Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.12.2019, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 14.12.2019, Qupperneq 27
ÞEGAR KENNARINN TÓK Á MÓTI KELA Í PRÓFIN ÞÁ HORFÐI HÚN Á MIG MEÐ MEÐAUMKUN. HÚN SÁ MIG SEM MEÐVIRKU MÖMM- UNA AÐ PÍNA DRENGINN Í ÞETTA. hverja æðri tilfinningu sem mætti líkja við lotningu. „Stundum ham- ingju en stundum þakklæti,“ svarar hann og segir Mozart það tónskáld sem er í uppáhaldi hjá honum. Nú hefur fjölskyldan verið með annan fótinn í Austin í Texas í ára- tug meðan Keli hefur verið í námi og hún fór þangað eingöngu út af Kela þar sem þar er mikil sérhæfing og meðferðarúrræði í boði fyrir ein- staklinga eins og hann. „Við komumst að því þegar við gerðum heimildarmyndina Sól- skinsdrenginn að það voru tæki- færi til menntunar fyrir einstakl- inga eins og Kela sem talar ekki og þarf að tjá sig á stafaborð eða tölvu. Það sem kom mest á óvart var að þetta var ekki einkaskóli! Þetta var almennur skóli. Jú, þetta er hægt. Keli fékk nú í fyrsta sinn að læra það sem jafnaldrar hans áttu kost á: sögu, landafræði, stærðfræði. Fékk ágætiseinkunnir Við ætluðum að prófa að vera þarna í eitt ár. En nú höfum við verið hér í meira en áratug. Því hér getur Keli blómstrað á sínum eigin forsend- um þrátt fyrir sína miklu líkam- legu fötlun. Hann útskrifaðist úr almennu námi á menntaskólastigi með mjög góða einkunn. Hann tók samræmd próf í Texas sem eru bæði löng og erfið. Þar stóð hann sig framúrskarandi vel. Sem dæmi fékk hann 9,5 af 10 á sam- ræmdu prófi í stærðfræði og 8,3 í ritgerðarprófi í ensku. Þetta eru ágætiseinkunnir í einkunnakerf- inu,“ segir Margrét og er að vonum stolt. „Fyrir þá sem ekki vita þá eru þetta heljarinnar próf. Þau standa í átta tíma og þetta eru fjögur fög. Það nákvæmlega sama þarf að gilda um Kela og heilbrigðu ein- staklingana. Ég sagði við Kela að ég efaðist um að hann ætti að leggja þetta á sig. Því hann mátti ekki hafa aðstoðarmanninn sinn með og Keli hefur ekki úthald í átta tíma vegna fötlunar sinnar. En hann sagði: Mamma, ég vil reyna. Þegar kennarinn tók á móti Kela í prófin þá horfði hún á mig með meðaumkun. Hún sá mig sem með- virku mömmuna að pína drenginn í þetta. En ég lét það ekki á mig fá. Þetta voru krossapróf og ég sagði kennaranum að hann skyldi ein- faldlega halda valmöguleikanum fyrir framan hann og leyfa honum að benda á réttan möguleika. Að loknu stærðfræðiprófinu kom kennarinn út og þá var viðmótið annað. Hún var full aðdáunar á Kela og fylgdist með honum velja rétta valmöguleika, hvern á eftir öðrum, án þess að nota reiknivél. Fyrst hélt hún að hann væri að giska en undr- unin óx með hverju réttu svari sem hann valdi og hún áttaði sig á að fyrir framan hana væri bráðgáfaður ungur maður. Mér finnst þetta auð- vitað alveg magnað afrek hjá honum. Að honum hafi tekist að útskrifast úr menntaskóla með ágætiseinkunn þrátt fyrir að hafa ekki byrjað í skóla fyrr en tíu ára gamall.“ Keli er hins vegar auðmjúkur þegar hann er spurður hvort hann sé afreksnámsmaður. „Oftast,“ svarar hann um það hvort hann eigi mjög auðvelt með að læra. Glíman við kerfið Margrét segist oft hugsa til Íslands og segir þurfa miklar aðgerðir til að kerfið verði mannúðlegt og réttlátt. „Glíman við kerfið tekur of mikið af baráttuþreki foreldra,“ segir Margrét sem segir það þó að mörgu leyti vera eðli þess að vera ósveigjanlegt og staðlað. Það sé hins vegar sérstaklega erfitt fyrir foreldra fatlaðra barna. Það sé ekki hægt að troða þeim í sama kerfi og heilbrigðum börnum án þess að því fylgi fjármagn. „Skóli án aðgreiningar á Íslandi er í skötulíki því það er ekki gert ráð fyrir kostnaði í húsnæði, starfs- fólki og búnaði. Mér fannst eins og ég væri að betla af kerfinu. Það þurfti að fara í gegnum svo marga og alltaf eins og sjálfgefna svarið væri nei. Það er nógu erfitt að eiga fatlað barn en það eykur á álagið að standa í skriffinnsku og ótal sím- tölum, eftirfylgni og að mæta á staðinn. Ég heyri nú á samtölum við foreldra í sömu sporum og ég var fyrir mörgum árum síðan að þetta er enn í sama farinu á Íslandi og enn þörf á aðgerðum.“ Margrét er bjartsýn fyrir hönd Kela. „Honum var nýverið boðið að frumflytja tónlist sína í Carne- gie Hall. Hann hefur ekki mikla af kastagetu við að semja tónlist, þetta er spurning um gæði fremur en magn. En Keli var ekki tilbúinn til að flytja tónlist sína nú fyrir jól, hann er að glíma við það að missa sjónina. Það tengist einhverfunni en taugarnar eru hættar að bera boð til sjóntaugarinnar og hann er að æfa sig að ganga um með blindrastaf og það vekur með honum óöryggi. En boðið stendur enn.“ Hvernig horfið þið til framtíðar? „Ég hunsaði alltaf þegar Keli var lítill þegar mér var sagt að hann gæti átt gott líf á stofnun. Nú er hann orðinn fullorðinn maður og heimurinn bíður hans. Það er erfið tilhugsun að geta ekki alltaf haldið verndarhendi yfir honum en synir mínir hafa fullvissað mig um að þeir muni taka við. Og það er líka eitt af markmiðunum með bókinni, að safna peningum til þess að hann geti notið sín og fái tækifæri til góðs lífs. Ég er þakklát fyrir hvað Vængja- þyt vonarinnar hefur verið tekið vel og að bók sem ég skrifaði upphaf- lega fyrir 15 árum til að heila sjálfa mig eftir erfitt tímabil í lífi mínu sé að hafa þessi margföldunaráhrif og heila lesandann líka. Það segir mikið um bókina ef hæfileika- ríku stórleikkonunni Kate Winslet finnst bókin hafa breytt lífi sínu til hins betra, þá ættu allir lesendur að fá eitthvað gott úr þessari bók,“ segir Margrét. Á frettabladid.is má hlusta á stutt brot af tónlist Kela. Opið alla virka daga frá kl. 8.30 - 18 og á laugardögum frá kl. 11 - 16 fram að jólum. Öll tilboð gilda út desember 2019 eða meðan birgðir endast. Jól 2019 Jólabæklingur Smith & Norland er kominn út. Glæsilegar vörur á sérstöku jólaverði. Þvottavél WM 14N1B8DN Vindur upp í 1400 sn./mín. Kolalaus, hljóðlátur og sparneytinn mótor með 10 ára ábyrgð. Fullt verð: 104.900 kr. Jólaverð: 83.900 kr. Tekur mest 8 Orkuflokkur ábyrgð á iQdrive mótornum 10 ára N Ý T T Espressó-kaffivél TQ 505R09 Hraðvirk upphitun. Kaffikvörn úr keramík. Snertiskjár. Þrýstingur: 15 bör. Fullt verð: 169.900 kr. Jólaverð: 139.900 kr. Stadler Form Rakatæki Eva Öflugt, hljóðlátt og stílhreint. Herbergisstærð: Allt að 80 m2. Fullt verð: 23.900 kr. Jólaverð: 18.900 kr. Fussili Gólflampi 69918-01 Fullt verð: 21.900 kr. Jólaverð: 16.900 kr. N Ý T T Ryksuga BGLS 4X200 Öflugar síur sem má þvo. Snúra 10 m. Hljóð: 77 dB. Fullt verð: 26.900 kr. Jólaverð: 19.900 kr. Kæli- og frystiskápur KG 36NVI3P (stál, kámfrítt) Þrjár „hyperFresh“-skúffur. Lyktarsía. „noFrost“-tækni. H x b x d: 186 x 60 x 66 sm. Fullt verð: 159.900 kr. Jólaverð: 119.900 kr. Orkuflokkur H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 23L A U G A R D A G U R 1 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.