Fréttablaðið - 14.12.2019, Page 22

Fréttablaðið - 14.12.2019, Page 22
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir En í miðjum fagnaðar- ópum gætu Íhaldsmenn setið uppi með það að hafa tryggt Brexit en tapað einingu Stóra-Bret- lands. Davíð Stefánsson david@frettabladid.is Kosningar fóru fram í Bretlandi í vikunni. Ber f lestum saman um að kosningabaráttan hafi verið rislítil. Ekki skorti hins vegar á lægðirnar sem sumar þóttu ansi djúpar. Ein sú krappasta reið yfir fjórum dögum fyrir kosningar þegar ljósmynd birtist í dagblöðum af fjögurra ára dreng sem lá í keng á gólfi sjúkrahúss í Leeds klæddur Spiderman náttfötunum sínum með súrefnisgrímu fyrir and- litinu. Drengurinn hafði verið fluttur á spítalann með sjúkrabíl en talið var að hann væri með lungnabólgu. Vegna anna á spítalanum var ekki laust rúm og þurfti drengurinn að liggja á gólfinu klukkutímum saman er hann beið þess að fá aðhlynningu. Heilbrigðiskerfið var eitt af helstu málum sem brann á kjósendum í nýafstöðnum kosningum í Bretlandi. Myndin sem olli hneykslan undirstrikaði fjársveltið sem heilbrigðiskerfið hefur þurft að þola síðustu ár. Ekki vildu þó allir horfast í augu við vandann. Boris Johnson var í sjónvarpsviðtali þegar frétta- maður dró upp símann sinn og sýndi honum myndina af drengnum á spítalagólfinu. Boris Johnson neitaði að líta á myndina. Þótt Johnson reyndi ítrekað að skipta um umræðuefni gaf fréttamaðurinn sig ekki. Að endingu hrifsaði forsætisráðherrann símann af frétta- manninum og stakk honum í vasann. Botninum var þó ekki náð því ekki leið á löngu uns notendur samfélagsmiðla hallir undir Íhaldsflokkinn tóku að birta samsæriskenningar um að ljósmyndin hefði verið fölsuð, sett á svið í þeim tilgangi að koma höggi á íhaldið. Dularfull færsla sem sögð var skrifuð af vinkonu hjúkrunarfræðings sem starfaði á spítal- anum fór eins og eldur um sinu. Konan hélt því fram að hjúkrunarfræðingurinn hefði séð móður drengsins taka hann úr sjúkrarúmi, leggja hann á gólfið til að taka mynd og svo lagt hann aftur í rúmið. Myndin var hins vegar ekki fölsuð. Forsvarsmenn spítalans staðfestu að drengurinn hefði þurft að liggja á gólfinu og báðust afsökunar á aðstöðuleysinu. En allt kom fyrir ekki. Lygin hafði öðlast sjálfstætt líf og flakkar enn um samfélagsmiðla þar sem íhaldsmenn ata móður veiks drengs auri. Alræmdur skíthæll Jóhannes Stefánsson, uppljóstrarinn sem svipti hulunni af meintum mútugreiðslum sjávarútvegsfyrir- tækisins Samherja í Namibíu, var í viðtali við Kastljós fyrr í vikunni. Var Jóhannes spurður út í viðbrögð Sam- herja við málinu sem hafa helst virst felast í ítrekuðum tilraunum til að sverta mannorð Jóhannesar. „Þeim er vel komið að reyna að villa um fyr ir fólki,“ sagði Jóhannes af stillingu. Isaac Newton er flestum kunnur. Newton var einn fremsti vísindamaður sögunnar. Hann var líka alræmdur skíthæll. Hann var undirförull og hörundsár egóisti sem lagði sig fram við að eyðileggja orðspor annarra vísindamanna um leið og hann upphóf sjálfan sig. Annar frægur skíthæll var nóbelsverðlaunarithöf- undurinn V. S. Naipaul. Þegar Naipaul lést í fyrra, 85 ára að aldri, spratt upp umræða um hvort hægt væri að aðgreina persónu rithöfundarins frá afrekum hans en Naipaul var þekktur fyrir hroka, kynþáttahatur, kven- fyrirlitningu og ofbeldi gegn konum. Því miður, fyrir forsvarsmenn Samherja, skiptir spurningin ekki nokkru máli þegar kemur að stóra mútumálinu. Tilraunir breskra íhaldsmanna til að sverta mannorð móður veiks drengs gerðu ekki annað en að beina sjónum að innræti þeirra sjálfra. Þótt Samherjamenn eyði hverjum einasta milljarði sem þeir hafa grætt á nýtingu náttúruauðlinda Íslendinga í þjónustu almannatengslafyrirtækja mun þeim aldrei takast að hreinsa mannorðið með því að ata aðra auri. Því hvort sem Jóhannes Stefánsson er móðir Teresa endurholdguð eða sjálfur skrattinn breytir það ekki staðreyndum málsins. Við getum strokað Ísak Newton út úr sögubókunum fyrir að vera skíthæll. Slíkt hefur þó engin áhrif á virkni þyngdaraflsins. Newton og Samherji OPIÐ ALLAR HELGAR FRÁ KL. 11.00-17.00 KOMDU Í KOLAPORTIÐ D Á S A M L E G D E I L D S A M F É L A G S I N S 30 ÁRA 1989 2019 Það eru mikil tíðindi af breskum stjórnmálum. Í höfn er stærsti kosningasigur Íhaldsflokks-ins í 32 ár eða allt frá sigri Margrétar Thatcher árið 1987. Á hinn bóginn er ósigur Verka-mannaflokksins sá versti frá árinu 1935. Lokið er þeirri pólitísku lömun sem hrjáð hefur Breta í þrjú ár. Líklegt er að landið muni hafa stöðugri ríkisstjórn með starfandi meirihluta. En í miðjum fagnaðarópum gætu Íhaldsmenn setið uppi með það að hafa tryggt Brexit en tapað einingu Stóra-Bretlands. Niðurstaðan fyrir Jeremy Corbyn sem stýrt hefur Verkamannaflokknum frá árinu 2015 er flestum skýr nema honum. Þetta er versti árangur flokksins í 84 ár. Bretar hafna þeim sósíalisma sem boðaður var. Þeir sáu ekki í Corbyn leiðtoga landsins. Í neysluhyggju jólaundirbúnings hljómuðu gamaldags hugmyndir um þjóðnýtingu eins og söguskýringar úr Sovét. Kosningarnar snerust um Brexit. Dugleysi Verka- mannaflokksins um skýra stefnu var algjört. Reynt var að höfða til allra óháð afstöðu til Brexit. Skoski þjóðarflokkurinn, með kröfur um áfram- haldandi aðild að ESB og sjálfstæði Skotlands, er líka sigurvegari. Þar vegur líka þungt að síðasti Brexit- samningur Johnsons gaf Norður-Írum mikla sérstöðu en ekki Skotum. Krafa um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um skoskt sjálfstæði er því í kortunum á næsta ári. Eftir 46 ára aðild eru Bretar á leið úr ESB, til góðs eða ills. Það verður ekki auðvelt því landið er samtvinnað öðrum á innri markaði Evrópu. Brottförin úr innri markaði Evrópu er 31. janúar. Þá tekur við aðlögunar- tímabil til loka 2020. Á þeim 11 mánuðum verða erfiðar viðræður um fríverslunarsamning um tollfrjálsan og kvótalausan aðgang vöru og markaðsaðgang þjónustu í anda viðskiptasamnings ESB við Kanada og Japan. Viðræður ættu að geta hafist í mars. Leiðtogafundur ESB og Bretlands vegna viðræðnanna er fyrirhugaður í júní. Fram til júlí geta Bretar óskað eftir framlengingu á aðlögunartímabili sem er í dag til ársloka 2020 en getur orðið allt til ársloka 2022. Fram undan eru erfiðir samningar. Í fyrsta lagi verður þrýstingur á setningu sameiginlegra leikreglna sem Bretar vilja sem minnst af. Á sama tíma vill ESB hertar umhverfisreglur sem kallar á aukinn kostnað. Þá er krafa uppi um kerfi til að leysa úr þeim ágrein- ingsmálum sem kunna að koma upp. Í öðru lagi verður tekist á um framtíðaraðgang Breta að fjármálamörkuðum Evrópu. Þeir missa nú rétt til að bjóða þjónustu á meginlandinu. Í þriðja lagi eru úrlausnarefni varðandi fiskveiðar og aðgang að hafsvæðum Breta. Í Brexit var mikið rætt um fullveldi yfir eigin landhelgi. Samningur um gagnkvæmar veiðiheimildir og aðgang að mörkuðum sjávarafurða, en gerð hans á að ljúka 1. júlí 2020, er ekki hluti af fyrirhuguðum fríverslunarsamningi. Þrátt fyrir sífellt fleiri sameiginleg viðfangsefni Evrópuþjóða á borð við loftslagsbreytingar, vaxandi áhrif Asíuþjóða og þjóðaröryggismál hafa Bretar kosið tvíhliða samninga í stað fjölþjóðasamvinnu innri markaðar Evrópu. Átakaumræða um þessa tvo val- kosti er rétt að byrja. Hvað nú? 1 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.