Fréttablaðið - 14.12.2019, Page 20
Breskir ríkisborg-
arar sem búið hafa
hér á Íslandi fram að 31.
janúar geta því haldið áfram
að búa, starfa
og læra hér á
landi.
Michael Nevin,
sendiherra Bret-
lands
Hofsá og Sunnudalsá er enn ein perlan í bókaflokknum um laxveiðiár á Íslandi.
Í þessari bók er í fyrsta sinn fjallað um Hofsá og Sunnudalsá, og veiðisvæðunum
lýst á einstaklega skemmtilegan og aðgengilegan hátt.
„Hofsá í Vopnafirði er ein þekktasta laxveiðiá landsins og
hliðará hennar Sunnudalsá er einnig góð laxveiðiá og eru
þær oft nefndar í sömu andrá. Hofsá á sér óvenjulega sögu
sem laxveiðiá, en á sjötta áratug síðustu aldar hófu breskir
veiðimenn að venja komur sínar í Hofsárdal og bundust þeir
ánni og sveitinni sterkum böndum.“
HOFSÁ OG SUNNUDALSÁ
Vatnagörðum 14 • 104 Reykjavík
Sími 563 6000 • www.litrof.is
ÓSKABÓK
VEIÐIMANNSINS!
EINNIG TIL
Á ENSKU
Boris Johnson forsætisráðherra var ákafur þegar hann ávarpaði blaðamenn í gær. NORDICPHOTOS/GETTY
BRETLAND Íhaldsflokkurinn vann
stórsigur í bresku þingkosning-
unum sem fram fóru á fimmtu-
daginn. Bætti f lokkurinn við sig
47 þingmönnum og er nú með
hreinan meirihluta á þingi. Boris
Johnson forsætisráðherra fór á
fund Elísabetar Bretadrottningar í
gær þar sem hann fékk umboð til að
mynda ríkisstjórn sem mun að öllu
óbreyttu sitja næstu fimm árin.
Verkamannaf lokkurinn galt
afhroð og tapaði 53 þingmönnum.
Er þetta versta útkoma f lokksins
frá því fyrir síðari heimsstyrjöld.
Flokkurinn tapaði sætum sem áður
voru talin örugg og féll „rauði múr-
inn“ svokallaði í kosningunum. Eru
nú háværar raddir innan flokksins
um að Jeremy Corbyn gefi eftir leið-
togasæti sitt.
Skoski þjóðarf lokkurinn bætti
við sig 13 þingmönnum og gefur
það til kynna að krafan um aðra
atkvæðagreiðslu um sjálfstæði
Skotlands verði háværari en verið
hefur.
Frjálslyndir demókratar töpuðu
einu þingsæti, var það sæti Jo Swin-
son, leiðtoga flokksins, sem kemur
til með að segja af sér. Tapaði hún
í kjördæminu með 149 atkvæðum.
Viktor Orri Valgarðsson, stjórn-
málafræðikennari við Durham-
háskóla í Bretlandi, hefur fylgst vel
með kosningunum. Hann átti ekki
von á jafn afgerandi niðurstöðu.
„Ég hef samúð með þeim sem
kusu Íhaldsf lokkinn með trega
sem voru einfaldlega langþreyttir
á þriggja ára pattstöðu í Brexit og
hafa meiri trú á því að Boris klári
málið en Corbyn,“ segir Viktor Orri.
„Áhyggjur af Brexit vógu þyngra
fyrir marga kjósendur en sú stað-
reynd að Boris er sjúklegur lygari,
hvernig hann hefur gengið út á
ystu nöf í hagræðingu sannleikans
í kosningabaráttunni. Þessi niður-
staða talar sínu máli um stöðu lýð-
ræðis í Bretlandi. Það voru f leiri
þættir sem spiluðu inn í, þar á
meðal kjósendur sem vildu ekki
teygja sig eins langt til vinstri og
Verkamannaflokkurinn vildi.“
Viktor telur niðurstöðurnar sýna
fram á veikleika einmenningskjör-
dæma. Þegar hlutfallið sé talið
saman hafi f lokkar sem vilji Bret-
land áfram í Evrópusambandinu,
Verkamannaf lokkurinn þar með
talinn, fengið meirihluta atkvæða.
Til dæmis hafi Frjálslyndir demó-
kratar fengið 11,5 prósent atkvæða
en vegna kosningakerfisins fái þeir
aðeins 1,7 prósent þingsæta.
„Þetta kosningakerfi er ekki
bara ótrúlega lélegt við að yfirfæra
atkvæði yfir á þingsæti heldur þýðir
það einnig að þeir sem fylgja ekki
Íhaldsf lokknum, Verkamanna-
flokknum og Frjálslyndum demó-
krötum höfðu enga leið til að láta
skoðun sína í ljós.“
Johnson sagði á blaðamanna-
fundi fyrir utan Downingstræti í
gær að hann myndi ekki bregðast
þeim kjósendum sem yfirgáfu
Verkamannaflokkinn fyrir hann.
„Bretland á skilið hlé frá karpi,
hlé frá pólitík og varanlegt hlé
frá umræðunni um Brexit,“ sagði
Johnson. „Ég hvet alla til að ljúka
umræðunni og láta sárin gróa.“
arib@frettabladid.is
Stórsigur Johnsons í þingkosningunum
Íhaldsflokkur Boris Johnson vann stórsigur í bresku þingkosningunum. Segist Johnson vilja veita þjóð sinni varanlegt hlé frá um-
ræðunni um úrsögnina úr ESB. Íslenskur stjórnmálafræðingur segir niðurstöðuna undirstrika galla í kosningakerfinu hjá Bretum.
Ég hef samúð með
þeim sem kusu
Íhaldsflokkinn með trega
sem voru einfaldlega lang-
þreyttir á þriggja ára patt-
stöðu í Brexit og hafa meiri
trú á því að Boris klári málið
en Corbyn.
Viktor Orri Val-
garðsson, stjórn-
málafræðingur
UTANRÍKISMÁL Michael Nevin,
sendiherra Bretlands á Íslandi, var
ögn þreyttur eftir kosninganóttina
þegar Fréttablaðið náði af honum
tali. Stíft var fylgst með enda mikið í
húfi fyrir Bretland og Breta á Íslandi.
Ekki voru þó neinar kosningar
haldnar í sendiráðinu sjálfu því að
þeir 2.000 til 3.000 Bretar sem hér
eru staddir kusu með póstkosningu.
Segir hann óljóst hvort mikil
spenna hafi verið fyrir kosning-
unum hjá Bretum hér. „Bretar á
Íslandi eru margir mjög vel aðlagaðir
íslensku samfélagi. Þeir eiga sitt líf og
sína vini hér og reiða sig ekki mjög
mikið á sendiráðið,“ segir hann.
Boris Johnson forsætisráðherra
hefur lýst því yfir að Bretland muni
yf irgefa Evrópusambandið 31.
janúar næstkomandi. Michael segir
að þegar sé til staðar samkomulag á
milli Bretlands og Íslands um rétt-
indi ríkisborgara. „Það sem mun
gerast er að við förum í svokallað
útfærslutímabil í eitt ár og þá verður
engin breyting á stöðu þeirra,“ segir
hann. „Breskir ríkisborgarar sem
búið hafa hér á Íslandi fram að 31.
janúar geta því haldið áfram að búa,
starfa og læra hér á landi. Það sama
gildir fyrir Íslendinga í Bretlandi.“
Þegar farið verður að ræða fram-
tíðarskipulag við Evrópusambandið
og EES-ríkin mun framhaldið koma
í ljós. En samkomulagið um þá sem
bjuggu hér til 31. janúar gildir áfram.
Aðspurður um hvort útgangan
muni styrkja eða veikja samband
Íslands og Bretlands telur Michael að
það muni styrkjast. „Við sjáum það
nú þegar vera að styrkjast, meðal
annars með fundum á milli ráð-
herra. Það er mikilvægt fyrir Bret-
land að halda góðum samskiptum
við nágrannaríki, til dæmis Ísland
sem einnig er utan Evrópusam-
bandsins.“ – khg
Sambandið við Bretland
styrkist eftir útgönguna
Forsætisráðherrar Íslands og Bretlands 4. desember. NORDICPHOTOS/AFP
1 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R16 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð