Fréttablaðið - 14.12.2019, Side 7

Fréttablaðið - 14.12.2019, Side 7
JEEP® RENEGADE LIMITED - Verð á sýningarbíl: 4.990.000 kr. JEEP® RENEGADE TRAILHAWK - Verð á sýningarbíl: 5.490.000 kr. JEEP® CHEROKEE LONGITUDE LUXURY - Verð á sýningarbíl: 7.490.000 kr. JEEP® CHEROKEE LONGITUDE LUXURY - Verð á sýningarbíl: 7.990.000 kr. JEEP® CHEROKEE LIMITED - Verð á sýningarbíl: 8.790.000 kr. jeep.is UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 VETURINN ER OKKAR TÍMI - ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF TILBOÐ Á VÖLDUM SÝNINGARBÍLUM ERUM Í SAMNINGSSTUÐI JEEP© WRANGLER TILBOÐSVERÐ Á SÝNINGARBÍL FRÁ: 11.590.000 KR. JEEP© GRAND CHEROKEE TILBOÐSVERÐ Á SÝNINGARBÍL FRÁ: 9.990. 00 KR. JEEP© CHEROKEE TILBOÐSVERÐ Á SÝNINGARBÍL FRÁ: 7.490.000 KR. JEEP© RENEGADE TILBOÐSVERÐ Á SÝNINGARBÍL FRÁ: 4. 90. 0 KR. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra mælti fyrir fjöl- miðlafrumvarpi sínu á mánudag. Frumvarpið hefur verið umdeilt og hefur staðið í þingflokki Sjálf- stæðismanna. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra gagnrýndi harð- lega Landsnet, RARIK og fleiri aðila vegna lélegs undirbún- ings fyrir óveðrið í vikunni. Voru tengivirki í sveitinni ómönnuð. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra mætti á loftslags- ráðstefnuna í Madríd og fagnaði því að loksins væri komin fram fjöldahreyfing fólks sem stæði upp fyrir umhverfið. Sagði hann Gretu Thunberg hafa hreyft við fólki. Þrjú í fréttum Ráðherrar og sveitarstjóri TÖLUR VIKUNNAR 08.12.2019 TIL 14.12.2019 Fáðu fréttablað dagsins í tölvupósti kl. 3.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista blaðsins á www.frettabladid.is#nyskraning Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið 24 fá ríkisborgararétt samkvæmt frumvarpi allsherjarnefndar. 15 hektarar af skógræktar- landi verður tekið undir golfvöll í Garðabæ sam- kvæmt áætlunum. 1.558 umsagnir um klukku- frumvarp bárust og 56 prósent vilja seinka klukkunni. 130.000 saurgerlar mældust í hverjum 100 millilítrum af sjó við Grandabryggju. 2 milljarðar króna er það sem reikna má með að óveðrið í vikunni kosti þjóðarbúið. ÓVEÐUR „Þetta er þung staða fyrir íbúa hér fyrir norðan,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við Fréttablaðið gær. Katr- ín ferðaðist norður í land í gær og fór yfir stöðuna í landshlutanum með heimamönnum eftir óveðrið sem geisað hefur. Með forsætisráð- herra í för voru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmála- ráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Þegar Fréttablaðið náði tali af Katrínu var hún á leiðinni frá Dalvík á Sauðárkrók. Þaðan var ferðinni heitið í Húnaþing þar sem ráðherrarnir hugðust funda með bæjarráðum bæði á Blönduósi og Hvammstanga. Hún sagði heim- sóknina á Dalvík magnaða en að ljóst væri að bæjarbúar ættu mikið verk fyrir höndum. Varðskipið Þór hefur séð Dalvíkingum fyrir raf- magni síðan í gær. „Auðvitað er það alltaf allt öðru- vísi að sjá hlutina svona og skynja hver staðan er,“ segir Katrín. „Það var magnað að sjá varðskipið í þessari notkun og svo að sjá þær gríðarlegu skemmdir sem þarna hafa orðið, með berum augum. Það liggur alveg ljóst fyrir að það mun taka einhverja daga að ljúka viðgerðum hér,“ bætir hún við. „Við sáum þarna skemmdirnar sem veðrið hefur valdið og til dæmis hvernig línan hefur farið vegna ísing- ar sem þarf að brjóta handvirkt. Við hittum mennina og konurnar sem eru búin að vera að brjóta ísinn og þetta er engin smá vinna. Fólk er í raun og veru búið að vera að vinna í tvo sólarhringa án þess að unna sér hvíldar,“ segir Katrín. Gagnrýnisraddir hafa heyrst frá íbúum á Norðurlandi um ófull- nægjandi innviði á svæðinu og mikilvægi þess að nægur mannafli sé á svæðinu til að bregðast við aðstæðum sem þessum svo fátt eitt sé nefnt. „Ég held að við getum öll verið sammála um það að um leið og viðbragðsaðilar hafa unnið frábæra vinnu undanfarna daga þá afhjúpar þetta veður veikleika í okkar kerfi,“ segir Katrín. Spurð að því hvernig bregðast skuli við gagnrýni sem þessari segir Katrín að ríkisstjórnin hafi formlega sett af stað átakshóp sem skila skuli tillögum um forgangsatriði til að styrkja innviði landsins í aðstæðum sem þessum. „Hópurinn á að skila af sér tillögum 1. mars á komandi ári svo hann fær ekki langan tíma,“ segir hún. „Þetta eru allt þættir sem við þurfum að taka á og skoða en um leið er mikilvægt að muna að við erum eiginlega í miðri á. Það er verið að bregðast við og vinna hörðum höndum að því að koma öllu í samt lag. Svo horfum við til lengri tíma,“ segir Katrín. birnadrofn@frettabladid.is Opinberar veikleika í kerfinu Fimm ráðherrar fóru norður gær og fóru yfir stöðuna eftir óveðrið með heimamönnum. Forsætisráð- herra segir að unnið sé að því hörðum höndum að koma öllu í samt lag. Átakshópur á að styrkja innviði. Katrín Jakobsdóttir létti undir með heimamönnum og losaði ísingu af rafmagnssnúru með handafli. Hún segir fólk hafa unnið í tvo sólarhringa að því að brjóta ísinn af línunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Enn rafmagnslaust Unnið hefur verið hörðum höndum að því að koma á raf- magni víðsvegar um land frá því að óveðrið skall á. Búast má við að rafmagn sé komið á víðsvegar í dag en enn eru þó nokkrir staðið sem eru án raf- magns. Til að mynda Melrakka- slétta, Hörgárdalur, Öxnadalur og Tjörnes. Landsnet á og rekur allar meginflutningslínur rafmagns á Íslandi og til flutningskerfisins teljast einnig öll helstu tengi- virki á landinu. Fyrirtækið er hlutafélag í eigu Landsvirkjunar, RARIK, Orkuveitu Reykjavíkur og Orkubús Vestfjarða. +PLÚS 1 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.