Fréttablaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 16
FRÉTTASKÝRING betri daga. Sala þeirra fjóru fyrir- tækja sem eru á heimslistanum dróst saman um 3,8 prósent. Rheinmetall, stærsta vopnafyrirtæki Þjóðverja, gerði það þó gott í sölu herbifreiða en sala ThyssenKrupp dróst saman. Dótturfélag þess, Thyssenkrupp Marine Systems, sem hefur fram- leitt freigátur, korvettur og kafbáta fyrir þýska sjóherinn og aðra sjóheri, er í samstarfi við norska hergagna- framleiðandann Kongsberg um að framleiða fjóra kafbáta fyrir norska herinn. Áttatíu af 100 stærstu vopna- framleiðendunum eru með aðsetur í Bandaríkjunum, Evrópu og Rúss- landi. Af hinum 20 eru sex með aðsetur í Japan, þrjú í Ísrael, Ind- landi og Suður-Kóreu, hverju um sig, tvö í Tyrklandi og einn framleið- andi í Ástralíu, Kanada og Singapúr. Kínverjar kraftmiklir vopnaframleiðendur Kínverskir vopnaframleiðendur eru ekki með í samanburðinum því hergögn þar eru framleidd hjá ríkisfyrirtækjum sem hvorki gefa upplýsingar um framleiðslu né sölu. SIPRI áætlar engu að síður að þrjú kínversk vopnafyrirtæki yrðu meðal tíu stærstu, AVIC, Norinco og CETC. Upplýsingar eru takmarkað- ar en líklegt er að að minnsta kosti sjö önnur vopnafyrirtæki kæmust á listann. AVIC, sem er kínverskt ríkisfyrir- tæki á sviði geim- og hergagnafram- leiðslu, er eitt af stærstu fyrirtækj- um heims. Það hefur um 100 stór dótturfyrirtæki og hálfa milljón starfsmanna. Norinco, sem sérhæfir sig í víg- búnaði á landi, er einn stærsti hergagnaframleiðandi veraldar. Fyrirtækið framleiðir allt frá skrið- drekum, vélbyssum og eldflaugum til herdróna og loftvarnabyssu- kerfa. Í viðtali við China Daily árið 2014 sagði talsmaður Norinco að öflug og hagkvæm vopn fyrirtækis- ins væru vinsæl hjá þróunarlöndun- um. Þeir ættu fasta viðskiptavini í Suður-Asíu og Miðausturlöndum og vel hefði gengið að finna nýja kaup- endur í Afríku og Suður-Ameríku. Kínverska ríkisupplýsingafyrir- tækið CETC, sem einnig er talið eitt af stærri fyrirtækjum heims, fram- leiðir margvíslegan fjarskipta-, tölvu- og rafeindabúnað fyrir hernað. Fyrirtækið býður meðal annars upp á víðtæk eftirlitskerfi, myndavélabúnað og andlitsgrein- ingarbúnað til að sjá fyrir hættulega borgara og hryðjuverkamenn. Hjá CETC vinna 150.000 starfsmenn í 42 dótturfyrirtækjum víða um heim. Gott gengi hergagnaframleið- enda heimsins á rætur að rekja til aukinna átaka og spennu ríkja á milli. Harðstjórum heimsins fjölgar og þeir olnboga sig áfram. Fjölgun leiðtoga lýðhylli og þjóð- erniskenndar skýrir efalítið einnig öflugri vopnaframleiðslu. Framhald af síðu 10 ✿ Hernaðarútgjöld heims í Bandaríkjadölum✿ Nokkrir norrænir vopnaframleiðendur ✿ Tíu stærstu vopnaframleiðendur heims samkvæmt SIPRI – Kína undanskilið Í milljörðum Bandaríkjadala 200.000.000.000 150 100 50 0 27 virk stríð og meiriháttar átök í heiminum Samkvæmt upplýsingasetri Uppsalaháskóla um átök (UCDP) hafa frá seinni heimsstyrjöld verið háð um 250 meiri háttar stríð í heiminum, þar sem meira en 50 milljónir hafi verið drepnar, tugir milljóna orðið heimilislausir og óteljandi hafi særst eða eigi um sárt að binda. Í dag eru 27 virk stríð og meiri háttar átök í heiminum. Að auki eru tugir stríða að forminu til þótt engin séu átökin. Samkvæmt UCDP létust 77.392 í stríðsátökum á síðasta ári. Sænsk friðarrannsóknarstofnun, SIPRI, segir að fólk á vergangi hafi verið 68,5 milljónir árið 2018, þar af eru meira en 25 milljón flóttamenn. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi, sem hófst árið 2011, eru ein mestu átök síðari ára en hún hefur tekið margar beygjur og sveigjur. Nú síðast með innrás Tyrkja í norðurhéruð Kúrda. Alls hafa um 500 þúsund manns farist og meira en sjö milljónir farið á flótta. Í Jemen hófust átök á sama tíma og í Afganistan hafa verið nær samfelld átök síðan 2001. Í Mexíkó hafa meira en 100 þúsund manns látist í einstak- lega harðvítugu stríði hersins, lögreglu og eitur- lyfjahringja. Það kann að koma sumum á óvart, en á Norðurlöndum eru þó nokkuð mörg fyrirtæki í vopnaframleiðslu eða að selja búnað fyrir heri heimsins. Umfang þessara fyrirtækja er mjög ólíkt og sum þeirra eiga sér langa sögu. n Danmörk Terma n Danmörk Hydrema (Hydrema Defence) n Finnland Patria n Finnland SAKO (Sako Defence) (Beretta Defense Technologies -BDT) n Finnland Sisu Defence Oy n Finnland Nammo Lapua Oy n Noregur Kongsberg Defense & Aerospace n Noregur NFM Holding n Noregur Nammo Raufoss AS n Svíþjóð Saab AB n Svíþjóð BAE Systems Bofors (BAE Systems AB ) n Svíþjóð GKN Aerospace Engine Systems – Sweden n Svíþjóð Nammo Sweden AB n Svíþjóð Eurence Bofors AB n Svíþjóð Norma Precision AB n Svíþjóð Kockums AB (Kockums Naval Solutions) 1 | Lockheed Martin Corp. Bandaríkin 2 | Boeing Bandaríkin 3 | Northrop Grumman Corp. Bandaríkin 4 | Raytheon Bandaríkin 5 | General Dynamics Corp. Bandaríkin 6 | BAE Systems Bretland 7 | Airbus Group Evrópa 8 | BAE Systems Inc. (BAE Systems UK) Bretland 9 | Leonardo Ítalía 10 | Thales Frakkland 47.260 29.150 26.190 23.440 22.000 21.210 11.650 10.800 9.820 9.640 ‘85 ‘89 ‘93 ‘97 ‘01 ‘05 ‘09 ‘13‘87 ‘91 ‘95 ‘99 ‘03 ‘07 ‘11 ‘15‘86 ‘90 ‘94 ‘98 ‘02 ‘06 ‘10 ‘14‘88 ‘92 ‘96 ‘00 ‘04 ‘08 ‘12 ‘16 ‘17 Framlög til varnarmála eru að aukast á heimsvísu og hafa ekki verið hærri frá lokum kalda stríðsins. Samkvæmt SIPRI vörðu þjóðir heims meira en 1.782 milljörðum Bandaríkjadala (219 þúsund milljörðum króna) til varnar- mála í fyrra. Þar af eru Bandaríkin með 80 þúsund milljarða króna og Kína með um 31 þúsund milljarða króna. Í viðtali við China Daily árið 2014 sagði talsmaður Norinco að árangursrík og hagkvæm vopn fyrirtækis- ins væru vinsæl hjá þróunar- löndunum. Þeir ættu fasta viðskiptavini í Suður-Asíu og Miðausturlöndum og vel hefði gengið að finna nýja kaupendur í Afríku og Suður-Ameríku. 1 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.