Fréttablaðið - 14.12.2019, Qupperneq 10
STJÓRNMÁL Á fjórða tug þingmála
verða afgreidd á Alþingi eftir helgi
en samkomulag þingf lokka um
þinglok gerir ráð fyrir að þingstörf-
um ljúki á þriðjudag með atkvæða-
greiðslum. Þá verða afgreidd um
þrjátíu mál ríkisstjórnarinnar auk
nokkurra þingmannamála.
Stjórnarflokkarnir lögðu áherslu
á að ná þeim málum í gegn sem
tengjast lífskjarasamningunum
auk svokallaðra dagsetningamála
sem þurfa að öðlast gildi um ára-
mót. Meðal þeirra mála sem tengj-
ast kjarasamningum er frumvarp
félags- og barnamálaráðherra um
lengingu fæðingarorlofs.
Þá verða þau mál einnig kláruð
sem þegar hafa verið afgreidd úr
nefndum, þeirra á meðal er til
dæmis frumvarp menntamála-
ráðherra til nýrra laga um sviðs-
listir. Einhver styr hefur staðið um
nokkur mál; þeirra á meðal mál
samgöngu- og sveitarstjórnarráð-
herra um sameiningu sveitarfélaga.
Hafa þingmenn bæði Miðflokksins
og Pírata sett sig mjög á móti mál-
inu og verður afgreiðslu þess frestað
fram yfir áramót.
Þá er mál sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra um matvælaeftir-
lit erfitt í minnst tveimur stjórnar-
flokkum en samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins leggst það illa í ein-
hverja þingmenn bæði Framsóknar
og Vinstri grænna. Er það sérstak-
lega nýr sjóður, Matvælasjóður, sem
er þeim þyrnir í augum en honum
var ætlað að leysa af hólmi annars
vegar Framleiðnisjóð landbúnaðar-
ins og hins vegar AVS rannsóknar-
sjóð í sjávarútvegi. Sú lausn hefur
verið fundin á málinu að fella öll
ákvæði um hin nýja sjóð úr frum-
varpinu og hefur breytingartillaga
meirihluta atvinnuveganefndar
þessa efnis verið lögð fram.
Frumvarp um breytingar á lögum
um stöðu og stjórn þjóðkirkjunnar
hefur einnig mætt nokkurri and-
stöðu hjá stjórnarandstöðunni en
frumvarpið er lagt fram á grund-
velli nýs viðbótarsamkomulags
um greiðslur ríkisins til þjóðkirkj-
unnar. Í frumvarpinu er kveðið á
um aukið sjálfstæði kirkjunnar
og sjálfræði um innri málefni. Þó
Umdeild mál bíða fram yfir jól
Stefnt er að þinglokum á þriðjudag. Mál tengd lífskjarasamningum verða afgreidd, auk frumvarps um
málefni þjóðkirkjunnar. Umdeild mál um sameiningu sveitarfélaga og styrki til fjölmiðla bíða nýs árs.
Óeining hefur verið um fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Mælt verður fyrir því á mánudag og umsagna aflað yfir hátíðirnar.
Sviðslistafrumvarp hennar verður afgreitt fyrir jól en frumvarp hennar um breytingar á námslánakerfinu bíður fram yfir áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Mouhamed Lo meðal þeirra sem fá ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi
Venju samkvæmt afgreiðir
Alþingi frumvarp um veitingu
ríkisborgararéttar í aðdraganda
þingloka.
Samkvæmt frumvarpi alls-
herjar- og menntamálanefndar
verður 24 einstaklingum frá 16
ríkjum veittur ríkisborgararéttur
að þessu sinni. Elsti maður á
listanum er 72 ára en sá yngsti
16 ára.
Meðal þeirra sem fá ríkis-
borgararétt er Mouhamed Lo
sem flúði þrælahald í heimalandi
sínu Máritaníu. Synjun á beiðni
hans um hæli hér á landi vakti
mikla reiði í samfélaginu og naut
hann aðstoðar Íslendinga er hann
fór huldu höfði hér á landi í rúmt
ár. Ákvörðun um brottvísun hans
var felld úr gildi um mitt ár 2012
og honum var loks veitt dvalar-
leyfi af mannúðarástæðum á
Íslandi árið 2013.
Skrá um heilabilunarsjúkdóma Frumvarp um að
heilabilunarsjúkdómum verði bætt við þann lista
sem Embætti landlæknis er skylt að halda sérstakar
skrár um með von um að fylgst verði betur með þeim
á heilbrigðisstofnunum og heilsugæslum. (Ólafur Þór
Gunnarsson, Vinstri grænum.)
Lágmarksframfærsla öryrkja og aldraðra Tillaga til
þingsályktunar um að félags- og barnamálaráðherra
verði falið að leggja fram frumvarp sem tryggi 300
þúsund króna lágmarksframfærslu á mánuði fyrir þá
sem hafa fullan örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri
og ellilífeyri, skatta- og skerðingarlaust. (Inga Sæland,
Flokki fólksins.)
Hækkun starfslokaaldurs Lagt til að embættis-
mönnum og öðrum ríkisstarfsmönnum verði gert
kleift að starfa hjá ríkinu til 73 ára aldurs kjósi þeir
það en þeim ber að láta af störfum við sjötugt sam-
kvæmt gildandi lögum. (Þorsteinn Sæmundsson,
Miðflokknum.)
Eftirlit með starfsemi lögreglu Tillaga um sérstaka
stofnun sem hafi eftirlit með starfsemi lögreglu.
Stofnunin verði eftirlitsstofnun Alþingis og óháð
framkvæmdavaldinu. Hún fái vald til að hefja at-
hugun mála að eigin frumkvæði, rannsaka ætluð brot
lögreglu í starfi, rannsaka tilkynningar um einelti og
kynferðislega áreitni og fleira. (Helgi Hrafn Gunnars-
son, Pírötum.)
Gæðastýring í sauðfjárrækt Ráðstöfun almannafjár
við gæðastýringu í sauðfjárrækt verði endurskoðuð,
þannig að landnýtingarþáttur hennar samræmist
lögum og góðum stjórnsýsluháttum. Byggt verði á
ráðgjöf Landgræðslunnar um ný viðmiðunarmörk
fyrir ástand heimalanda, upprekstrarheimalanda
og beitilanda á afrétti. Greiðslur verði ekki inntar af
hendi til þeirra framleiðenda sem liggur fyrir að nái
ekki núgildandi viðmiðum. (Hanna Katrín Friðriksson,
Viðreisn.)
Rannsóknir á þunglyndi Tillaga til þingsályktunar
um skipun nefndar til að rannsaka og meta umfang
þunglyndis eldri borgara og kanna tíðni sjálfsvíga og
sjálfsvígstilrauna eldri borgara. Kannað verði hvaða
leiðir séu best til þess fallnar að koma í veg fyrir
þunglyndi meðal eldri borgara. (Ágúst Ólafur Ágústs-
son, Samfylkingunni.)
Fræðsla um vefjagigt Tillaga um að heilbrigðisráð-
herra verði falið að beita sér fyrir fræðslu til almenn-
ings um vefjagigt og láta fara fram endurskoðun á
skipan sérhæfðrar endurhæfingarþjónustu með það
að markmiði að styrkja greiningarferlið og bjóða
upp á heildræna meðferð byggða á niðurstöðum
gagnreyndra rannsókna. (Halla Signý Kristjánsdóttir,
Framsóknarflokki.)
Óháð úttekt á Landeyjahöfn Tillaga um að sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra láti hefja óháða
úttekt á Landeyjahöfn í samræmi við samgöngu-
áætlun fyrir árin 2019–2033 og fimm ára samgöngu-
áætlun fyrir árin 2019–2023 og að henni verði lokið
eigi síðar en 31. mars 2020. (Páll Magnússon, Sjálf-
stæðisflokki.) Málið hefur þegar verið samþykkt.
er búist við að frumvarpið verði
afgreitt fyrir þinglok.
Mælt verður fyrir hinu umdeilda
fjölmiðlafrumvarpi menntamála-
ráðherra á mánudag og því vísað
til nefndar. Gert er ráð fyrir að
umsagnarbeiðnir um málið verði
sendar út áður en þing fer í jólafrí og
málið fái svo hefðbundna þinglega
meðferð eftir áramót.
Stjórnarfrumvörp eru ávallt í
forgangi á dagskrá þingsins en við
þinglok er alla jafna samið um að
tiltekinn fjöldi þingmannamála fái
afgreiðslu í þinginu. Samið hefur
verið um að eitt þingmannamál
frá hverjum þingflokki fái lokaaf-
greiðslu í þinginu fyrir jól. Í þessu
samkomulagi fellst þó ekki að
umrædd mál nái fram að ganga og
getur þeim lokið með samþykkt,
synjun eða eftir atvikum gæti þeim
verið vísað til ríkisstjórnarinnar
til ákveðinnar meðferðar. Þá hefur
verið samið um að formenn þing-
flokka fundi strax eftir áramót og
ræði meðferð annarra þingmanna-
mála með það að markmiði að
fleiri þingmannamál fái afgreiðslu
á Alþingi. adalheidur@frettabladid.is
✿ Þingmannamál sem fá afgreiðslu fyrir jól
SAMFÉLAG „Lykilatriðið er að ég
ofhugsaði þetta ekki heldur fékk ég
hugmynd og framkvæmdi hana,“
segir Anna Steinsen, tómstunda- og
félagsmálafræðingur.
Hún gefur í dag út bókina Ofur-
hetjur í einn dag og rennur allur
ágóði af sölu bókarinnar til UN
Women á Íslandi.
„Ég hef unnið við það í mörg ár
að styrkja sjálfsmynd og sjálfs-
traust hjá börnum. Mig langaði að
blanda því saman að gefa út bók og
í leiðinni valdefla stúlkur og í raun
öll börn,“ segir hún.
Bókin fjallar um stúlku sem
flytur til Íslands sem flóttamaður
ásamt fjölskyldu sinni. „Hún er að
byrja í nýjum skóla og langar að
eignast vinkonu, sem hún og gerir.
Við sögu koma ofurhetjur, sam-
kennd, vinátta og gleði,“ segir Anna.
„UN Women eru að gera svo mik-
ilvæga og spennandi hluti og geta
haft áhrif um allan heim. Þess vegna
ákvað ég að velja það málefni. Svo
brenn ég líka fyrir jafnrétti í heim-
inum og þykir mikilvægt að vald-
efla konur, mæður og börn,“ segir
Anna. Nánar er fjallað um Önnu og
bókina á frettabladid.is. – bdj
Ágóðinn til
UN Women
Mig langaði að
blanda því saman
að gefa út bók og í leiðinni
valdefla stúlkur og í raun öll
börn.
Anna Steinsen,
tómstunda- og
félagsmála-
fræðingur
DÓMSMÁL Vigfús Ólafssson var
dæmdur í Landsrétti í gær til fjór-
tán ára fangelsisvistar fyrir að hafa
orðið tveimur að bana með því að
kveikja í íbúðarhúsi á Selfossi 31.
október í fyrra.
Vigfús hafði í Héraðsdómi Suður-
lands í júlí síðastliðnum verið fund-
inn sekur um brennu og mann-
dráp af gáleysi sem var varakrafa í
ákæru ríkissaksóknara. Var hann
þá dæmdur til fimm ára fangelsis-
vistar. Landsréttur telur hins vegar
sannað að um manndráp af ásetn-
ingi hafi verið að ræða og þyngir
refsingu Vigfúsar samkvæmt því.
„Þegar ákærði kveikti eldinn vissi
hann að á efri hæðinni voru þau tvö
sem létust í eldsvoðanum. Hann
vissi líka að mikill eldsmatur var
í húsinu og gat honum ekki dulist
að svo gæti farið að þau, sem uppi
voru, kæmust ekki undan ef kvikn-
aði í húsinu og líklegt væri að þau
gætu beðið bana, eins og reyndin
varð. Þrátt fyrir þessa vitneskju um
þessar aðstæður kveikti hann eld
sem leiddi til þess að tvær mann-
eskjur létust,“ segir í dómi Lands-
réttar.
Þá var Vigfús dæmdur til að
greiða aðstandendum yfir 15 millj-
ónir króna í bætur. – gar
Dómur þyngdur
í fjórtán ár
Vigfús Ólafsson leiddur fyrir
dómara. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
1 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð