammála valinu á lóð-
inni við Kirkjubraut en ósátt við
þær breytingar sem urðu á tillög-
unni. Fyrri tillaga gerði ráð fyrir
því að þjónustukjarninn myndi
vera staðsettur mun lengra frá
núverandi byggð við Kirkjubraut,
um 30 metra. Málið fór síðan til
umhverfisnefndar bæjarins og
eftir málsmeðferðina þar kom fram
sú tillaga að kjarninn myndi færast
um 8 metra nær núverandi byggð.
Það féllst skipulagsnefnd á og vísað
málinu til bæjarstjórnar. Ég er á
þeirri skoðun að ekki hafi verið gætt
meðalhófs gagnvart húseigendum
við Kirkjubraut og því greiddi ég
atkvæði gegn tillögunni,“ segir
Ásgerður.
Afgreiðslan er að sögn Ásgerðar
ekki merki um djúpan pólitískan
ágreining innan meirihluta Sjálf-
stæðisflokksins á Seltjarnarnesi.
„Það er öllum frjálst að hafa sína
skoðun og ég virði ákvörðun meiri-
hlutans. Það eru allir sammála um
að þörfin sé brýn og mikilvægt að
ráðist verði í framkvæmdir sem
fyrst,“ segir Ásgerður.
Breytingin á deiliskipulaginu
verður f ljótlega sett í grenndar-
kynningu til íbúa og má reikna með
að það ferli taki þrjá til sex mánuði.
bjornth@frettabladid.is
Bæjarstjóri einn gegn
íbúðum fyrir fatlaða
Lóðin við Kirkjubraut þar sem þjónustukjarninn rís. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Í vikunni samþykkti
bæjarstjórn Seltjarnar-
ness uppbyggingu
þjónustuíbúða á Val-
húsahæð. Einhugur
var með meirihluta- og
minnihluta en þó var
eitt atkvæði greitt gegn
tillögunni. Ásgerður
Halldórsdóttir bæjar-
stjóri taldi ekki hafa
verið gætt meðalhófs
gagnvart öðrum húseig-
endum í nágrenninu.
Aftakaveður gekk yfir landið í
vikunni og þrátt fyrir umfangs-
mikinn undirbúning og viðbúnað
þeirra sem stuðla að öryggi og vel-
ferð landsmanna varð víðtækt og
fordæmalaust rafmagnsleysi með
tilheyrandi tjóni og óþægindum.
Nauðsynlegt að hlúa að
orkuinnviðum landsins
Páll Erland
framkvæmda-
stjóri Samorku.
FJÖLMIÐLAR Gerður hefur verið
samningur þar sem Torg ehf., sem
gefur út Fréttablaðið, og heldur
úti vefmiðlunum frettabladid.is
og hringbraut.is, kaupir tilteknar
eignir af Frjálsri fjölmiðlun ehf.,
útgáfufélagi DV.
Hið selda er útgáfuréttur að DV
og vefmiðillinn dv.is, ásamt gagna-
safni. Samningurinn er með fyrir-
vara um samþykki fjölmiðlanefnd-
ar og Samkeppniseftirlits.
DV á sér langa útgáfusögu hér-
lendis og hefur undanfarið verið
gefið út vikulega. Dv.is, ásamt
undirvefjunum eyjan.is, pressan.is,
433.is, fokus.is og bleikt.is, er einn
fjölsóttasti vefmiðill landsins sam-
kvæmt mælingum Gallup.
Verði af kaupunum verða vef-
miðlar Torgs meðal þeirra víðlesn-
ustu hérlendis. – jþ
Torg kaupir
eignir Frjálsrar
fjölmiðlunar
Lestu greinina í heild á
frettabladid.is/skodun
Það er öllum frjálst
að hafa sína skoðun
og ég virði ákvörðun meiri-
hlutans.
Ásgerður Hall-
dórsdóttir, bæjar-
stjóri Seltjarnar-
ness
Pilturinn sem féll í Núpá í Sölva-
dal í Eyjafirði á miðvikudags-
kvöld fannst látinn við Fossgil
um hádegisbil í gær. Hann hét
Leif Magnús Grétarsson This-
land og hefði orðið sautján ára
22. janúar næstkomandi.
Leif átti íslenskan föður og
norska móður. Hann fæddist í
Noregi og bjó þar fram til átta
ára aldurs er hann f lutti til föður-
fjölskyldu sinnar í Vestmanna-
eyjum.
Yfir tvö hundruð manns frá
björgunarsveitum, lögreglu og
Landhelgisgæslunni tóku þátt í
leitinni að Leif við afar krefjandi
aðstæður við Núpá.
Lést í Núpá
Leif Magnús
Grétarsson
Thisland.
+PLÚS
1 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð