Fréttablaðið - 14.12.2019, Side 12
www.gjofsemgefur.is
PIPA
R\TBW
A
• SÍA
• 133567
undir tré á Íslandi
GEFÐU
jólapakka
Með gjafabréfi á gjofsemgefur.is geturðu styrkt bágstadda
fjölskyldu um til dæmis geit, hænu, brunn, matjurtagarð, menntun
eða aðrar nauðsynjar. Gefðu skemmtilegar gjafir til verkefna heima
og erlendis.
Barnabókaverðlaun
Guðrúnar Helgadóttur
Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óbirtu handriti að skáldverki fyrir börn
eða unglinga, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Barnabókaverðlaun
Guðrúnar Helgadóttur. Verðlaununum verður úthlutað í annað sinn í apríl
2020.
Verðlaun að upphæð 1 milljón króna verða veitt fyrir eitt handrit.
Þriggja manna dómnefnd metur verkin og eru meðlimir hennar tilnefndir af
menningar-, íþrótta – og tómstundaráði, Reykjavík bókmenntaborg UNESCO
og Rithöfundasambandi Íslands.
Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem
hann ákveður að starfa með. Sé dómnefnd á einu máli um að ekkert innsent
handrit fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til verðlaunaverka
má fella verðlaunaafhendinguna niður það árið.
Þremur eintökum af handriti skal skila undir dulnefni, en nafn og símanúmer
höfundar fylgi með í lokuðu umslagi.
Handrit berist í síðasta lagi 9. janúar.
Utanáskrift:
Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur
b.t. Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO
Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík
Í apríl 2018 samþykkti borgarráð að frá 2019 verði Barnabókaverðlaun Guðrúnar
Helgadóttur veitt árlega að vori fyrir handrit að nýrri barna eða ungmennabók.
Bergrún Íris Sævarsdóttir hlaut verðlaunin árið 2019 fyrir handritið að bókinni
Kennarinn sem hvarf.
Stjórn RÚV vísaði ábyrgð á ráðuneytið sem hafnar ábyrgð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
STJÓRNSÝSLA Mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytið hafnar því
að hafa haft samráð við Ríkisút-
varpið ohf. um að bíða með að
stofna dótturfélag þangað til úttekt
Ríkisendurskoðunar lægi fyrir.
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar,
sem kom út í nóvember síðastliðn-
um, er því sérstaklega beint til RÚV
að fara að lögum með því að stofna
dótturfélög utan um aðra starf-
semi en fjölmiðlun í almannaþágu.
Lögin voru samþykkt árið 2013 og
tóku gildi í byrjun árs 2018.
Kári Jónasson, formaður stjórnar
RÚV, sagði við Fréttablaðið í kjölfar
útgáfu skýrslunnar að óvissa hefði
ríkt um stofnun dótturfélaga vegna
virðisaukaskattsmála.
Skúli Eggert Þórðarson ríkis-
endurskoðandi sagði hins vegar að
aldrei hefði verið nein óvissa.
„Frá ársbyrjun 2018 hefur það
verið alveg skýr lagaskylda að
stofna dótturfélag,“ sagði Skúli
Eggert. Kemur það einnig fram
í umsögnum ráðuneytisins við
skýrsluna að lögin séu ekki val-
kvæð en beiðni RÚV um endur-
skoðun laganna sé til skoðunar.
Í kjölfar orða Skúla Eggerts sendi
stjórn RÚV frá sér tilkynningu þar
sem sagt var að unnið hefði verið
í fullu samráði við mennta- og
menningarmálaráðuneytið. Er þá
vísað í bréf ráðuneytisins frá októ-
ber 2018. Í því samráði hefði verið
ákveðið að bíða með að framfylgja
lögunum og því hefði stjórnin ekk-
ert aðhafst.
Í bréfinu sem Ásta Magnúsdóttir
ráðuneytisstjóri og Jón Vilberg
Guðjónsson skrifstofustjóri sendu
útvarpsstjóra í október í fyrra er
ekki að finna ráðleggingu um að
bíða með að stofna dótturfélag.
Þess í stað er óskað eftir áliti RÚV
um hvort líta megi á móður- og
dótturfélag sem „skattalega sam-
stæðu“ til að útskattur dóttur-
félagsins reiknist móðurfélaginu
til góða.
Var þá RÚV tjáð að ráðuneytið
myndi leita álits Ríkisendurskoð-
unar á hvort aðskilnaður í bók-
haldi samrýmdist Evróputilskip-
unum, að þeirri athugun lokinni
yrði farið yfir þær niðurstöður með
útvarpsstjóra og stjórn RÚV.
Fréttablaðið sendi mennta- og
menningarmálaráðuneytinu fyrir-
spurn í síðari hluta nóvember þar
sem óskað var eftir skýringum á
því hvort ráðuneytið hefði ráðlagt
RÚV að bíða með að fara að lögum.
Svar ráðuneytisins barst þremur
vikum síðar. Þar er því hafnað að
slíkar ráðleggingar hafi verið settar
fram.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er málið viðkvæmt innan
veggja ráðuneytisins vegna em-
bættismanna sem hafa mikinn
vilja til að ganga erinda RÚV.
Í svarinu, sem undirritað er af
Kristrúnu Heiðu Hauksdóttur
upplýsingafulltrúa, er reifaður til-
gangur laganna og frestun gildis-
töku þeirra í tvígang. Hófust form-
legar, og óformlegar, viðræður milli
RÚV og ráðuneytisins árið 2015 um
ákvæðið.
Vekur athygli að ein rökin fyrir
því að stofna ekki dótturfélag voru
ákvæði í þjónustusamningi við
ráðuneytið frá árinu 2016 þar sem
kveðið er á um að starfsemi RÚV
verði með sama hætti og áður, þrátt
fyrir að gert hafi verið ráð fyrir
því í lögum að RÚV yrði að stofna
dótturfélag á tímabilinu.
Kemur einnig fram að stjórn
RÚV hafi sóst eftir því að lögunum
yrði breytt eða þau felld niður. Við
því var ekki orðið og hefur ráðu-
neytið hvatt stjórn RÚV til að grípa
til ráðstafana um stofnun dóttur-
félaga, ferli sem mun vera hafið, og
fara að fyrirmælum Ríkisendur-
skoðunar um breytingar á bók-
haldi. arib@frettabladid.is
Hafna samráði
um lögbrot
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hafnar því
að hafa haft samráð við RÚV um að bíða með að
fylgja lögum um stofnun dótturfélaga. Stjórn RÚV
varpaði ábyrgð á málinu á ráðuneytið í yfirlýsingu.
Íslendingar eyða stórum hluta ráð-
stöfunarfjár í mat. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
NEY TENDUR Samkvæmt nýjum
tölum frá Eurostat, tölfræði-
stofnun Evrópusambandsins, eyða
Íslendingar 12,6 prósentum af ráð-
stöfunartekjum sínum í matvæli
og óáfenga drykki. Er þetta nánast
sama hlutfall og meðaltal af öllu
Evrópusambandssvæðinu en með
því hæsta í vesturhlutanum.
Rúmenar eyða hlutfallslega
mestu í matvæli, tæpum 28 pró-
sentum, og þar á eftir koma Serbía,
Svartfjallaland, Eystrasaltsríkin og
fleiri ríki austan gamla járntjalds.
Minnstu eyða Bretar í matvæli,
tæpum 8 prósentum, en þar á eftir
koma ríki á borð við Þýskaland,
Holland og Írland. Af vestrænum
ríkjum eru aðeins Frakkland, Ítalía
og Portúgal fyrir ofan Ísland en Sví-
þjóð hefur sama hlutfall. – khg
Verjum nærri
13 prósentum
í mat á Íslandi
Bretar eyða minnstu í
matvæli, tæpum 8
prósentum.
Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins er málið
viðkvæmt innan veggja
ráðuneytisins vegna emb-
ættismanna sem hafa
mikinn vilja til að ganga
erinda RÚV.
1 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð